Samfélagslegt sorp

hbpc205494.jpgSíðastliðinn föstudag héldum við í hverfisráði Breiðholts síðasta fund fyrir jól og fengum góða gesti, því  auk hefðbundinna mála veittum við starfsmönnum sorphirðunnar í Breiðholti viðurkenningu og dálita umbun fyrir samviskusamlega unnin störf í þágu umhverfismála.

 

 Af þessu tilefni bauð hinn vaski formaður okkar Brynjar Fransson (sem stendur á efstu myndinni) gesti okkar velkomna með þessum orðum:    "Ágætu gestir, fyrir hönd hverfisráðs Breiðholts er mér sönn ánægja að bjóða ykkur innilega velkomin til að  taka á móti viðurkenningu fyrir vel unnin störf, sem við erum öll þakklát fyrir. Nú háttar svo til að það er mikið rusl í þjóðfélaginu, flestir finna það á buddunni, enn aðrir finna það á skrokknum og siðast en ekki síst sálinni. Hreinsunarstarfið er hafið, en ég hef enga trú á að það hreinsunarstarf verði unnið af jafn mikilli kostgæfni og þið vinnið ykkar starf. En ef svo verður heiti APC205501.jpgég því að  þeir sem að því verki koma munu fá samskonar verðlaun og þið. "

Gerður var góður rómur að þessari snjöllu ræðu og að henni lokinni fengu menn sér hressingu og ræddu um sorphirðu og fleiri þjóðþrifaverk.

 

   Sjá nánar hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband