Makríllinn eyðir seiðum eins og engisprettufaraldur
Þriðjudagur, 13. október 2009
Evrópusambandið og Norðmenn vilja að við fóðrum makrílinn fyrir þá en veiðum hann ekki þó hann sé í okkar lögsögu. Helst af öllu myndu þeir vilja að við rækjum hann aftur út úr lögsögu okkar eftir að hann er orðinn sýlspikaður af seiðaáti. Makríllinn fer um í tugþúsund tonna torfum í efstu lögum sjávarins og étur seiði, loðnu og raunar alla fiska sem eru smærri. Þessi krafa Evrópusambandsins er fráleit og ekki dytti okkur í hug að banna Grænlendingum að veiða þorsk sem syndir frá Íslandi í grænlenska lögsögu.
Makakíllinn er í risatorfum um allan sjó, loðnan er flúin vegna hlýinda og síldin er veik. Íslendingar eru búnir að þéna 12 milljarða á þessu ári fyrir makríl en gætu hæglega margfaldað þá tölu. Auknar tekjur styrkja krónuna og þær má nota til að minnka skuldir þjóðarinnar og verja velferðarkerfið
Ríkisstjórnin verður að velja á milli að afla tekna eða taka lán.
![]() |
Makríllinn hefur reynst útgerðinni mikil búbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hókus pókus fíla rókus ............"ekkert Icesave"!
Þriðjudagur, 13. október 2009
Þetta samkomulag er nýjasta aðferðin við að blekkja almenning. Gert er ráð fyrir að Nýi Landsbankinn (NIB) greiði Gamla Landsbankanum jafnvirði 286 (260+28) milljarða Króna (gengistryggt), fyrir verðlausa pappíra. Að auki er gert ráð fyrir að Nýi Landsbankinn greiði síðar jafnvirði 90 milljarða Króna. Svona er sagt frá málinu í tilkynningu fjármálaráðuneytis hér:
Með þessari aðferð er reynt að lauma Icesave inn á þjóðina í gegn um skilanefndina án þess að málið komi til kasta Alþingis. Allt skal lagt á heimilin. Með þessum reikningskúnstum er teflt á tæpasta auk þess sem aðgerðir í þágu skuldugra heimila er fyrir bí.
![]() |
90% upp í forgangskröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |