Þjóðin verður að útkljá þetta mál með atkvæðagreiðslu

crop_500xÖgmundur gerir afar vandaða úttekt á Æsseif málinu á heimasíðu sinni. Hann segir hugsanlegt að Íslendingar geti borgað Æsseif en spyr hvað það myndi kosta. Jafnvel þó það takist þa´er spurning hvort það myndi ekki þýða fórnir á náttúrunni og grunnstoðum þjóðfélagsins.  Mikill vafi leikur á að Bretar og Hollendingar eigi nokkurn lagalegan rétt á að þjóðin borgi. Það er líka siðferðilega rangt að kynslóðir framtíðarinnar líði skort og þurfi að afsala auðlindunum til lands og sjávar fyrir kæruleysi örfárra einkaaðila. 

Ef einhvertíma hefur verið réttlætanlegt að setja eitthvað mál í  þjóðaratkvæði þá er það þetta mál. Ef þjóðin er nógu góð til að borga þá er hún líka nógu góð til að segja sitt álit.


mbl.is Ögmundur: Tafir á Alþingi þjóna engum tilgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Hann er makalaus hann Ögmundur maður á ekki orð yfir ruglinu í honum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.12.2009 kl. 13:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það þyrfti að tengja ykkur við afruglara svo þið skiljið hvort annað, því þið eruð ekki á sama fasa.  Sjálfur þarf ég afruglara til að skilja fólk sem er tilbúið til að ofurselja komandi kynslóðir sinnar eigin þjóðar í örbyrgð og allsleysi af því að það langar svo mikið í einhvern Evrópuklúbb í Brussel.

Sigurður Þórðarson, 17.12.2009 kl. 13:53

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég var að rekast á úttekt Ögmundar og hún er vönduð, eins og þú segir Sigurður. Hins vegar er niðurstaða hans fádæma heimskuleg. Hann segir:

Ergo: Frekari tafir á Alþingi þjóna engum sýnilegum tilgangi.

Þetta er eins rangt og það getur verið, vegna þess að staðan er að breytast daglega. Hún er stöðugt að breytast okkur í hag. Nú er orðið ljóst að við megum ekki veita ríkisábyrgð á Icesave-reikningunum. Nú er orðið ljóst að nýlenduveldin báru alla ábyrgð á rekstri Landsbankans.

Einnig eru þessar staðreyndir farnar að berast út fyrir landsteinana. Hugsanlega hefur þess vegna losnað um lánveitingarnar sem ríkisstjórnin telur sig þurfa á að halda. Staða okkar er stöðugt að batna, en Ögmundur vill hraða málinu ?? Hvað gengur manninum til ??

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.12.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband