EB fórnar Íslandi vegna eigin kerfisvillu

iceslave_skuldahalinnÞví meira sem maður les og kynnir sér málavexti Icesave því augljósar er að við eigum ekki, sem þjóð, að  leggjast á höggstokkinn möglunarlaust. Af frásögn af þessum fundi má marka að fjármálaráðherrar EB höfðu sammælst um að fórna Íslandi vegna hættu á almennri vantrú á bankakerfinu í Evrópu. En hver er forsaga málsins?

Íslandi sem EES ríki var gert að taka upp tilskipun um bankaregluverk sem er nákvæmlega eins og í öllum löndum EB og EES svæðinu. Um þetta höfðum við ekkert að segja. Í þessu fólst að bankar mættu setja upp útibú hvar sem er á svæðinu og stofna skyldi tryggingarsjóð til að tryggja innistæður. Eftir þessu var farið í einu og öllu.  Færustu lögmenn á sviði Evrópuréttar hafa aldrei getað fundið einn stafkrók sem bendir til að þjóðríkin væru ábyrg fyrir þessum tryggingasjóð.  

Dr. Elvíra hefur bent á augljósan galla í löggjöfinni þ.e. að ekki sé gert ráð fyrir kerfishruni, því enginn tryggingasjóður í nokkru landi myndi ráða við slíkt.  Niðurstaðan er þessi:

Íslenska ríkið braut ekki EB lög, þvert á móti liggur vandi okkar í því að íslenska ríkið uppfyllti skyldur sínar og fór að EB tilskipuninni um frjáls bankaviðskipti.

Á að refsa komandi kynslóðum fyrir það?


mbl.is Árni átti í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei bankaregluverkið er ekki nákvæmlega eins, við erum með verðtryggingu fjármuna sem gerði íslensku bönkunum kleyft að lána fé á hærri vöxtum en aðrir bankar í evrópu gátu gert, þetta er meginskýringin á bankahruninu.

Stefán Ingólfsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 09:02

2 identicon

Íslendingar eiga að borga þetta og munu gera það.  Hvernig er hægt að ætlast til að Breskir skattborgarar borgi fyrir sukkið á okkur.   Það væri öðruvísi hljóð í fólki hér á Íslandi ef staðan væri á hinn veginn þ.e.a.s. ef Bretar hefðu sett upp banka á Íslandi og stolið milljörðum af Íslenskum sparifjáreigendum.

Hættum þessu helvítis væli og borgum.

Mesta réttlætið væri að sjálfsögðu að þeir sem högnuðust á þessu öllu borgi.  þ.e.a.s Björgólfar og aðrir Útrásarvíkingar.

Björn (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 09:08

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Björn.

Þessir peningar komu aldrei til Íslands.

Þess utan eiga Íslendingar enga peninga upp í þessar upphæðir og núverandi ríkisstjórn getur skattlagt okkur eins og henni sýnist en hún hefur ekki siðferðilegt leyfi til að vísa himinháum reikningnum til ófæddra Íslendinga. 

Sigurður Þórðarson, 1.7.2009 kl. 09:17

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Birni og öðrum er auðvitað frjálst að tæma vasana en mér finnst sorglegt hve mörgum ábyrgðarlitlum stjórnmálamönnum reynist auðvelt að veðsetja framtíðartekjur niðja okkar.

 Slíkir menn ætti ekki að beina orðum sínum með vandlætingu yfir að borga ekki "skuldir þjóðarinnar" .

Sigurður Þórðarson, 1.7.2009 kl. 11:55

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

“Það er því skoðun mín, að ef Tryggingasjóður innstæðueigenda
og fjárfesta eigi ekki fé til að greiða samanlögð innlán hvers
innstæðueiganda Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi upp
að lágmarkinu í 1. mgr.7. gr. tilskipunarinnar, þ.e. 20.000 ECU
til hvers og eins, sé íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart
hverjum og einum þeirra þannig að íslenska ríkið þurfi að standa
skil á því sem uppá vantar að lágmarkinu verði náð
.”
(Stefán Geir þórisson hrl. island.is)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég segi nú fyrir mitt leyti að ef að hérlendis hefði verið opnaður einkarekinn banki, sama hvers lenskur hann væri, sem færi síðan á hausinn, þá dytti mér ekki til hugar að almenningur þess lands ætti að borga mér það sem ég tapaði! Björn myndir þú ætlast til þess???

Margrét Elín Arnarsdóttir, 1.7.2009 kl. 13:41

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar, Ef ríkið er bótaskylt til hvers er þá tryggingasjóðurinn.

Ég veit ekki hver þessi Stefán Geir Þórisson er og kannast alls ekki við að að hann sé viðurkenndur fræðimaður í Evrópurétti. Og það er til lítils að halda einhverju fram ef ekki er hægt að rökstyðja það.

Viðurkenndir fræðimenn hafa haldið því fram að ekki sé stafkrókur um að ríkið eigi að borga. 

Sigurður Þórðarson, 1.7.2009 kl. 14:24

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Rétt Margrét enda er enginn lagabókstafur fyrir því. Þess utan er um kefisbilun að ræða, sem ekki var gert ráð fyrir í reglunum.

Sigurður Þórðarson, 1.7.2009 kl. 14:25

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er það rökstutt.  Auðvitað.

Reyndar liggur sú staðreynd að ábyrgðin er á endanum ríkis svo berlega í augum uppi, að sjallbjálfar og framsóknarskúnkar ættu að fá einhverskonar verðlaun fyrir hve þeim tókst að rugla með þjóðina og æsa upp ruglmálflutning.

Það erí rauninni það sem er merkilegt. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.7.2009 kl. 14:48

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar og hvernig er svo rökstuðningurinn?

Reyndu að vísa í hann t.d. á Netinu.

Sigurður Þórðarson, 1.7.2009 kl. 15:03

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hugmyndfræðin í EU var einkaframtakið. Tryggingarsjóður með Ríkisábyrgð. Skekkir samkeppnismyndina og er ekki í samræmi við góða Bresku.

Þýskir bankar bjuggu við á sínum tíma sterkasta Seðlabankanum , áttu allir snúa viðskiptum sínum til þjóðverja? 

Þetta er tap mál er tapað fyrir dómstólum sem eru hallir undir einkavæðingu.

Hinsvegar er athyglivert: http://lbi.is/Uploads/document/Landsbanki-OCM-presentation-is-200209.pdf(þ.e. um ástand Landsbankans við setningu Neyðarlaganna 14. nóv. 2008), bls. 24:

"Innlán viðskiptamanna Landsbankans á Íslandi: 7 milljarðar kr.

Innlán viðskiptamanna Landsbankans í Bretlandi: 1.000 milljarðar kr.

Innlán viðskiptamanna Landsbankans í Hollandi: 330 milljarðar kr."

7 milljarðar í aldarsögu á Íslandi 320.000 þúsund manna markaður

Eftir nokkra mánuði í Bretlandi þá 1000 milljarðar sem samsvarar 46.000.000 markaði.  

Hvernig hefði staðan verið í Bretlandi ef Íslensku hryðjaverkamennirnir hefði haldið áfram í 1- til 2 ár?.

Þetta var hugsað sem langtíma sparnaður t.d. 30 ár handa barnabörnunum.  

10 milljón pund á 1% vöxtum í 30 ár gefa um  13 milljón pund.

10 milljón pund á 2% vöxtum í 30 ár gefa um  18 milljón pund.

10 milljón pund á 3% vöxtum í 30 ár gefa um  24 milljón pund.

10 milljón pund á 4 % vöxtum í 30ár gefa um  32 miljón pund.

Ég heyrði Landsbankastjóra í sjónvarpinu sama sumar að mig minnir segja  við buðum bara 1 % yfir [hámarmarki] alla hina.

Fórnalömbin fengu svo að heyra hjá Breskum stjórnmálamönnum, yfirvöldum að Íslensku bankarnir væru öruggir.  

6 milljónir punda eru 6 milljónir punda á 30 árum. Allir elska barnabörnin sín í EU.

Væntingarloforðið fæst ekki staðist Brown sannaði það. Þess vegna má segja að féflettingar hafi verið stundaðar og ábyrgir brjóti ekki hámörk fyrstu 10 árin?

Júlíus Björnsson, 2.7.2009 kl. 00:22

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Júlli það er athyglivert að hvergi í textanum er þess getið að það sé eða eigi að vera  ríkisábyrgð á þessum tryggingasjóð.

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 06:49

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ef þessar fjárgreiðslur til Icesave-reikningshafa eru svo mikilvægar fyrir Evrópubandalagið (EB) og sjálft bankakerfi Evrópu, ef ekki alheimsins, þá ætti það vitaskuld að vera fjárfesting, sem borgar sig, að hinir digru sjóðir EB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði notaðir til að greiða það, sem á vantar á þessa 753 milljarða króna (þ.e. þegar eignasafn Landbankans hefur verið notað til frádráttar skuld hans).

Þessi leið er a.m.k. betri fyrir Breta og Hollendinga en að við neitum að greiða og að þeir þurfi að sækja sinn meinta "rétt" hér fyrir íslenzkum dómstólum. (Menn skulu ekki gleyma því, að þetta er ein dómstólaleiðin, sem unnt er að fara í málinu, en ég hef enga trú á, að þeir ynnu það mál, enda er hvergi kveðið á um það í íslenzkum lögum – né jafnvel í EES-lögum, sem Alþingi hefur lögfest – að ríkissjóður okkar beri ábyrgð á greiðsluskyldu Tryggingasjóðs innstæðueigenda.)

Jón Valur Jensson, 2.7.2009 kl. 07:47

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég segi það er mjög eðlilegt því þá væru þetta stofnanir með ríkisábyrgð.

Tilskipunin gerir ráð fyrir að margir einkatryggingar sjóðir geta verið á sama markaði.  Ísland passar ekki vel inn í myndina svo ein var alltof mikið því aðildarbankarnir svo fáir og ótraustir. EU Seðlabanka kerfið gat upplýst merkikertin á Íslandi um þessa annmarka. Það er 6000 bankar í USA.  60 tryggingar sjóðir 100 banka eru inn í myndinni. Einn verður fyrir náttúruhamföum á sínu markaðsvæði 99 fylla sjóðinn.  Um glæpastarfsemi gildir ekki svona ábyrgð að sjálfsögðu. 

Málið er það sem setti Íslensku bankana í þrot var ekki efnhagsstjórn  í sjálfum sér.  Heldur skipulögð vinnubrögð að færa fjármagn úr bönkunum yfir í hendur [úrvals]eigenda  með hagstæðum lánum og ofurlaunum, síðan að aðstoða hvern sem er að koma fjármunum úr landi í skattaparadísir til að skerða tekjur velferðakerfisins. Als ekki hefðbundin bankastarfsemi.

Ísl ríkisstjórnirnar virðast hafa samið um aflátsbréf fyrir glæpagengið og varpað ábyrgðinni yfir á saklausan almenning. EU þurfti sökudólg, valið var ríkisstjórnanna Íslensku.

Íslenska bankakerfið fékk útskúfun af alþjóðabankasamfélaginu. Þess  vegna lagðist það á innlánseigendur í EU með féflettingar í huga. Seðlabanki Breta á stjórna innlánsvöxtum. Ríkistjórnir Íslands voru líka útskúfaðar af ríkistjórnum alþjóðasamfélagsins. [Færeyingar undatekningar en ekki komin sama skipting hjá þeim í þjóðarvitundina og hér: þeir ein þjóð og segja við erum þjóðin eða þið eruð hluti þjóðarinnar ].

Á mælikvarða USA og EU er hér framin viðskipta og fjármála lögbrot á hverjum degi.  Menn tala um samkeppni 3 aðila.  Bóka falshlutabréfaloforð til að fá betra lánshæfi mati. ....

Júlíus Björnsson, 2.7.2009 kl. 08:03

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þakka ykkur báðum Jón Valur og Júlíus fyrir afar vönduð innlegg.Mér þykir þú hitta naglann á höfuðið Júlíus þegar þú segir að EU vantaði dólg.  Já og  ríkisstjórn Íslands gekkst fúslega við því að verða þessi dólgur svo börnin okkar mættu borga.

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 08:09

16 identicon

Ég segi nú fyrir mitt leyti að ef að hérlendis hefði verið opnaður einkarekinn banki, sama hvers lenskur hann væri, sem færi síðan á hausinn, þá dytti mér ekki til hugar að almenningur þess lands ætti að borga mér það sem ég tapaði! Björn myndir þú ætlast til þess???

Margrét, Þetta er spurning um réttlæti.  Einhver þarf að borga þetta.  Auðvitað mundi ég ætlast til að heimaland bankans mundi borga frekar en setja skuldina á Íslenska skattborgara.

Hvað varðar Icesave innistæðurnar þá eru Bretar að borga aðra eins upphæð og við.

Í rauninni væri réttlátast að gera úttekt á því hverjir hafa verið að selja hlutabréf í bankanum síðustu árin og innleysa þannig mikinn hagnað og láta þá greiða sem nemur þeim hagnaði.  Og ef það eru einhverjar skuldir sem standa eftir þá væri ágætt að láta þá sem kusu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn á þeim tíma sem einkavinavæðingin fór fram borga rest (kannski svolítið erfitt í framkvæmd).

Björn (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 09:34

17 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Icesave innistæðurnar mynduðust í bankamálaráherratíð Samfylkingarinnar.

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband