Eiga Íslendingar að fóðra makrílinn fyrir ESB?

Sjórinn við Ísland, bæði fyrir austan og vestan land, er fullur af makríl. Síldin veiktist og loðnan flúði hlýindin herringen það sem eftir er af henni er étið af makrílnum sem fer um eins og logi um akur. Meðan makríllinn er í íslenskri lögsögu, má enginn veiða hann nema Íslendingar eða með leyfi Íslendinga. Þá háttar svo til að Íslendingar óska eftir að komast að samningaborðinu en fá ekki, því Evrópusambandið vill eiga makrílinn! Þvílík frekja og yfirgangur! Eigum við kannski bara að fóðra makrílinn fyrir þá og reka hann svo út úr lögsögunni? Gríðarleg verðmæti er um að tefla sem gætu bjargað íslensku þjóðinni frá efnahagslegum hörmungum og létt á skuldabyrðinni, þess vegna þarf sjávarútvegsráðherra að bregðast hratt við.


mbl.is Íslendingar ekki við borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband