Gleðikona verður afturbatapíka! Enn gerast undur og stórmerki.

Þau gleðilegu tíðindi hafa nú borist að þingflokkur framsóknarmanna, undir forystu Guðna Ágústsonar hefur lagt fram stjórnskipunarfrumvarp um breytingu á stjórnarskrá sjá _40722617_asgrim  hér .

 Þetta þykir tíðindum sæta þar sem fyrrverandi formaður sama flokk, varði drjúgum hluta starfsævi sinnar og kröftum flokksins við að reyna að koma helstu auðlind Íslendinga, fiskveiðiauðlindinni í hendur einkaaðila. Svo sannfærður var hann um ágæti þessa að hann lét það ekki trufla sig þó honum væri bent á að það orkaði tvímælis að fjölskylda hans og hann sjálfur hagnaðist á stjórnarathöfnum hans sjálfs.  En nú boðar Guðni betri tíð.

 

yeltsin Umdeilt var þegar Jeltsín kom olíulindum í hendur vina og velþóknanlegra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já við ættum aldrei að gleyma gjörðum Halldórs Ásgrímssonar og hans nóta.  og heldur ekki hlut sjálfstæðismanna í þeim gjörningum.  Það þarf að minna fólk á þetta með reglulegu millibili, vegna þess að flestir hafa gullfiskaminn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Jens Guð

  Ég er algjörlega sammála Ásthildi. 

Jens Guð, 2.3.2008 kl. 17:11

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn. Þori ekki að blogga meira hérna, fæ sennilega kæru.  Þú fannst frekar góða mynd af Halldóri Ásgrímssyni frá Vopnafirði.Flott hjá þér að hafa mynd af þeim félögum saman Halldóri og Jeltsín.  Það sem ég set innan sviga verður vonandi ekki kært

(Framsóknarflokkurinn = Afturhaldsflokkurinn = Misstakaflokkurinn) Frjálslyndarfriðarkveðjur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:36

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sæll Sigurður.

Fínt blogg hjá þér eins og við var að búast. Kv. Nilli.

Níels A. Ársælsson., 2.3.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur öllum fyrir að líta við. Varðandi þetta segi ég að batnandi mönnum er best að lifa. Ef mennirnir sem undanfarna áratugi hafa unnið hörðum höndum að því að koma þjóðarauðlindinni úr eigu landsmanna eru allir sem einn að sjá að sér, þá fagna ég því.  Ef þetta er hinsvegar sjónarspil þá verður hlutur þeirra ekki betri.

Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Jens Guð

Siggi,  þú heldur áfram að fljúga upp listann yfir vinsælustu bloggin.  Núna ertu kominn í 131.  sæti eftir innan við vikulegt blogg - af 13.000 bloggum.  Það er stutt í að þú blandir þér í toppsætin.  Enda bloggið þitt sérlega skemmtilegt.

Jens Guð, 3.3.2008 kl. 00:11

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þetta Jens ágæti vinur minn.

Sigurður Þórðarson, 3.3.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband