Óformleg krafa Árna Þórs: "Mældu rétt strákur"

„Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir,“ segir Árni Þór Sigurðsson.

 Ríkisstjórnin ætlaðist til þess að  Seðlabankinn veitti jákvæða umsög um Icesave samninginn og því var yfirlögfræðingi bankans falið að draga úr  gagnrýninni , það gerði hann svona: 

"Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar."       

Þá vaknar  spurningin hvort aðallögfræðingur Seðlabankans sé sem einstaklingur að skrifa svona furðulegt bréf  í þá einstaklingsins Svavars Gestssonar og einhverra einstaklinga í ríkisstjórninni  sem kunna að vera vinir hans.

Með því að formaður utanríkisnefndar krefjist þess að litið verði á lögfræðinga Seðlabankans sem einstaklinga og haldi því fram að umsögn þeirra lykti af pólitík er hann að krefjast þess að sannleikanum verði hagrætt. Eða er Árni Þór kannski bara einstaklingur að velta óformlega vöngum yfir öðrum einstaklingum?

 

 


mbl.is Ekki formleg umsögn Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Svo má kannski bæta við:
Hver hefur setið sem seðlabankastjóri síðustu mánuði?
Hver setti hann í embættið?

Ég held að Árni Þór hafi hlaupið á sig þarna og væri maður að meiri ef hann bæði lögfræðingana afsökunar.

Haraldur Hansson, 14.7.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Árna sést ekki fyrir og er óformlega sem einstaklingur farinn að ýja að hreinsunum með því að taka undir orð sendiherrans um að þetta lykti af pólitík.

Sigurður Þórðarson, 14.7.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með afstöðu Árna Þórs. Er hann ekki að afhjúpa fyrirætlan VG að ganga til liðs við Samfylkinguna ? Er Árni ekki að upplýsa okkur um, að misbeita skal öllum stofnunum ríkisins til framgangs Icesave og ESB ? Sannleikanum skal haldið frá almenningi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.7.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Loftur, er VG ekki klofið í herðar niður?

Sigurður Þórðarson, 14.7.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Vinstri-Grænir eru svo sannarlega undarlegt samsafn. Þeir eru búnir að leiða til valda flokk sem ekki hefur neitt stefnumál nema afsal fullveldis þjóðarinnar. Samt hafa þeir talað fyrir þveröfugri stefnu. Ef VG væri einstaklingur væri hann talinn geð-klofi.

Spurningin er bara hverrar tegundar:

1. Stjarfageðklofi (e. catatonic)

2. Ofsóknargeðklofi (e. paranoid)

3. Disorganized geðklofi

4. Undifferentiated geðklofi

5. Residual geðklofi

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 00:30

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki ekki þessar tegundir geðklofa, kannski sem betur fer.

Hitt er líklegra að þetta hafi eitthvað með vinstri og hægri hugtökin að gera. Vinstri græn telja ef til vill ranglega að Samfylkingin standi þeim nær en Sjálfstæðisflokkurinn.  Þessir tveir flokkar unnu líka á í kosningunum.  En nú eru Vinstri græn að vakna upp við vondan draum, meðan aðrir eru ekki farnir að rumska og fljóta sofandi að feigðarósi undir forystu Steingríms.

Sigurður Þórðarson, 15.7.2009 kl. 07:10

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Heill Sigurður.

Þessi geð-klofningur VG er rannsóknarefni og skýring er líklega vandfundin. Hefði ekki sigur VG í kosningunum átt að vera þeim hvatning til að sýna stolt og standa við sitt aðal kosningamál, fullveldið ?

Sossarnir í Samfylkingunni eru bara samir við sig. Þetta er sama fólkið og skipaði raðir Alþýðuflokksins og allir þekkja sögu þess landráðaflokks. Höldum því til að haga, að Samfylkingin hlaut aumkunarverða kosningu og náði ekki einu sinni fylginu frá 2003.

Flestir hafa skilið, að innganga okkar í Evrópska efnahagssvæðið er upphaf allrar okkar ógæfu. Þar voru í forustu Jón Baldvin Hannibalsson, Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Af öllum Sossum er mikilvægast að senda þetta tríó út í hafsauga. Að fá Össuri samnings-umboð Alþingis, er eins og að fá hríðskotabyssu í hendur fjöldamorðingja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.7.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband