"Spánverjar vilja sanngjarnan hlut við Íslandsmið"

ossur_skarphedinssonRíkisstjórnin var ekki fyrr búin að senda inn umsókn í ESB en spánski utanríkisráðherrann fagnaði og sagði að Spánverjar vildu fá "sinn sanngjarna hlut við Íslandsmið"

Þessu mótmæltu íslensk stjórnvöld ekki enda er mjög gaman hjá Össuri núna.


mbl.is Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Var að horfa á Silfur Egils, á netinu.

Ég held að það sé rétt, að ekki sé séns að hlutirnir gangi upp, eins og einn viðmælandinn orðaði það, og plan ríkisstjórnarinnar sé að ESB reddi okkur.

Með öðrum orðum, einhvers konar "free ride" sé hugmyndin.

En, margoft hefur komið fram í tali Samfó liða, draumurinn um að ESB - nánar tiltekið Seðlabanki þess - veiti krónunni stuðning. 

Fræðilega, gæti verið hægt að fá, svipaðann stuðning og gildir í ERM II - þ.e. +/-15% vikmörk.

Sjálfsagt, er þá draumurinn, að losa um Krónubréfin, og síðan láta ECB (European Central Bank) borga fyrir það að stærstum hluta).

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.11.2009 kl. 14:05

2 identicon

Hversu oft þarf að endurtaka þessa staðreynd. Spánverjar fá ekki neinar fiskveiðiheimildir í íslenskri lögsögu. Það einfaldlega gerist ekki. Enda hafa spánverjar ekki neina veiðireynslu, eða tilkall til þess að veiða í íslenskri lögsögu.

Annars eru íslendingar með fiskveiðisamning við ESB og hafa verið með þann samningin síðan 1993, sjá þann samning hérna.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Einar og takk fyrir athugasemdina. Ódýrasta lausnin til að losna við Jöklabréfin er að láta krónuna falla en þá þarf líka að lækka styrivesti. Þa' vill AGS ekki því þeir passa sína menn.

Þakka þer fyrir innlitið Jón Frímann.  Ég ætla að benda þér á í fullri vinsemd að svona léttvægar athugasemdir eins og þú dreifir er tæplega brúklegar innan um sanntrúaða samfylkingarmenn. 

Sigurður Þórðarson, 22.11.2009 kl. 17:06

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já - þ.e. ódýrara að láta þau fara, án þess að verja gengið falli. En, ekki áhættulaust einnig, þ.s. eftir allt saman þá er ekki vitað, akkúrat hvað rétt jafnvægisgengi er við núverandi aðstæður.

Mín tilfinning er, að það falli um 30-40%, en nái sér svo aftur þannig að gengið staðnæmist cirka 15-20% neðan við núverandi gengi. 

En, kosturinn er að þá er hægt að afnema alveg gjaldeyrishöft.

Hægt væri að koma í veg fyrir hækkun verðtryggðra lána, með því að taka vísitöluna úr sambandi tímabundið. Því, ætti ekki að fylgja gríðarleg áhætta, svo fremi sem þ.e. rétt, að jafnvægisgengi sé ekki fjarri núverandi gengi.

 Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.11.2009 kl. 18:34

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Ef við ætlum að láta Jöklabréfin hverfa má einmitt ekki taka víxlaverkanir úr sambandi. Þannig myndi stærsti vandinn hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Sigurður Þórðarson, 22.11.2009 kl. 20:44

6 Smámynd: Benedikta E

Jón Frímann - Hefurðu upplýst Össur um réttleysi Spánverja á Íslandsmiðum - ef ekki þá væri þarft að þú gerðir það - þú ert svo vel að þér í ESB málefnum.

Ég gæti trúað að Össuri veitti ekkert af smá upp fræðslu. 

Benedikta E, 22.11.2009 kl. 22:46

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Benedikta góð.

Ætli Jón Frímann hafi heyrt Össur segja þetta? Einhver hefur haft þetta fyrir honum.

Össur passaði sig á að leiðrétta Spánverjana ekki enda ætlar hann inn í ESB. 

Sigurður Þórðarson, 22.11.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband