Lögreglan fundar með grímuklæddum manni! Stöndum öll saman

Það   er sneisafullt út úr dyrum í Iðnó í kvöld þegar aðgerðasinnar funda með lögreglunni um mótm´æli og borgaralega óhlýðni.  Það kraumar mikil óánægja í þjóðfélaginu yfir ástandinu. Ég er einn þeirra sem tel að helstu ástæður þess að hrunið varð jafn afdrifaríkt og raun ber vitni sé gríðarleg spilling og andvaraleysi stjórnvalda. Ég tel að þess vegna að mótmælin séu ekki bara eðlileg heldur nauðsynleg til að þoka fram breytingum. Það liggur í augum uppi að það eina sem hindrar spillt stjórnvöld í að afskrifa skuldir velviðdamanna sinna eru vökul augu borgarana.

Eitt skulum við öll hafa á hreinu og það er að lögreglan er jafn miklir þolendur og hverjir Iraqi%20Police%20Masked%20Face%20Fallujah%202aðrir borgarar í landinu. Þeim finnst nákvæmlega jafn sorglegt og okkur að börn okkar skuli vera skuldsett í marga áratugi og jafnvel út lífið. 

Yfirmenn lögreglunnar eru heiðursmenn og það er þeim að þakka og lögreglunni allri að ekki hefur farið verr í þeim átökum sem þó hafa orðið.  

Fundurinn í kvöld var haldinn til að auka á skilning manna á milli og koma í veg fyrir að átök verði. Höldum áfram að mótmæla spillingu en stöndum með lögreglunni, hún er fólkið og vinnur fyrir fólkið.  


mbl.is Fullt út úr dyrum í Iðnó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Sammála!

Þór Jóhannesson, 9.1.2009 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband