Ágústi ýtt út í kuldann
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Ingibjörg Sólrún er greinilega að herða tökin. Ágúst Ólafur naut ekki stuðnings hennar og hefur í nú verið ýtt út í kuldann eftir að hafa að hennar mati talað ógætilega meðan hún var á skurðarborðinu. En þá má spyrja: Til hvers eru varaformenn? Átti öll Samfylkingin að fara í veikindafrí á sama tíma og formaðurinn leitaði sér lækninga. Á flokkurinn að leggjast í bælið ef formaðurinn fær hita?
Ágúst Ólafur mun skv. meðfylgjandi frétt hætta þingmennsku að loknum kosningum í vor.
![]() |
Ágúst Ólafur hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg skilaði góðu dagsverki
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
![]() |
Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Davíð Oddsson felldi ríksstjórnina
Mánudagur, 26. janúar 2009
Í samtölum við ráðherra og þingmenn Samfylkingarinnar kemur ítrekað fram það það hafi steytt á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið tilbúinn til að láta Davíð fara eða stokka upp í seðlabankastjórninni eins og það er orðað.
Vinirnir stóðu saman
![]() |
Samfylkingin ekki starfhæf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar halda áfram að meika það í útlöndum!
Mánudagur, 26. janúar 2009
Íslendingar eru alltaf að slá í gegn. Núna var Guardian að útnefna okkar mann Geir Haarde í hóp 25 manna í heiminum sem ber ábyrgð á efnahagskreppunni. Þessi tilnefning er lítt umdeild því Geir er ekki bara forsætisráðherra heldur var hann fjármála- og einkavæðingarráðherra þegar bönkunum var ráðstafað til manna með sambönd í flokkana. Af sinni alkunnu hógværð ánafnaði Geir erlendum aðilum þennan heiður.
Rússar undir forystu Jeltsíns gerðu t.d. ekki síður mistök í einkavæðingu en Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs og Geirs.
![]() |
Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Seðlabankinn kallar yfir sig mótmæli
Mánudagur, 26. janúar 2009
![]() |
Mótmælt við Seðlabankann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lifir ríkisstjórnin í skjóli veikinda?
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Mér er eiginlega þvert um geð að taka það fram, sem öllum á að vera ljóst að allt ærlegt fólk óskar veiku fólki skjóts og góðs bata, en ég geri það samt, bæði af því að ég geri það af heilum hug og til að forða misskilningi. Það er alveg makalaust að lesa allar þær mærðarlegu bloggfærslur sem lúta að heilsu tveggja stjórnmálamana. Oftast er þetta gert til að koma að gagnrýni á þá einstaklinga, einkum þingmenn sem vilja slíta stjórninni. Af handahófi vel ég tvær færslur hér er talað um tillitsleysi og hér
er varaformaðurinn sakaður um "uppreisn gegn formanninum á sjúkrabeði sem sögð er vera ósmekkleg." Það er kunnara en frá þurfi að segja að núverandi ríkisstjórn er sú óvinsælasta á lýðveldistímanum og hún ríkir í óþökk meirihluta þjóðarinnar og þingmanna sem eru beittir þrýstingi og flokksaga. Á slík ríkisstjórn að að lifa í skjóli í skjóli veikinda tveggja einstaklinga? Er þetta virkilega ígrunduð skoðun ykkar stjórnarsinna?
![]() |
Útilokum ekki breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.1.2009 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Báðir hóparnir mótmæla eignaspjöllum
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Á Íslandi hefur um nokkra hríð ríkt spilling og siðleysi með þeim afleiðingum að Íslendingar eru langskuldugasta þjóð veraldar. Flestir hagfræðingar eru sammála um að allt hafi þetta byrjað með kvótakerfinu. Allir mótmælendur eiga það sameiginlegt að mótmæla eignaspjöllum. Stærstu mótmælin eru auðvitað mótmæli almennings gagnvart þeim stjórnvöldum sem hafa gert Ísland gjaldþrota hvort sem það hefur verið gert með vilja eða fyrir gáleysi. Þau mótmæli hafa góðu heilli farið ótrúlega friðsamlega fram og er það vel. Á því eru nokkrar undantekningar og full ástaða er til að mótmæla þeim líka og koma í veg fyrir að slík mistök endurtaki sig. Það er örugglega best gert með öflugri og virkri samvinnu lögreglu og forystu mótmælenda. Þess sjást nú merki að mótmælin séu byrjuð að skila sér en vel að merkja ekki fyrr en meiri harka hljóp í þau, hvort sem menn flokka það sem tilviljun eða ekki. Þannig virðist hik komið á stjórnvöld að afskrifa skuldir velþóknanlegra. Ennfremur hafa flestir fallist á kosningar og einn ráðherra hefur sagt af sér. Fregnir eru af að hundruð og jafnvel þúsundir milljarða af illa fengnu fé hafi með vitund stjórnvalda verið flutt í öruggt skattaskjól. Þetta er útilokað að rannsaka nema ný stjórnvöld komi að málum.
Burt með spillingaliðið hvar í flokki sem það stendur.
Áfram Ísland
Ráðsmaður í seðlabankanum fylgist áhugasamur með mótmælum.
![]() |
Mótmælt á tveimur stöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Seðlabankinn storkar mótmælendum
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Seðlabankinn virðist nota hvert tækifæri til að ögra mótmælendum og reyna að efna til átaka, nú síðast með því að ætla að halda árshátíð á Hilton Nordica við Suðurlandsbraut, sem er fjölfarin umferðargata þar sem hætta getur skapast.. Mótmælendur fóru eftir að hafa gengið úr skugga um að árshátíðin hefði örugglega verið blásin af.
![]() |
Mótmælum hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Víkingasveit Seðlabankans mætt
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Þeim sem þetta ritar hefur borist til eyrna að hinn viðskotailli hagfræðingur seðlabankans, Ólafur Klemensson sé mættur á svæðið. Ólafur hefur áður sýnt að hann er til alls líklegur og því má allt eins búast við tíðindum í nótt.
Ólafur Klemensson í vígahug
![]() |
Fjölgar í mótmælendahópi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ingibjörg reið séra Karli V. og kúskaði sveitavarginn.
Laugardagur, 24. janúar 2009
Erlendir sérfræðingar hafa bent á það að trúverðugleiki Íslands og þar með vaxtakjör muni batna verði skipt um ríkisstjórn. Kannski að það sé ásamt vaxandi þrýstingi í samfélaginu þess valdandi að mikil ókyrrð er í Samfylkingunni varðandi stjórnarsamstarfið..Ágreiningurinn er orðinn svo augljós að honum verður ekki leynt. Ingibjörg Sólrún er ein þeirra sem vill ríghalda í samstarfið við Geir sem hún kyssti svo innilega á Þingvöllum fyrir 18 mánuðum síðan. Gegn þessu standa 12 þingmenn af 18 þ.m.t 2 ráðherrar ásamt varaformanni flokksins, studd af m.a.samfylkingarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Auðveldara virðist fyrir Ingibjörgu að kúska sveitavarginn, með nokkrum undantekningum. Þannig lagði séra Karl Matthíasson til að 30.000 tonna kvótaaukningin rynni til þjóðarinnar en ekki til kvótagreifanna. Hermt er að Ingibjörg sér Karli afar reið fyrir tiltækið.
![]() |
Meiri biðlund á landsbyggðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)