RUV leyfir EB áróður undir yfirskini fræðslu
Mánudagur, 13. júlí 2009
1998 - 2001
Delegation of the European Commission to Iceland and Norway
Ráðgjafi og uppýsingafulltrúi"
Efnið var greinilega kynnt sem fræðsluefni en þess ekki getið að nefndur maður hefur verið launaður erindreki EU og fulltrúi Samfylkingarinnar í evrópunefndinni.
Það sem mér finnst einkum aðfinnsluvert er ekki það að hann skuli eingöngu hafa dregið fram kosti og sleppt göllum aðildar heldur beinar rangfærslur og að enginn greinarmunur var gerður á Rómarsáttmála og tímabundnum reglum. Í besta falli mætti segja að kynningin hafi verið grunn og einhliða.
Þættirnir eru á RUV vefnum og verða gefnir út síðar. Ég hef því miður ekki tíma til að leita að þessu, allavega ekki núna.
Klækjabrögð eða nauðsyn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Bækur, Fjölmiðlar, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður, þeir eru víða sauðirnir í úlfsgærunum.
Ég hef þá tilfinningu að Alþingis "flokkurinn" sé í raun búinn að ákveða ESB aðildarumsókn en nú er verið leika leikritið og finna leiðir fyrir hvern og einn til að halda andlitinu.
Hjá þessu liði snýst þetta fyrst og fremst um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum.
Síðan verður aðildarsamningurinn þýddur og gefin út af utanríkisráðuneytinu, sennilegast þýddur af Össuri, og almenningi verður gert að kaupa hann á ensku ef að hann vill sannleikann.
Þannig fór Jón Baldvin að með EES á sínum tíma. Þá var sagt að Hjörleifur Guttormsson hefði verið eini þingmaðurinn sem hefði nennt að lesa samninginn og vitanlega var hann á móti eins og ævinlega.
Magnús Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 18:40
Jón, andstæðingar þess að Slóvenía gengi í EB voru með vel yfir 60% þrem vikum fyrir kosningar en þá tók EB áróðursmaskínan við sér og hún snéri dæminu við.
Sigurður Þórðarson, 13.7.2009 kl. 21:56
Sæll Magnús, ég velti því fyrir mér hvers vegna RÚV er misnotað með þessum hætti. Talsmenn Evrópusambandsaðildar fá að koma sjónarmiðum sínum á framfæri undir því yfirskini að um kynningu Sjónvarpsins sé að ræða, sem væri allt í lagi ef gagnstæð sjónarmið yrðu kynnt í leiðinni eða fengju eitthvert pláss. Því er ekki að heilsa þvert á móti ætlar RÚV að gefa út þessa þætti sem kynningarefni, einhverskonar skoðun RÚV eða ristjónarpistill.
Sigurður Þórðarson, 13.7.2009 kl. 22:02
Stjórnvöld hafa lengi notað Rúv til að kynna þann málstað sem hentar þeim og halda því sem ekki hentar þeim frá Rúv.
Við skulum vona að ESB málið nái ekki fram að ganga en ég er hræddur um að allar blekkingar verði notaðar sem hægt er til að fá okkur þangað inn.
Hannes, 13.7.2009 kl. 22:03
Þetta getur verið rétt Hannes.
En hvaðan koma fyrirmælin um að RÚV skuli notað grímulaust í þessu skyni?
Sigurður Þórðarson, 13.7.2009 kl. 22:52
Þetta hjá RUV þarf ekki að koma á óvart Sigurður. Ef þú manst eftir því hvernig RUV kynnti íslenskan sjávarútveg um árið, "íslenskur sjávarútvegur um aldahvörf" að mig minnir, þá var þar um harðvítugan áróður fyrir kvótakerfinu að ræða.
Stjórnvöld á verjum tíma hafa alltaf misnotað RUV, eins hafa fjölmiðlar almennt farið frjálslega með sannleikann eins og öllum ætti að vera orðið ljóst.
Magnús Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 22:52
Sigurður þetta getur ekki verið rétt þetta er rétt. Af hverju ætli stjórnvöld vilji hafa puttana í því hverjir stjórna? Ástæðan er sú að ef þeir vita að það að þeir gagnrýni það sem ekki má þá er hægt að reka þá.
Hannes, 13.7.2009 kl. 23:38
Sælir félagar Magnús og Hannes,
Líklega er maður bara svona saklaus, þetta alveg rétt, því miður
Sigurður Þórðarson, 13.7.2009 kl. 23:51
Mér finnst það nú alls ekkert óeðlilegt að láta mann sem starfað hefur sem upplýsingafulltrúi hjá sjálfu Evrópusambandinu kynna starfsemi þess.
Ég held að Rúv hafi bara verið hepnir að fá mann svo vel tengdan sambandinu til að kynna starfsemi þess. Svo er það bara þitt að velja hvort þú sért sammála sérfræðingnum eða ekki. Sjálfsagt eru skoðanir Aðalsteins ekki fullkomnar, en ég meina, hver er með fullkomnar skoðanir?
Karl Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 16:10
Karl Sigurðsson,
Mér er nákvæmlega sama hverjar skoðanir Aðalsteins eru eða hvort hann hefur yfirhöfuð einhverjar skoðanir. Kjarni málsins er sá að sé maðurinn sérfræðingur um sjávarútvegsmál, sem ég vona hans vegna að hann sé ekki, er hann jafnframt ósannindamaður.
Það er afkáralegt af RUV að draga úr hatti sínum "sérfræðing" sem heldur því fram, þvert á orð allra hagsmunaaðila í sjávarútvegi á Íslandi, að sjávarútvegurinn muni græða á inngöngu í EB og kalla það fræðsluefni.
Sigurður Þórðarson, 16.7.2009 kl. 06:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.