Athyglisvert viðtal við Svavar Gestsson

Svavar_GestssonVegna aðildar Íslands að EES vorum við skuldbundin til að leyfa Icesave.  Tryggingasjóður innlánsstofnana var líka hannaður s.k.v. evrópskum stöðlum sem við vorum skylduð til að taka upp. Sérfæðingar telja því að sökin liggi hjá Evrópusambandinu a.m.k að stærstum hluta. Í viðtali í Morgunblaðinu skömmu eftir undirritun samningsins sagði Svavar Gestsson að enginn þrýstingur hafi verið að ljúka samningum. Orðrétt sagði hann þetta: "Ég var bara orðinn leiður á að hafa þetta hangandi yfir mér" Svo hló hann.

Í máli hans kom fram að ef þetta hefði ekki verið gert upp hefði allt innistæðukerfi Evrópu hrunið. En nú þurfi menn ekki lengur að hafa áhyggjur af því.  "Við erum í rauninni að bera burt syndir heimsins, eins og sagt var um Jesú Krist" sagði aðalsamningamaður Íslands.

Hvað segja guðfræðingar um þetta?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Er þá Svavar Gests að segja að hann sjálfur sé Júdas, sem framseldi okkur til aftöku?

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.7.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Mofi

Ertu með heimildir fyrir þessu?  Þetta virkar of gróft til að geta verið satt

Mofi, 6.7.2009 kl. 22:30

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Aftakan er sem sagt krossfesting. Það þarf ekki guðfræðing til að sjá það. Böðulsháttur gamallar ráðsstjórnarsálar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 22:39

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Enginn hefur tekið á syndir heimsins nema Jesús Kristur, en það virkar á mig eins og Svavar sé orðinn kærulaus með aldrinum, ef hann lætur setningar eins og þessar útúr sér:

"Ég var bara orðinn leiður á að hafa þetta hangandi yfir mér" Svo hló hann.

Það virkar á mig eins og hann hafi ekki nennt þessu lengur og fann nógu dramatískt orðalag til þess að binda endi, á sína vinnu við þennan samning.

Sem vekur upp þá spurningu um hvort þetta hafi verið afgreitt með flýti, því sumir samningamenn nenntu þessu ekki lengur? Eða hvað?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.7.2009 kl. 23:11

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Dreif í að setja grein inná bloggið mitt sem Gunnar í Krossinum skrifaði á vef Krossins eftir að ég las greinina þína. Sjá hér

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.7.2009 kl. 23:16

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll aftur

"Ég var bara orðinn leiður á að hafa þetta hangandi yfir mér" Svo hló hann

Minnir mig á söguna í Biblíunni um rangláta dómarann:

"Þá sagði hann þeim dæmisögu um það, hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast:

"Í borg einni var dómari, sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann.

Í sömu borg var ekkja, sem kom einlægt til hans og sagði: ,Lát þú mig ná rétti á mótstöðumanni mínum.`

Það vildi hann ekki lengi vel. En að lokum sagði hann við sjálfan sig: ,Ekki óttast ég Guð að sönnu né skeyti um nokkurn mann.

En þessi ekkja lætur mig aldrei í friði. Því vil ég rétta hlut hennar, áður en hún gjörir út af við mig með nauði sínu."`

Og Drottinn mælti: "Heyrið, hvað rangláti dómarinn segir.

Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu, sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim?

Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. En mun Mannssonurinn finna trúna á jörðu, þegar hann kemur?"

Hann sagði líka dæmisögu þessa við nokkra þá er treystu því, að sjálfir væru þeir réttlátir, en fyrirlitu aðra:" Lúk. 18: 1.-9.

Guð veri með þér Siggi minn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.7.2009 kl. 23:27

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hann hlýtur að vera dæmigerður fulltrúi ES-sinnanna. Fullur að speki og guðlegum innblæstri?

Verkin dæma mennina. Tóku þeir vitann á tíma?  

Júlíus Björnsson, 6.7.2009 kl. 23:29

8 identicon

Komið þið sæl !

Rósa; hin Vopnfirzka !

Gerðu okkur öllum; þann góða greiða, að nefna ekki landeyðuna og fals predikarann í Krossinum, á nafn, hér hjá vini okkar, Sigurði.

Ekkert óáþekkir; Svavar kampavínsþambari Gestsson, og áðurnefndur Gunnar í Krossinum, gott fólk.

Sömu; andskotans hræsnararnir.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 00:42

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar Helgi

Mun ekki uppfylla ósk þína. Hér er orð fyrir þig.

"Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.

Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.

Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?

Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: ,Lát mig draga flísina úr auga þér?Og þó er bjálki í auga sjálfs þín.

Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér, og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.

Gefið ekki hundum það sem heilagt er, og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum, og þeir snúa sér við og rífa yður í sig." Matt. 7: 1.-6.

Guð veri með þér og gangi þér vel.

SHALOM/Guðskerlingin Rósa

P.s. Guðskerlingin Rósa, þetta nafn er frá þér komið og I love it.

Takk fyrir þessa frábæru nafnbót. Vopna-Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2009 kl. 01:00

10 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Rósa !

Með fullri virðingu; fyrir einhverjum tilvitnunum þínum, í gamlar skræður, sunnan úr Mið- Austurlöndum, og nágrenni, Biflíunni - í þessu tilfelli, get ég ómögulega að því gert, að hræsnarar; hvar sem þeir finnast, eru mér, sem mörgum annarra, leiðigjarnt fólk - breytir þá engu, hvort áðurnefndir; Gunnar eða Svavar eiga í hlut - eða þá aðrir.

Persónulega; hefi ég ekki lesið Biflíuna, hvar; mig tekur að syfja, strax í annarri setningu byrjunar Gamla Testamentisins - tek fram; að ritið er gagnmerkt, þó það hafi þessi áhrif á mig.

Árétta vil ég; að ég er unnandi Rétttrúnaðar kirkjunnar fornu (Austur kirkju Grikkja og Rússa - sem, margra annarra), þó,, enn hangi, formlega, í hinni út vötnuðu íslenzku Þjóðkirkju Lúthers karlsins, af einhverjum vana.

Hins vegar; hleypur mér kapp í kinn - þá; ég glugga í Eddu Snorra frænda míns Sturlusonar, hvar;  meðal annars, Gangleri, gengur til fundar, við þá Háan - Jafnháan og Þriða (Óðinn þríeinan), og spyr þá, um tilurð Heimsins - hvar sagt er frá, í Gylfaginningu. Hefi ei; gluggað í Eddu, míns ágæta frænda, síðan veturinn 1984, skömm frá að segja, en,......... kannski það komi, með ellinni, verði ég þá ekki löngu dauður, úr óþrjótandi stórreykingum, og kaffiþambi, Rósa mín. 

Tek fram; að ég vildi alls ekki, særa þitt trúaða hjarta, Rósa mín, hvar ég veit, fyrir víst - að einlægni þín og einurð, er fölskvalaus, en vona, að þú fyrirgefir mér, þó kaldranalegur sé, gagnvart þessum kumpánum, Gunnari og Svavari.

Guðskerlingar nafngiftin; kom til, af einhverri snöggri bræði minni, á sínum tíma - hverja; ég veit, að þú hafir, sökum ágæts húmors, horft yfir, hvar þú sást, í hendi þér; hversu skapstyggur ég geti verið, þó; úr mér renni reiðin skjótt - sem; Kveldúlfs frænda míns, úr Hrafnistu, og annarra forfeðra, úr þeim ranni, svo sem, alla jafna.

Með; hinum beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason         

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 01:30

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Bryndís, þú ert að læra guðfræði í HÍ og það er fróðlegt að heyra þitt álit

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 04:33

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já Halldór , ég er með heimildir fyrir þessu. ("Ísland tekur syndir heimsins" Morgunblaðið í gær)

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 04:36

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Guðsteinn, mér skilst að diplómatar vinni við að skála fyrir hinu og þessu og því fylgir viss léttúð.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 04:38

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér fyrir Rósa mín þú ert innblásin og sérð mun á réttu og röngu. Þakka þér líka fyrir tilvitnanirnar.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 04:42

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Vilhjálmur, "ráðstjórnarsál" segir þú. Maður ráðstafar ekki framtíð barna okkar af léttúð.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 04:45

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus, ég gef ekki mikið fyrir þennan "guðlega innblástur" þó menn geti slegið um sig með biblíutilvitnunum.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 04:50

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Óskar, margir af mínum allra bestu vinum eru lifandi trúað kristið fólk. Ég ber virðingu fyrir trú þeirra og mér þykir vænt um að þú gerir það líka. Trúin er heilög, hún er einkamál sem hver maður geymir í sínu hjarta. "Þótt ólík nöfn við hrópum hátt//þar hinst í kvíðans ranni// við væntum báðir sama svars//frá sama ferjumanni."

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 05:08

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Snorri Sturluson sagði oflof geta virka svona og svona. Hann er svo greindur.

Það mun nokkrir hafa komið úr Framsókn í Alþýðubandlagið í gamla daga? Ég spyr tilhvers?  

Ísland var látið velja hvort sökudólgar væru járnaðir eða taka á sig sektina?

Vandamálið er almenningur á Íslandi er svo vanur því að ríkið borgi, bara ekki ég. Nú er IMF komin í staðinn og hann lætur ekki spila með sig.  

Júlíus Björnsson, 7.7.2009 kl. 10:27

19 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við hefuðum aldrei fært út landhelgina með svona leiðtoga.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 10:46

20 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Óskar Helgi

Þú særðir mig ekki en þú skrifar um landeyðu og fals predikara og þú skrifar um að Gunnar og Svavar séu andskotans hræsnarar. Skammastu þín fullorðinn maður að nota svona viðurstyggileg orð  um menn sem þú þekkir ekki. Ég þekki Gunnar og ég veit að hann er hvorki landeyða né hræsnari en þeir sem nota svona nöfn á aðra ættu að kíkja í eigin barm og að lokum: MARGUR HELDUR MIG SIG.

Hvernig getur þú dæmt og dæmt um predikanir Gunnars ef þú hefur ekki lesið Biblíuna vesalings maður?

Guð veri með þér og drífðu þig í að lesa Biblíuna.

Hlakka til að heyra í þér þegar þú ert búinn að lesa Biblíuna og ert orðinn almennilegur Jesúíti og orðinn trúbróðir minn. Amen = Verði svo.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2009 kl. 10:51

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rósa þér getur ekki verið alvara að gera Óskar Helga að Jesúíta!

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 11:00

22 Smámynd: Grétar Mar Jónsson

Já Sigurður við hefðum ekki fært út landhelgina nema vegna þess að menn nenntu og voru tilbúnir til að takast á við Alþjóðasamfélagið. Þeir menn sem stóðu í Landhelgisstríðunum fyrir okkar hönd báru hag þjóðarinnar fyrir brjósti en voru ekki að hugsa um eign vegtyllur eða hagsmuni fárra.

Grétar Mar Jónsson, 7.7.2009 kl. 11:34

23 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er innilega sammála þér í þessu Grétar.

Ég vildi að við ættum slíka leiðtoga núna. 

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 11:37

24 Smámynd: Mofi

Þetta er smánarblettur á Svavari... hann hefur kannski eitthvað til að verja sig með en þetta lítur hræðilega út.

Varðandi að ekki dæma eða gagnrýna þá gerði ég grein um þannig pælingar, sjá: Þú átt ekki að gagnrýna!

Mofi, 7.7.2009 kl. 12:19

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Halldór, er hann ekki bara búin að vera svo lengi í vernduðu umhverfi utanríksþjónustunnar?

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 13:56

26 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Vildi byrja á; að þakka þarft innslag, Grétars Mar, í umræðuna, sem oftar.

Sigurður ! 

Þakka þér; viðleitni þína, að reyna að koma ró nokkuri, á trúkonuna Rósu.

Jah; hvílíkt og annað eins; hvað hún espar sig upp, blessunin, að þarflausu.

Rósa ! 

Ég stend; við hvert orða minna, gagnvart þeim Gunnari og Svavari, þó það nú væri - enda; báðir unnið til þess, hvor á sinn máta.

Við skulum: hafa trúar þanka okkar, hvert fyrir sig, Rósa mín, eða,.... viltu að ég snúi þér, til Hindúa trúar, eða hvað ?

Ættir þú þá ekki; að lesa Veda bækurnar, og hálfsofna yfir þeim jafnvel - ef þú telur þig geta ætlast til, að ég lesi Biflíuna, fyrir hverri, ég hefi hvorki áhuga, né þol til.

Gaman væri; að geta boðið þér, í sígarettu og kaffispjall, Rósa mín, svona við tækifæri, og athuga - hvort þú kynnir ekki, að hafa skemmti legri viðfangsefni, upp á að hlaupa, en hin marg þvældu trúarbrögð - þessa Heims okkar.

MeðM hinum allra beztu kveðjum, sem áður og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 15:43

27 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn

Jú ég vil endilega gera Óskar Helga að Jesúíta   Ég er hér heima á Vopnafirði pollróleg en Óskar Helgi fullyrðir að ég sé að espa mig.

Ég reyki ekki og drekk sjaldan kaffi svo ég ætla að afþakka þetta boð þitt Óskar Helgi.

Skora á þig að minnka kaffidrykkjuna og hætta að reykja.

Þú mátt reyna að snúa mér til Hindúa trúar ef þú vilt eyða tímanum þínum til einskis.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2009 kl. 17:29

28 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Og; megi Guð vera með þér einnig; Rósa mín.

Auðvitað; var ég að gantast, með Hindúa trúna, gott fólk, þó,........ ég beri fulla virðingu fyrir henni, að sjálfsögðu.

Íslenzk fornrit; og fornfræði - ásamt fræðum Persa - Grikkja og Rómverja, höfða mun betur, til mín; reyndar, en aðrar bókmenntir, Rósa mín, og því verður ekki breytt, úr þessu - hygg ég vera munu.

Bíður ellinar - nái ég henni, að grúska, í þeim fræðum öllum.

Með einlægum þjóðernissinna kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 17:48

29 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl elskurnar mínar Óskar og Rósa. Það er alltaf frábært að fá ykkur hérna í heimsókn en það er bannað að slást út af trúmálum.

Ég vona að menn fari að sjá að sér og hætti að reyna að troða þessum Icesave skuldum á íslensku þjóðina. Ég vil ekki að börnin mín verði gerð að Ísþrælum.

Goð og góðar vættir veiti okkur sem þjóð styrk og stoð til að standa þetta af okkur. Guð blessi þig Rósa mín.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 21:53

30 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 Sömuleiðis þig Siggi minn

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.7.2009 kl. 22:18

31 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Okkur vantar greinilega nýja uppstokkun í stjórninni því miður. Ætli sé ekki best að prófa núna vinstrigræna, - sjálfstæðis- og framsóknarstjórn? Spurning hvort þeir vegi passlega upp á móti hverjir öðrum og haldi málefnunum þannig passlega á miðjunni. Eru allavega sammála varðandi ESB og það ætti því ekki að hindra þá í afstöðunni til IceSave.

Nú veit ég að allir segja við viljum ekki að borga, en það að segja að við neyðumst til þess getur aðeins stafað út frá ESB pressu, eða hvað?

Bryndís Böðvarsdóttir, 7.7.2009 kl. 22:46

32 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sælar Rósa og Bryndís. Já Bryndís mig grunar að það sé að verða pólun í stjórnmálunum. Ef fram heldur sem horfir mun Samfylkingin skáka sér út úr íslenskum stjórnmálum ef hún lætur ekki af þessu EB æði sínu.

Sigurður Þórðarson, 7.7.2009 kl. 23:07

33 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Lestur athugasemdanna er skemmtilegur því ólíkar persónur með ólíkar skoðanir takast á. Boðskapur bloggfærslunnar er aftur á móti ekki skemmtilegur. Vona að þeir Svavar og Gunnar og jafnvel fleiri gerist Búddistar svo heimurinn batni.

Marta Gunnarsdóttir, 8.7.2009 kl. 00:00

34 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Marta, hvað átt þú við?  Hver er boðskapurinn í bloggfærslunni sem þú kannt ekki að meta?

Sigurður Þórðarson, 8.7.2009 kl. 00:11

35 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Sæll Sigurður

Það sem mér líkar ekki í blogginu er hugarfar Svavars Gestssonar, mér finnst það sýna þessu alvarlega máli lítilsvirðingu og þar með okkur öllum sem eigum víst að borga sukkið.

Ekki skánaði álit mitt á Svavari þegar hann líkir sér, nú eða okkur Íslendingum, við Jesú. Ég er alveg til í að bera einhverjar syndir burt en þá vel ég mínar eigin, ekki annarra. Held að ég hafi ekki nógu breitt bak í allt heila klabbið.

Ég hef gaman af fjölbreyttri flóru mannlífsins og þess vegna hafði ég gaman af umræðunum hér fyrir ofan og því hvað það kemur vel fram þar hvað fólk er ólíkt. Þetta er allt hið ágætasta fólk og ég bið bara að heilsa því og þakka því einlægnina og að fá að njóta hennar.

Kveðja.

Marta Gunnarsdóttir, 8.7.2009 kl. 20:57

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Takk fyrir þessa skýringu Marta ég er alveg sammála þér. Mér finns gæta mikils steytingaleysis um hagsmuni Íslands en því miður er það hjá fleirum þessa dagana.

Sigurður Þórðarson, 8.7.2009 kl. 23:18

37 identicon

Já. þetta er sannarlega mikið steytingarleysi. Eins og segir í Esaja 4:13, :

"Steytingarleysi æseifmanna mun verða þeim að fjörtjóni, þrátt fyrir gæsku guðs"

Jóhann (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 00:57

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóhann og allir aðrir.

Ég biðst velvirðingar á, að ég hélt, augljósri innsláttarvillu þegar ég misritaði orðið skeytingarleysi þannig að í stað annars fremsta stafsins sem á að vera k kom t og úr varð orðskrípið "steytingarleysi".

Þetta hefur samt ekki orðið til einskis ef einhver hefur haft skemmtun af.

Sigurður Þórðarson, 9.7.2009 kl. 06:29

39 Smámynd: Júlíus Björnsson

Spenna hjá Lofti A.

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 07:56

40 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Júlíus, já það er spenna í lofti.

Sigurður Þórðarson, 9.7.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband