Vextirnir af Æsseif 70 milljarðar nú þegar

Nú höfum við haft jákvæðan viðskiptajöfnuð (keypt minna en við seljum) í 14 mánuði þökk sé krónunni.  Það dugar þó skammt, því ef Alþingi samþykkir Æsseif eins og það liggur fyrir þá eru bara vextirnir orðnir 70 milljarðar nú þegar. Þó við myndum stöðva bílainnflutning næstu 20 árin þá dugar það engan veginn til að halda í við vextina. Þökk sé nefndinni sem Steingrímur skipaði sem samþykkti af rausnarskap 5,5% vexti sem Bretar kröfðust en þeir taka sjálfir lán á innan við 3% vöxtum þannig að þetta er stórgróði fyrir þa´ef Íslendingar geta þá nokkurn tíma  borgað. Bretar treystu því ekki betur en svo að þeir plötuðu samninganefndina til að skrifa undir að "íslenska ríkið afsalaði sér rétti til að óska þegnum sínum griða ævarandi og óafturkallanlega".  Svavar sagðist ekki hafa nennt að hanga yfir þessu og fékk mikið lof frá Steingrími fyrir skörungsskap. 

 Hver á að fá skussaverðlaun fyrir Icesave samninginn?

Mér þætti ekki ósanngjarnt þó nokkrir deildu þessu með sér. 

Hvað finnst ykkur?c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg

 

 

jhanna_sig_og_steingrmur_2_jpg_550x400_q95


mbl.is Áfram afgangur á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hafa verðmæti útflutnings hækkað í evrum talið?

Júlíus Björnsson, 4.11.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð spuning Júlíus.  Síðast þegar ég vissi höfðu þau lækkað lítilsháttar.

 Veriðið fyrir sjávarafurðir skiptir okkur meiru þar sem hagnaðurinn af  álinu verður ekki eftir hér, nema sem raforkusala og vinnulaun.

Sigurður Þórðarson, 5.11.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrir utan það sem við getum framleitt sjálf annars margt í dag miðað við almenna menntun og tækniframfarir, þá er lokaverð sjávarafurða, landbúnaðarafurða, vatns og orku afurða, hugsmíða og allskyns sérsmíða til útflutnings það sem skiptir öllu máli. Þetta hagstjórnar módel byggir á mörgum ábyrgðarrekstrar einingum þar fjöldinn úrvalsins skiptir máli það er að markasetja á þann hluta mannkynsins um 6 milljarðar sem eru efstir í fæðukeðjunni. Gæða framleiðsla er mikið kostnaðarsamari og gerir miklu meiri kröfur til einstaklinganna sem hana ástunda. Þessi gífurlegi kostnaður er nauðsynlegur og skapar grunn fyrir gæða þjónustu geira.

Kostnaður svo sem vaxta, dóms og eftirlits og samstjórnunar  reiknast líka sem hluti Heildar innri þjóðarframleiðslu.

Því miður telja stjórnunar aðilar að vaxi hann þá fái þeir hærri þóknun persónulega sem er rétt upp að vissu marki sem byggir á skammtíma sjónarmiðum. Efling á góðu siðferði almennri ábyrgð [tekjur er settar á bak sem flestra] heldur þessum hluta þjóðartekna í lámarki. Til þess höfum við ókeypis landmæri og nóg af eftirsóttum hráefnum. Hinsvegar virðist þá sem ráða í augnblikinu þjást af nennuleysi og taka í því ljósa alltaf skásta kostinn það er þóknun fyrir að liðka  ávöxtunar möguleika fjárfesta annarra samfélaga. Animal Farm er lýsing á Íslenskum raunveruleika í dag í smáatriðum.

Svínshátturinn leynir sér ekki. 90% þjóðarinnar hefur allt aðra hagsmuni en svínin að mínu mati og hefur ekkert að gera við þeirra hagstjórnafræði eða þeirra hagstjórnar tól.

Það er óskrifuð lögleg alda gömul skipting á milli efnahagslögsagna kvað varðar samkeppni afætu fjármálageira á litla alþjóðasamfélaginu EU. Bretar eru þar í fyrsta sæti og Þjóðverjar sérhæfir í lítilli áhættu fylgja á eftir.

Eðli allra sem vilja ná langt hjá Mammon er að skynja, framkvæma og treysta. Þeir sem hafa greind til þess verða ekki dæmdir að lögum.

Íslendingar eru ekki velkomnir í samkeppni í litla Alþjóðasamfélaginu hvað varðar Fjármálstarfsemi því miður fyrir fjölmarga hagstjórnarfræðinga og aðra viðskipta aðila, t.d. stjórnmálmenn, lögfræðinga, ... og viðskiptafræðinga.

Hér þarf að byggja upp frá grunni sjálfbærni ef tryggja almanna stöðuleika og velferð. Læra af reynslunni. Þetta gera Þjóðverja og Bretar t.d. og þeirra fastakostnaðar þjóðarfarmleiðsla byggist á fólksfjölda og skorti á náttúruauðlindum.

Júlíus Björnsson, 5.11.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það mun taka okkur nokkur ár að byggja upp traust alþjóðasamfélagsins og til þess verðum við að byrja á að skipta um nöfn á því fólki sem talar fyrir Íslands hönd á erlendri grund.

Árni Gunnarsson, 6.11.2009 kl. 21:54

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð byrjun

Sigurður Þórðarson, 6.11.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband