"Löglegt en siðlaust"

Forseti Íslands hefur tvisvar sent lög sem samþykkt voru á alþingi við Austurvelli til þjóðarinnar sem hafnaði þeim með afgerandi hætti. Með þessu beindi þjóðin málinu í réttláta dómsmeðferð.

Fulltrúalýðræðið er augljóslega stórgallað eins og best hefur komið fram í vanhelgu bandalagi stjórnmála- fjölmiðlunar og atvinnulífs. Það er nokkuð ljóst að kvótakerfi, einhverskonar lénskipulag, í sjávarútvegi hefði ekki verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í þessu samhengi er umhugsunarefni að mikill meirihluti stjórnmálastéttarinnar skuli enn og aftur hugleiða lagaklæki til að sniðganga skýran vilja þjóðaratkvðagreiðslu um Æsseif.


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski þarf ISG að yfirgefa Afganistan?

Allt stefnir í óefni, því talið er að ef Bretar kalli herinn heim muni Talibanar fljótt ná völdum aftur.
mbl.is Yfirgáfu herflugvöll í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýst eftir atkvæðum fyrir erfðaprins

Nú liggur fyrir að Fjórflokkurinn mun bjóða fram klofið, því einn að ástsælustu erfðaprinsum hans hefur tekið höndum saman við Besta flokkinn. Þetta gums auglýsir nú eftir nafni, stefnu, stuðningsmönnum og frambjóðendum.  Gumsið er samt ekki alveg stefnulaust því það vill allskyns grín t.d. ganga í Evrópusambandið sem þó er ekki beinlínis grín. Grænn hagvöxtur og sjálfbær hagkvæmni er forystumönunum hugleikin en en mestu skiptir þó að kjósendur styðji flokkinn svo  frambjóðendur komist á þing.
mbl.is Nýtt fólk meldar sig daglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn dýralæknirinn enn!

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins styður Samfylkinguna í því að Ísland eigi að gefa eftir í makrílviðræðum við Evrópusambandið. Makrílinn er nýr í íslenskri lögsögu og ryksugar upp seiði enda kemur hann grindhoraður inn í landhelgina í ætisleit. Evrópusambandinu finnst sjálfsagt að Íslendingar fóðri makrílinn og þangað til hann er orðinn spikaður en hann nífalda þyngd sína af smáum fiski í yfirborðinu. Meðan Ísland er sjálfstætt ræður það yfir lögsögu sinni.

Það er samt ágætt að einhverjir þingmenn hafi vit á rollum og hrossum. 


mbl.is Ráðherra mæti á fund um makrílviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband