Færsluflokkur: Dægurmál

Seðlabankinn heldur uppi vöxtum, gengi og innistæðulausum kaupmætti!

Kæruleysi síðustu ríkisstjórnar, sem staðfest hefur verið af OECD, hefur orðið til þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri er einn og hjálparlaus að kljást við verðbólguna sem ríkisstjórnin undir hans forsæti skóp af forsjárleysi.  Unnið hefur verið að því að koma auðlindum þjóðarinnar til velþóknanlegra og þrátt fyrir sögulegt hámark á verði sjávarafurða skuldar greinin nú 300% af ársveltu.

ISG hefur engar áhyggjur af þessu hún vinnur að því hörðum höndum að auka ríkisútgjöld með því að koma Íslandi í öryggisráðið  


mbl.is Ótímabær vaxtalækkun leiðir til kjaraskerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún vill selja rófuafskurð!

Svo sem kunnugt er hefur mannréttindanefnd hinna sameinuðu þjóða, tekið undir þau sjónarmið fjölmargra sjómanna, að í kvótakerfinu felist mannréttindabrot.  Nú hefur hún komið með, það sem hún kallar lausn á þessum mannréttindabrotum: Hún vill selja byggðakvótann á uppsprengdu verði og gefa blóðpeningana til sjávarbyggðanna sem blæða fyrir kvótakerfið. 

Fólki til upplýsinga þá er byggðakvótinn aðeins 12000 tonn og nemur u.þ.b. 2-3% af heildaraflamarki.  Kílóið vill Ingibjörg selja  á 170 krónur kílóið sem er drjúgur hlutur af 180 krónu vegnu meðalverði þorsks.  Útgerðin hefur þannig heilar 10 kr. til að reka sig. Þessum væntanlegu leiguliðum ríkisins veitir því ekki af styrk úr gefandi hendi ISG.  

Einu sinni heyrði ég um bónda nokkurn sem svelti hundinn sinn og skar af honum rófuna til að gefa honum að éta.  Ingibjörg er ekki svona rausnarleg hún ætlar að selja hundinum rófuafskurðinn!

"Lengi getur vont versnað"! 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband