Færsluflokkur: Bækur
Merkilegar fréttir. Línur skýrast í Noregi
Föstudagur, 5. febrúar 2010
Gunnar Skúli Ármannsson einn þremenninganna sem funda nú í Noregi skrifar merkilega bloggfærslu hér
Andstæðingar eb aðildar 'i noregi hafa mikinn skilning a malstað Islands:
Ekki formlega rætt við Noreg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ATTAC samtökin berjast fyrir Ísland
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Ólíkt hafast þau að forsætisráðherrann sem lætur aðstoðarmann sinn atyrða Evu Joly fyrir að taka málstað Íslands og ATTAC samtökin sem kosta för þriggja Íslendinga til Noregs til að tala máli Íslands milliliðalaust við norsk stjórnvöld og forystumenn norskra stjórnmálaflokka. Markmiðið er að losa Ísland úr klóm fjárkúgunar AGS fyrir Breta og Hollendinga.
Sjá: www.attac.is
Ræða við fulltrúa Noregsstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reynt að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Við blasir að Samfylkinginn vill nýta Æsseif til að hnýta Ísland við Evrópusambandið og meirihluti stjórnmálastéttariunnar vill hafa kosningaréttinn af þjóðinni. Því er best að kjósa sem fyrst.
Kosning utan kjörfundar:
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 6. mars 2010 hófst hjá sýslumanninum í Reykjavík þann 28. janúar. Opið er á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 til 15:30 virka daga.
Um helgar er opið frá kl. 12:00 til 14:00.
Frá og með 10. febrúar nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 til 22:00
Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ögmundur stendur með Íslandi, Samfylkingin með Evrópusambandinu
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Það hefur lengi blasað við að Samfylkingin er meira en tilbúin til að fórna öllum hagsmunum þjóðarinnar til að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Samfylkingin lítur á Icesave sem tvíeggjað sverð annarsvegar sem hindrun inn í sambandið en hinsvegar tækifæri, því þessi mikla skuldsetning gæti dregið úr mótstöðukrafti þjóðarinnar, einkum þegar gera þarf upp skuldir með auðlindum. Eða halda menn að það sé tilviljun að systurflokkar Samfylkingarinnar á Norðurlöndunum skuli hafa tekið upp mjög eindregna afstöðu með Bretum og Hollendingum?
Ögmundur Jónasson hefur tekið skýra afstöðu með íslenskum almenningi í þessum hráskinnaleik.
Gegn hagsmunum Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Snyrtir og bartskeri í seðlabankanum
Föstudagur, 29. janúar 2010
Það er ekki einleikið hvað þjónustulund seðlabankasnyrtisins er mikil við samfylkingakonur. Karlarnir verð að láta sér nægja að fá rakstur í anddyrinu!
Gráta ekki granirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tíminn vinnur með Íslandi
Sunnudagur, 24. janúar 2010
Nú verða íslensk stjórnvöld að sýna þolinmæði, okkur liggur ekkert á að koma næstu kynslóðum í óleysanlegan skuldavanda. Það er nóg komið af handarbakavinnubrögðum og kæruleysi eins og hjá Svavari Gestssyni, sem kom með þrælasamning af því að hann nennti ekki að standa í þessu lengur, eins og hann sagði sjálfur. Stór hluti ríkisstjórnarinnar nennir þessu ekki heldur því hún er með allan hugann við að koma landinu inn í Evrópusambandið
Aðalatriðið er það að ef þjóðaratkvæðagreiðslan vinnst með miklum mun batnar samningsaðstaða Íslands verulega.
Erlent ríki kannar sáttagrundvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jóhanna grætur við stekkinn
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Formaður Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir grætur hástöfum við ESB stekkinní bréfi sembirtist í hennar nafni í hollenska blaðinu Het Financieele Dagblad. Hún lofar að Íslendingar muni borga sama hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunar verða.
Icesave-deilan má ekki skaða langtíma samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða aðildarferlið að Evrópusambandinu," segir Jóhanna. En þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er jafnframt forsætisráðherra er hætta á að áhugi Samfylkingarinnar stórskaði samningsstöðu Íslands gagnvart Æsseif.
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ný Feisbókarsíða gegn mútuþegum og spillingu
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Helga Guðrún Eiríksdóttir, sem stýrir stuðningsmannasíðu forseta Íslands, hefur nú opnað nýja baráttusíðu til stuðnings Ólafi F Magnússyni geng mútuþegum
Áhugaverðar síður
ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frumort kvæði Ólafs um Hönnu Birnu
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Gírug í ferðir, gráðug í fé
'Ólafur flutti frumort kvæði sitt um foringja sjálfstæðismanna í borginni við rapp og bjölluhljóm Vilhjálms Vilhjálmssonar í fyrstu. En eftir að undirleik lauk flutti skáldið hið dýra kvæði af myndugleika ótruflaður:
Gírug í ferðir, gráðug í fé
Grandvör hvorki er hún né
Gætir hófs í gerðum sínum
Gjafir fær frá banka fínum
Auðmjúk er við auðvalds fætur
Ávallt að þess vilja lætur
Velferð viljug niður sker
Víða hnífinn fína ber
Sjaldnast nálægt sjálfri sér
Sárt í annars bakið fer
Laugaveg, flugvöll láttu kjurrt
lata Hanna farðu burt
í Valhöll heim að vefja þráð
með vinum þínum í síð og bráð.
Ólafur víttur á borgarstjórnarfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt 21.1.2010 kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Samningsaðstaðan batnar
Þriðjudagur, 19. janúar 2010
Lagaleg staða Íslands er góð en stjórnvöld hafa ekki komið því á framfæri erlendis. Eftir glæsilega innkomu forsetans og Evu Joly hefur orðið viðsnúningur. Það væri því rangt að semja núna.
Góð og afgerandi úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslunni mun styrkja samningsstöðu Íslands.
Engar viðræðuóskir frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)