Færsluflokkur: Löggæsla
Góðar fréttir fyrir Frjálslynda flokkinn
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
Ef marka má kynni mín af starfi Kristins H. Gunnarssonar í Frjálslynda flokknum get ég ekki annað en ályktað að það styrki hvern flokk að Kristinn gangi úr honum. Eftir þessu hefur lengi verið beðið.
Frjálslyndi flokkurinn hefur langbestu málefnastöðu allra flokka en geldur fyrir að hafa verið stjórnlaus lengi spurningin er hvort þessar góður fréttir komi of seint eða leiði til þess að flokkurinn nái vopnum sínum aftur skal ég ekki fullyrða. Guð láti gott á vita.
Það var meira sungið og brosað áður en Kristinn kom.
![]() |
Kristinn hættur í þingflokki frjálslyndra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landsmálin krufin til mergjar
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Opinn umræðufundur um landsmálin á laugardag
Viðar Guðjohnsen, formaður ungra frjálslyndra, og Sturla Jónsson standa fyrir opnum umræðufundi um landsmálin næstkomandi laugardag, 21. febrúar, í félagsheimili Frjálslynda flokksins, Skúlatúni 4, kl. 11:00.
Það er rétt að hvetja alla sem eru áhugasamir um horfur í landsmálum að láta sjá sig.
Heitt kaffi á könnunni
![]() |
Geir gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Seðlabankinn storkar mótmælendum
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Seðlabankinn virðist nota hvert tækifæri til að ögra mótmælendum og reyna að efna til átaka, nú síðast með því að ætla að halda árshátíð á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut, sem er fjölfarin umferðargata þar sem hætta getur skapast.. Mótmælendur fóru eftir að hafa gengið úr skugga um að árshátíðin hefði örugglega verið blásin af.
![]() |
Mótmælum hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Syngjandi lögreglan okkar
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
Það er mótmælum ekki til sóma að skemma eigur almennings, enda gengur það þvert gegn inntaki mótmælana sem snúast öðrum þræði gegn ábyrgðarleysi stjórnvalda. Enn fráleitara er að reyna að efna til ófriðar við lögregluna. Skoðun mín er sú að yfirstjórn lögreglunnar beiti valdi sínu af skynsemi og hófsemd enda stýra henni mætir menn. Lögreglumenn eru misjafnir eins og þeir eru margir og auðvitað geta þeir gert mistök eins og við hin í hita leiksins. Mótmælendur eru flestir löghlýðnir borgarar og ættu að styðja lögregluna og lögreglan ætti að styðja mótmælendur í að allt fari friðsamlega fram. Þannig verður komist hjá því að nokkur þurfi að meiðast. Ég sendi lögreglumanninum sem meiddist innilegar bataóskir.
Við viljum vonandi öll heldur sjá lögregluna við söng og umferðafræðslu í skólum frekar en að hún þurfi að ganga með skildi og kylfur.
Einstaka menn hafa haft uppi grófa ofbeldistilburði
![]() |
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)