Færsluflokkur: Samgöngur
Bíðum kosninga í Bretlandi
Mánudagur, 22. febrúar 2010
Stjórnarandstaðan í Bretlandi hefur gagnrýnt Gordon Brown fyrir framgöngu hans í Icesave og fyrir setningu hryðjuverkalaganna. Flokksmenn hans hér á landi eru honum þó auðsveipir og vilja ganga að hvaða tilboði sem bresk flokkssystkini þeirra leggja fram, þetta sýnir reynslan.
Ríkisstjórnin hefur því ekki viljað beita sínu beittasta vopni sem er málsókn og samvinna við stjórnarandstöðuna í Bretlandi vegna setningu hryðjuverkalaganna.
Breytt vaxtakjör nægja ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 04:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég búinn að kjósa
Mánudagur, 8. febrúar 2010
Stjórnmálamenn ræða nú hvernig hægt sé að losna við þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Ég mætti snemma í morgun hjá sýslumanninum í Reykjavík og greiddi atkvæði um Æsseif.
Það er um að gera að neyta á meðan á nefi stendur.
166 búnir að kjósa um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Merkilegar fréttir. Línur skýrast í Noregi
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Gunnar Skúli Ármannsson einn þremenninganna sem funda nú í Noregi skrifar merkilega bloggfærslu hér
Andstæðingar eb aðildar 'i noregi hafa mikinn skilning a malstað Islands:
Ekki formlega rætt við Noreg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ögmundur stendur með Íslandi, Samfylkingin með Evrópusambandinu
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Það hefur lengi blasað við að Samfylkingin er meira en tilbúin til að fórna öllum hagsmunum þjóðarinnar til að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Samfylkingin lítur á Icesave sem tvíeggjað sverð annarsvegar sem hindrun inn í sambandið en hinsvegar tækifæri, því þessi mikla skuldsetning gæti dregið úr mótstöðukrafti þjóðarinnar, einkum þegar gera þarf upp skuldir með auðlindum. Eða halda menn að það sé tilviljun að systurflokkar Samfylkingarinnar á Norðurlöndunum skuli hafa tekið upp mjög eindregna afstöðu með Bretum og Hollendingum?
Ögmundur Jónasson hefur tekið skýra afstöðu með íslenskum almenningi í þessum hráskinnaleik.
Gegn hagsmunum Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna grætur við stekkinn
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Formaður Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir grætur hástöfum við ESB stekkinní bréfi sembirtist í hennar nafni í hollenska blaðinu Het Financieele Dagblad. Hún lofar að Íslendingar muni borga sama hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunar verða.
Icesave-deilan má ekki skaða langtíma samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða aðildarferlið að Evrópusambandinu," segir Jóhanna. En þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er jafnframt forsætisráðherra er hætta á að áhugi Samfylkingarinnar stórskaði samningsstöðu Íslands gagnvart Æsseif.
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er forsætisráðherra illa við málsvara Íslands?
Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Forseti Íslands hefur með framgöngu sinni snúið áliti alþjóðasamfélagsins Íslandi í vil og hlýtur að launum illmælgi Hrannars B. Arnarssonar aðstoðarmanns forsætisráðherra, sem bókstaflega hraunar yfir hann á fésabókarsíðu sinni sem er með 1729 áskrifendur. Skemmst er að minnast þess þegar Jóhanna sleppti Hrannari lausum síðast gegn Evu Joly fyrir að taka upp hanskann fyrir Ísland.
Þessi leikþáttur Jóhönnu og Hrannars minnir dálítið á séra Árna Þórarinsson prófast og hinn trygglynda Þórð húskarl hans, sem þekkti í þaula alla lesti þeirra sem prófastinum var í nöp við.
Fésbókarsíðan ekki opinber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólína skildi samninginn til hlítar löngu áður en hún sá hann
Mánudagur, 11. janúar 2010
Ólínu Þorvarðardóttur þykir lítið koma til Alain Lipietz sem tekur málstað Íslands af því að sjónvarpið þýddi starfsstöð sem útibú og vegna þess að hann hafi setið á þingi í skamman tíma. Ólína áttar sig ekki á að Alain hefur verið þekktur hagfræðingur í fjölda ára áður en hann kom á þing. Vandamálið er að almenningur les sig ekki til og því er hægt að hagræða sannleikanum endalaust með verulegum árangri. Ólína samþykkti Æsseif löngu áður en hún sá samninginn. Það er kannski þess vegna sem hún gerir lítið úr Lipietz. Samfylkingin hefur líka horn í síðu Evu Joly sbr óviðeigandi ummæli aðstoðarmanns forsætisráðherra í hennar garð.
Margir lögmenn hafa dregið ábyrgð Íslands í efa t.d. Evrópulögfræðingarnir próf Stefá Már, dr. Elvíra, prof. Sigurður Líndal, Magnús Thoroddsen fyrrv hæstaréttardómari, Ragnar Hall og dr. Herdís Þorgeirsdóttir.
Ég efast um að meira en 3% landsmanna hafi lesið þetta og því eiga stjórnmálamenn auðvelt með að segja hvað sem er.
Segir misskilnings gæta hjá Lipietz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Góð tillaga frá Lilju Mósesdóttur til lausnar Icesave
Laugardagur, 9. janúar 2010
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur hefur oft vakið athygli fyrir að koma með frumlegar tillögur. Sú alvarlega staða sem upp er komin vegna sjálfheldu Æsseifmálsins, kallar á frjóa og frumlega hugsun sem öllum er ekki gefin.
Eftir frábæra frammistöðu forsetans og Evu Joly hefur skapast nýtt sóknarfæri. Mér finnst vinstri græn ættu að gefa Lilju svigrúm til að fylgja hugmyndum sínum eftir.
Það er engu að tapa en allt að vinna.
Vill þýskan sáttasemjara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvar fæ ég góða mynd af forsetanum?
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Ég hef ákveðið að gerast þjóðlegur og setja upp stóra mynd af forseta Íslands á stofuvegginn heima.
Nú þurfa Íslendingar að standa saman.
Spurning er hvar ég fæ góða mynd?
Endurreisnaráætlun í uppnám | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Breska lögmannsstofna: "Æsseifsamningurinn óljós og ósanngjarn"
Mánudagur, 21. desember 2009
Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir slegið þau vopn úr höndum Steingríms og Jóhönnu að ríkisstjórn hennar og Geirs H Haarde hafi skuldbundið ríkið. Við þetta bætist að breska lögmannsstofn Miscon de Reya heldur því fram að Æsseifsamningurinn sé óljós og ósanngjarn auk þess sem vextir séu of háir. Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig RUV matreiðir þessa frétt ofan í landsmenn.
Nú verðum við að treysta því að Ólafur Ragnar Grímsson gefi þjóðinni færi á að eiga síðasta orðið í þessu mikilvæga máli.
Samningarnir hættulega óskýrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |