Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Dýralæknir nokkur rannsakaði garnir úr veturgömlum sauð

og við lauslega skoðun garnanna virtist sem kreppan yrði dýpst árið 2009. En það er mikið vandaverk að lesa í garnir, einkum sauðagarnir.  Öldruð kona sagði mér að ef vel ætti að vera þyrfti að fletta görnunum og skoða þær að innanverðu. væri það gert kæmi í ljós að lánin big-ArniMMathiesenI4Y1715___jpg_550x400_q95 eru afborganalaus næstu þrjú árin (fram yfir ætlað kjörtímabil) og ennfremur sæist að við þurfum að borga vexti strax árið 2011.  Þetta yfirsást dýralækninum, sem á sér fullkomlega eðlilega skýringu, Enda sjást þessu atriði naumast í þeim hluta garnanna sem dýralæknirinn skoðaði. Vandi ríkisstjórnarinnar felst m.a. í því að þar á bæ kann enginn að lesa í garnir svo vel sé, ekki einu sinni dýralæknirinn. Þess vegna lagði minnihluti fjárlaganefndar það til að fluttur yrði inn grænlenskur dýralæknir

Genablöndun manna, hesta og kinda = ?

Otto Jespersen, heldur því fram að að Íslendingar séu afsprengi genablöndunar  sauðfjár, hesta og manna. Þar sé komin skýringin á því hvers vegna Íslendingar hafi komið sér í þetta ótrúlega skuldafen. Fyrir stuttu sagði frægur bandarískur hagfræðingur að ólíklegt væri að fólk sem valið væri með slembiúrtaki úr símaskrá gæti klúðrað fjármálum þjóðarinnar jafn illa og stjórnvöld.  Líklega hefur hann ekki vitað að þjóðin er afsprengi genasplæsingar úr sauðfé, hestum og mönnum.300px-Basic_human_anatomy_labeled sheepman Horseman
mbl.is Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærar fréttir fyrir þjóðarbúið

Fyrst koma þörungarnir, átan sem er númer tvö í keðjunni er fæða uppsjávarfiska og ef hana brestur hverfur síldin og loðnan, sem keppast við hvali um þessa fæðu. Mikil áta er ávísun á betra fæðuframboð og meiri lífmassa í hafinu.sulan_ea
mbl.is Mikil áta í kringum landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarleg ofveiði á hrefnu!

Nei, auðvitað er fyrirsögnin tóm vitleysa og vonandi eru sérfræðingar að átta sig á því að sveiflur verða í hafinu af öðrum orsökum en veiði og því ber ekki að skrifa öll dánarvottorð eins.  Staðreyndin er sú að við veiddum ekki nema örfár hrefnur í fyrra eins og flestir vita.  Hitt er annað mál að ef  hér á landi væru villtir úlfar í svo margir að bændur sem rækju fé á fjall þættust góðir ef heimturnar yrðu 10% að hausti myndu þeir gráta krókódílatárum yfir því ef einhver fækkun yrði í úlfastofninum.                                           nordursigling_hrefna_spordur_17

 

 

Hafa ber í huga að hvalatalning er ekki sambærileg manntali. 


mbl.is Hrefnu fækkar á landgrunninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innspýting í hagkerfið

Hvað sem mönnum kann að þykja um samfélags-eða umhverfisáhrif af væntanlegu álveri í Helguvík er ljóst að það verður lyftistöng fyrir atvinnulífið og mikil innspýting fyrir allt hagkerfið eftir að reikna má með að það hafi kólnað á næsta ári. Ég vona að raforkusamningarnir séu hagkvæmir fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og hitaveitu Suðurnesja.  Þessar  fréttir hamla jafnframt gegn  frekari falli krónunnar. helguvik-99-26287
mbl.is Áætlaður kostnaður við Helguvík 60-70 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Árni Johns um þetta?

c_arnijohnsen
Nú þegar Árni M. Mathisen er að hverfa úr pólitíkinni liggur fyrir að Árni Johns verður oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og væntanlegt ráðherraefni.  Þá er vandséð hvernig flokkurinn getur staðið gegn kröfum  Árna sem þekkir betur til jarðgangnagerðar en flestir.xd_falki

med_ArniMMathiesen-_I4Y1715


mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða Íslendingar settir á listann?

Það liggur beint við að álykta að yfirlýsing David Petraeus yfirmanns Bandaríkjahers, sé upptaktur að nýrri innrás í Íran.  Þessa yfirlýsingu verður  að lesa í samhengi við að  Bandaríkjamenn handtóku  íranska diplómata  og  Íranir handtóku  breska sjóliða sem þeir sögðu hafa farið inn fyrir landamæri sín.  Diplómatísk samskipti  eru við frostmark enda  kallaði  Bush  Iran eitt  þriggja  "Öxulvelda  Hins Illa"
Nú er fróðlegt að vita hvort  Ísland verður sett á lista  yfir innrásarþjóðir verði slíkur listi gerður?r173622_656566


mbl.is Segir Írana bera ábyrgð á árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnam Morgunblaðið siðareglurnar?

mdmaecstasy Eins og alþjóð veit kynnti Morgunblaðið á dögunum splunkunýjar siðareglur sem gengu út að ekki mætti segja frá þjóðerni eða uppruna  grunaðra eða dæmdra brotamananna.  Mörgum  þótti þessi nýja sjálfsritskoðun undarleg  ennfremur töldu aðrir að slík þöggun gæti leitt til leitt til óþarfa fordóma. Nú skömmu síðar greinir Morgunblaðið skilmerkilega frá þjóðerni manns sem kærður var fyrir brot gegn valdstjórninni  og ofbeldi gagnvar lögreglu hafi verið handtekinn  með  með nokkurt magn fíkniefna. Ég er sammála Morgunblaðinu í því að afnema þessa skrýtnu siðareglu.  Ef farið væri út í ystu æsar mætti ekki segja jákvæðar fréttir t.d. að tiltekinn hópur "erlendra aðila" væri löghlýðin, því þá gæti einhver gagnályktað að einhverjir aðrir höguðu sér verr, sem er væntanlega rökrétt. Ef vandamál eru til staðar verða þau ekki leyst með því að setja upp eyrnahlífar og svellþykk sólgleraugu. Persónulega er ég á móti ritskoðun eða fréttasíu, ef slík takmörkun á frétta ætti að hafa áhrif til að breyta eða viðhalda einhverri "æskilegri" skoðun þyrfti slík takmörkun að vera alger.  Ritskoðun hluta fjölmiðla er vanhugsuð aðgerð sem mun væntanlega hafa áhrif í aðra átt en ætlast er til.
mbl.is Maður sem sló lögreglumann tekinn með fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensku bankarnir fá öflugan stuðning

Braking News sem taka upp hanskann fyrir íslenska banka, með því að gefa þeim þá einkunn að þeir séu tiltölulega öruggur fjárfestingakostur, njóta virðingar innan fjármálageirans um víða veröld.  Þeir eru með 27 blaðamenn sem eru sérhæfðir í helstu verðbréfamörkuðum Ameríku og Evrópu. Áskrifendur af vegreinum þeirra eru 15000 leiðandi atvinnufjárfestar um víða veröld. Áhrif veftímaritsins eru þó miklu meiri. Búast má við að þessi jákvæða umfjöllun hafi veruleg áhrifmone8


mbl.is Íslensku bankarnir ekki slæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Bin Laden í Wasington?

Bin Laden og Bush eiga margt sameiginlegt. Báðir eru þeir trúarofstækismenn.  Báðir telja þeir sig vera handgengna Guði og að þeir fari með vald hans hér á jörðu. Báðir trúa þeir á heilagt stríð og svo mætti lengi telja. Margir telja að þeir kumpánar séu í raun kunningjar og allt ófriðartal þeirra sé í raun ekkert annað sýndarmennska. Nýlega barst mér í hendur mynd sem virðist einmitt  sanna þetta og að  Bin Laden komi fram  fyrir hönd félaga síns  Herra Bush. Aðrar heimildir herma að Bush bergði sér og í gerfi Bin Laden, sem sé hættur að hafa gaman af þessum ærslalátum Bush. bush_taliban1-793186 president_bin_laden


mbl.is Ný upptaka með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband