7 ára "skjólið" reyndist tálsýn og er fokið!

Jæja þá getur íslenska ríkisstjórnin gleymt að gera núlifandi og tilvonandi þegna þessa lands að Ísþrælum með því að staðfesta Icesave samkomulagið. 7 ára biðtíminn þangað til landið yrði gjaldþrota reyndist mun styttri. Stjórnvöld hefðu betur hlustað á ráð Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og sérfræðings í Evrópurétti, þegar hann hvatti íslensk stjórnvöld að taka til varna vegna gallaðrar löggjafar Evrópusambandsins sem við vorum skylduð til að taka upp. Hann varaði líka við því að hægt væri að fara í mál vegna neyðarlaganna hvenær sem væri og Icesave samkomulagið veitti ekkert skjól gegn því.

Hvernig væri að hvíla diplómata og kalla til sérfræðinga?


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hermann

Hefur það ekki alltaf verið málið, þ.a.e.v að ísland sé í raun gjaldþrota.

Vonandi bara að fávitarnir sem græddu og tóku þessar fáranlegu áhættur séu ákærðir og sendir í minnst 10 ára fangelsisvist.

Hermann, 5.7.2009 kl. 15:05

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Hermann kosturinn við þetta er sá að nú skýrast línur verulega. Við  erum komin út í horn og eigum ekkert val annað en að taka til varna.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 15:13

3 identicon

Voru þessir útlendingar ekki að " gambla " ?

Þá taka þeir eigin áhættu ,við eigum nóg með okkur .

En í "GRJÓTIÐ " með íslensku þjófana .Ekki viðeigandi að kalla þá víkinga .

Kristín (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Kristín,

Helstu sérfræðingar okkar voru einmitt búnir að vara við þessu að það væri ekkert skjól í Icesave samningnum. Þeir vildu að við reyndum að verjast en það var því miður ekki hlustað á þá.  

Kannski mætti fangelsa þá sem frömdu landráð og líka hina sem frömdu landráð af gáleysi en við eigum bara ekki nóg pláss. 

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 15:20

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Núna verður Alþingi að taka ráðin af Steingrími J. og Jóhönnu.

Sigurjón Þórðarson, 5.7.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll bróðir,

kosturinn við þetta er að stjórnvöld neyðast til að kalla til fagmenn þ.e. Evrópu- og þjóðréttarfræðinga. Diplómatarnir fá frí frá þessu og geta haldið áfram í því sem þeir eru bestir þ.e. að skála í kampavíni. 

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já það er nú þetta með að skála frændi minn góður.

"Hérna eru bara svo höfðinglegar veitingar að allar hendur eru bundnar við kræsingar og þess vegna verðum við bara að segja: Húrra, húrra! húrra! húrraaaa!"

Var ekki síðasti hluti ræðunnar hans Davíðs einhven veginn svona?

Nú veit ég ekki hvað þessi nýju tíðindi boða okkar máttvana þjóð því til þess brestur mig þekkingu á neyðarreglum alþjóðaviðskipta. En það liggur við að manni létti ef hulunni verður svipt af öllu þessu djöfuls lyga-og svikafargani.

Árni Gunnarsson, 5.7.2009 kl. 15:51

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Var ekki Svavar Gestsson SÉRFRÆÐINGURINN okkar?

Jóhann Elíasson, 5.7.2009 kl. 15:55

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll kæri frændi,

já þetta ætti að flýta fyrir að hulunni verði svipt af þessu öllu eins og þú orðar það. Það er setning neyðarlaganna sem er að bíta okkur í rassinn núna. Þetta þýðir í stuttu máli að stjórnvöld eru hætt að geta sópað undir teppið. 

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 15:57

10 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er fyrir löngu fokið í öll skjól. Við siglum hraðbyri í gjaldþrot, annað er tálsýn.

Finnur Bárðarson, 5.7.2009 kl. 15:58

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Jóhann  og velkominn.

Góður!

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 15:58

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Finnur, þetta kann að vera rétt hjá þér en eigum við ekki að reyna að taka til varna eins og helstu sérfræðingar okkar hafa lengi m´lt með en  talað fyrir daufum eyrum  stjórnvalda.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:00

13 identicon

Ég held að orðið víkingar hafi aldrei verið jafn viðeigandi, enda fóru víkingarnir í ránsferðir og tóku það sem þeir vildu. Það er einmitt það sem hefur gerst núna, þó nokkuð margir einstaklingar sáu út hvernig þeir gátu skriðið í gegnum allar þær glufur sem þeir fundu og skilja svo eftir sig sviðna jörð. Það sem fer mest í taugarnar á mér er ósamstaðan í ríkisstjórninni, því nú þarf að finna úrlausnir og standa saman, ekki eyða skattpeningunum í að koma sökinni hver á annan og tala í hringi.

Fannar (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 16:08

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fannar, stjórnvöld hafa aldrei gert neitt af viti í þessu máli. Nú er kominn tími til að þau dragi sig í hlé og gefi sérfræðingum sviðið svo þeir geti undirbúið málsvörn Íslands.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:13

15 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

We should declare bankruptcy immediately.

Þorri Almennings Forni Loftski, 5.7.2009 kl. 16:15

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorri fáum við þá ekki skiptastjóra?

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:20

17 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Siggi, er ekki Joly komin aftur?

Þorri Almennings Forni Loftski, 5.7.2009 kl. 16:29

18 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er hún komin með skrifstofuaðstöðu?

Hún var að kvarta  undan því um daginn að hún væri ekki komin með húsnæði, síma og tölvu. Sagðist þurfa aðstöðu á hótelinu.Svaka fúl.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:36

19 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Það er undarlegt. Því íslendingar hugsa fyrst og fremst um skrifstofuaðstöðuna, steinsteypuna, umgjörðina og svona. Húsgögnin og græjurnar á vinnuaðstöðunni. Annars eru þeir vanmáttugir og varnarlausir, ef þeir safna ekki í kringum sig nógu miklu drasli.

Þorri Almennings Forni Loftski, 5.7.2009 kl. 16:52

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta kann að vera rétt hjá þér Þorri en ég get ekki varist þeirri hugsun að hlutverk Evu Joly hafi fyrst og fremst falist í því að gefa svokallaðri rannsókn trúverðugra yfirbragð. Gleymum því ekki að sumir núverandi ráðamenn tóku sjálfir þátt í því sem sumir nefna "landráð af gáleysi"

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 16:57

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skil ekki alveg hugsunina á bak við þennan pistil og hvað þetta hefur með icesavesamninginn að gera.

Ef umræddir hollendingar vinna þetta - þá vinna augljóslega allir aðrir innistæðueigendur mál sín !  Og ísland verður að borga allt uppí topp.

Eg er ekki endilega að sjá að þeir vinni þetta mál.  Jú, möguleik.  En það er samt smá  óvissa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 17:06

22 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Já, 7 ára skjólið er eins og skjaldborg heimilanna sem var ekki einu sinni tjaldborg og fauk strax ef hún kom einhverntíman fram. Eftir því hvernig talið er þá entist sjö ára skjólið í sjö mánuði, ef talið er frá í haust, eða sjö vikur ef talið er frá því við fórum að rífast um þetta í alvöru eða kannski verða þetta sjö dagar á þingi... en sjö ár? Neibb.

Baldvin Björgvinsson, 5.7.2009 kl. 17:13

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sjö ára skjólið er hrunið áður en fyrsti dagur eftir samþykktan Icesave samning  byrjar að telja.  Það er þó lán í óláni, því jafnvel hörðustu með-menn hljóta nú að sjá augljósustu agnúana á samningnum áður en kemur að samþykkt.

Kolbrún Hilmars, 5.7.2009 kl. 17:24

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar, Ísland getur ekki einu sinni borgað Icesave hvað þá alla þess súpu. Ef Íslendingar vinna þetta þurfa þeir ekki að borga Icesave.

Tengingin getur ekki verið augljósari.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 18:14

25 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Baldvin, já það væri nær að slá skjaldborg um heimilin en Icesave.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 18:17

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Kolbrún ég er alveg sammála þér nú eru línur skýrar og ekki seinna vænna fyrir okkur sem þjóð að reyna að ná vopnum okkar.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 18:19

27 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þetta er allt saman orð og ímynduð hugtök. Fer eftir nafngift á gömlu rugli sem á að sýnast nýtt. Svo ég sletti ensku aftur úr því að við þurfum að leggja niður móðurtunguna bráðlega. ,,It is all spin and presentation."

Þorri Almennings Forni Loftski, 5.7.2009 kl. 18:28

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorri, nú fara landvættirnar að láta til sín taka.

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 18:42

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Ef Íslendingar vinna þetta þurfa þeir ekki að borga Icesave."

Jú. 

Þarna feilar tengingin við icesave samninginn nefnilega í upphafsinnleggi.

(En við skulu halda ró okkar.  Eg hefði viljað aðeins nánari skýringar eða úlistanir á hvernig þeir leggja málið upp.  Skulum aðeins skoða þetta betur)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 18:59

30 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Á hverju byggir þú þessa skoðun þína Ómar?

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 20:09

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Af því að þetta virðist snúast um upphæðir sem voru yfir 100 þ. evrur og sem þar af leiðandi falla utan við lágmarkið um 20.þ evrur sem ísland er skuldbundið til að greiða og ennfremur utan við það sem hollendingar tóku að sé (þeir bættu upp að 100 þ. evrum)

Þessvegna fellur þetta alls ekki undir tilskipunina um lágmarkstryggingar.

Enda sínist mér (við lauslega skoðun) að þeir leggi þetta aðalega upp sem mismunun eftir þjóðerni.

Veit ekki, ísland gæti tapað þessu.

En eins og eg sagði áður - við skulum bíða aðeins og fá nánari upplýsingar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 21:03

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Sigurður, en ok. eg er ekkert sleipur í hollenskunni.  Mér sínis bara að þetta snúist um eitthvað svona.

Það kemur ekki fram í mbl. fréttinni - svo eg er á hálum ís hérna.  Eg gæti verið að misskilja hollenskuna.

Við skulum bíða aðeins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2009 kl. 21:18

33 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar, ástæðan fyrir því að farið er fram á það við Ísland að það borgi fyrir Iceve reikningana er að við höfum beitt bráðabirgðalögum og að við höfum vanrækt eftirlit.

Það sem þú ert að ruglast á hérna er að Tryggingasjóðurinn átti að tryggja rúmar 20.000 evrur. Ég held að þú eins og margir setjir samasemmerki á milli tryggingasjóðsins og ríkisins.

Það eru nokkrir fræðimenn (Evrópusérfræðingar) sem hafa skrifað um þetta og þú getur lesið það. 

Sigurður Þórðarson, 5.7.2009 kl. 22:49

34 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta aumingja fólk í Niðurlöndum telur sér fært að lögsækja íslenska ríkið vegna skýrslu, sem íslenskum stjórnvöldum þótti ekki ástæða til að setja í skjalasafnið varðandi Icesave sem sett var út á http://www.island.is/. Í síðustu viku. Skýrsla þessi er ekki til á hollensku, en nú er verið að þýða hana yfir á ensku tjá menn mér í hollenska fjármálaráðuneytinu. Ég skrifaði samningamanni Hollendinga, Johan Barnard, til að fá þessa skýrslu og hef greint frá því á bloggi mínu hér, hér og hér.

Skýrsla þessi hafði verið sett út á net fjármálaráðuneytis Hollands, en íslensk yfirvöld gerðu ekkert þótt þau hefðu fengið hana í hendur í Kaupmannahöfn þann 15. júní sl., þegar Svavar Gestsson hélt fund og mikla veislu fyrir yfirmenn samninganefnda Breta og Hollendinga. Skýrslan var svo aðeins lítillega kynnt í Morgunblaðinu og kom stutt klausa um hana þann 17. júní, sem fáir tóku eftir.

Hollenski samningamaðurinn Johan Barnard vill annars ekker upplýsa mig hvað var annars rætt á fundi þessum hjá DDR-styrkþeganum með framlenginguna í Kaupmannahöfn.

Eigum við ekki að spyrja Svavar Gestsson og Indriða Þorláksson: Af hverju var verið að pukrast með skýrslu Hollendinganna, sem nú á að nota til að lögsækja Íslenska ríkið með? Ætla þeir að afhenda hana í dag? Var það vegna þess að þeir gátu ekki lesið hana sjálfir? Segið mér ekki að íslenska samninganefndin hafi ekki haft hollenskan túlk????

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 06:05

35 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka þér kærlega Vilhjálmur fyrir þessar mikilvægu upplýsingar. Ég vona sannarlega að athygli þingmanna hafi verið vakin á þessu?

Sigurður Þórðarson, 6.7.2009 kl. 06:48

36 Smámynd: ThoR-E

á meðan bretar sendu mjög reynda sendinefnd, lögfræðinga og sérfræðinga í svona málum ... sendi ríkisstjórnin óhæfan stúdent sem fékk þá útkomu að gott væri að skuldsetja komandi kynslóðir um hundruði milljarða sem landið hefur enga von á að borga með góðu.

ríkisstjórnin hefur sýnt fram á óhæfi sitt.

ThoR-E, 6.7.2009 kl. 12:43

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Sigurður, að ísland hafi mismunað eftir þjóðerni með að tryggja að fullu hér en látið útibú lönd og leið.  Hollendingar eru búnir að greiða út innistæður upp að 100þ. evrum.  Þetta eru þeir sem áttu meira en það.

"Það eru nokkrir fræðimenn (Evrópusérfræðingar) sem hafa skrifað um þetta og þú getur lesið það."

Sigurður,  Það vita nánast allir núna, eftir að búið er að fara yfir málið, skoða eðli máls o.s.frv. - að það sem 2-3 sjallafræðimenn hafa sagt er bara þvæla.  Hreint út sagt.  Eg, almúgamaðurinn, hef meðal annars sýnt fram á það með óyggjandi hætti. 

Ef sjóðurinn getur eigi borgað lágmarkið sem direktívið kveður á um = Ríkið ábyrgt.  Punktur og basta.

Allt tal um annað er einfaldlega barnaskapur sem nær bara ekki nokkurri átt.

Svo er nú það.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.7.2009 kl. 13:25

38 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt hjá þér AceR, því miður hverju orði sannara.

Sigurður Þórðarson, 6.7.2009 kl. 16:34

39 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri Ómar,

Um máli hafa fjallað núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómarar. próff. Stefán Már, Lárus Blöndal hrl.,  Dr. Elvíra Dr. prof Sigurður Línda, Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, Helgi Ás Grétarsson lektor, svo dæmi séu tekin. 

Svo ráðlegg ég þér að fletta upp hvað afólk er hér á ferðinni og spara gasprið.

Sigurður Þórðarson, 6.7.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband