Lifir ríkisstjórnin í skjóli veikinda?

 Mér er eiginlega þvert um geð að taka það fram, sem öllum á að vera ljóst  að allt ærlegt fólk óskar veiku fólki skjóts og góðs bata,  en ég geri það samt, bæði af því að ég geri það af heilum hug og til að forða misskilningi. Það er alveg makalaust að lesa allar þær mærðarlegu bloggfærslur sem lúta að heilsu  tveggja stjórnmálamana. Oftast er þetta gert til að koma að gagnrýni á þá einstaklinga, einkum þingmenn sem vilja slíta stjórninni. Af handahófi vel ég tvær færslur hér   er talað um tillitsleysi  og hér

er varaformaðurinn sakaður um "uppreisn gegn formanninum á sjúkrabeði sem sögð er vera ósmekkleg."  Það er kunnara en frá þurfi að segja að núverandi ríkisstjórn er  sú óvinsælasta  á lýðveldistímanum og hún ríkir í óþökk meirihluta þjóðarinnar og þingmanna sem eru beittir þrýstingi og flokksaga. Á slík ríkisstjórn að að lifa í skjóli í skjóli veikinda tveggja einstaklinga? Er þetta virkilega ígrunduð skoðun ykkar stjórnarsinna?

 


mbl.is Útilokum ekki breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessir tveir ráðherrar sem hafa greinst með krabbamein eiga samúð mína en sú samúð nær EKKI til pólitískra starfa þeirra sem fá hjá mér FALLEINKUNN og ég held að þeir ofmeti stórlega eigið ágæti.  Andleg veikindi þeirra og ríkisstjórnarinnar allrar skal ekki vanmeta, því svona hrikalega vanhæfir einstaklingar ættu fyrir löngu að vera farnir frá.

Jóhann Elíasson, 25.1.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tilfinníngaklám & orðazalöt ....

Steingrímur Helgason, 25.1.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband