Færsluflokkur: Menntun og skóli
Gleðikona verður afturbatapíka! Enn gerast undur og stórmerki.
Sunnudagur, 2. mars 2008
Þau gleðilegu tíðindi hafa nú borist að þingflokkur framsóknarmanna, undir forystu Guðna Ágústsonar hefur lagt fram stjórnskipunarfrumvarp um breytingu á stjórnarskrá sjá hér .
Þetta þykir tíðindum sæta þar sem fyrrverandi formaður sama flokk, varði drjúgum hluta starfsævi sinnar og kröftum flokksins við að reyna að koma helstu auðlind Íslendinga, fiskveiðiauðlindinni í hendur einkaaðila. Svo sannfærður var hann um ágæti þessa að hann lét það ekki trufla sig þó honum væri bent á að það orkaði tvímælis að fjölskylda hans og hann sjálfur hagnaðist á stjórnarathöfnum hans sjálfs. En nú boðar Guðni betri tíð.
Umdeilt var þegar Jeltsín kom olíulindum í hendur vina og velþóknanlegra.
Til hamingju valsmenn!
Laugardagur, 1. mars 2008
Valur var rétt í þessu að ná bikarmeistaratitli í meistaraflokki karla í handbolta í sjötta sinn á s.l. ellefu árum í hörkuleik gegn Fram sem þeir unnu 30:26
Frammarar hafa sjaldan verið betri en einmitt núna og því spáðu flestir þeim sigri. Þeir virtust samt ekki vera alveg tilbúnir í fyrri hálfleik. Að mínu mati byggðist sigurinn á liðsheildinni, þéttri og ákafri vörn, útsjónasemi Sigfúsar í sókninni og síðast en ekki síst frábærri markvörslu. Frammarar gáfust ekki upp og áttu góðan seinni hálfleik bæði í sókn og vörn en sendingarnar hefðu mátt vera betri.
Til hamingju.
Úr 5 í 9% Borgarstjórnin hefur verk að vinna
Föstudagur, 29. febrúar 2008
Aðeins 9% borgarbúa bera traust til borgarstjórnarinnar af þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun Gallup en í upphafi síðustu valdaskipta mældist traustið einungis 5%. Ekki er tekið fram hvort átt er við meiri- eða minnihluta borgarstjórnar.
Ljóst er að borgarfulltrúar eiga verk að vinna að endurheimta traust borgarbúa. Eini borgarfulltrúinn sem blandaðist ekki með einhverjum hætti í REI klúðrið var Ólafur F. Magnússon enda var hann í veikindaleyfi á þeim tíma.
Hann hefur einsett sér að vinna traust borgarbúa með því að láta gott af sér leiða og verkin tala. Ég treysti honum til þess.
![]() |
Aðeins 9% treysta borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |