Siðgæðisnefndin komin í málið

 Eitt sinn þótti það ekki tiltökumál þótt  íslenskt sveitafólk velti sér nakið upp úr dögginni á jónsmessunótt. Í gær fengu tvær fullornar og mannbærar konur hland fyrir hjartað af því að þær sáu alsnakinn mann á Esjunni "sem var ekki einu sinni í sokkum". Hvílík skömm og hvílík hneisa, vonandi ná þær sér blessaðar konurnar eftir að hafa séð nakinn karlmann í fyrsta sinn og það í björtu. Ekki dugði því  minna en að senda helftina af öllu lögreglu- og hjálparsveitaliði SV- landsins.

Sú var tíðin að kynlegir kvistir gengu um götur og torg. Ég get nefnt dæmi um Lása kokk, Hauk pressara, Valla graða Gvend dúllara og marga fleiri. Allir tóku þessir menn þátt í þjóðfélaginu, sumir voru sendlar aðrir í uppvaski eða við að pressa föt. Núna eru þessir menn umsvifalaust sendir á Klepp! Þvílíkt rugl.  Þegar ég var barn horfði ég á þjóðkunnan stjórnanda symphoníuhjlómsveitarinnar æfa sig alsber  úti í á að stjórna stóru verki. 


mbl.is Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nú? Eru bara berrassaðir sendir á Klepp??? Ég hélt að það þyrfti að vera eitthvað að fólki í höfðinu...það er orðið  vafamál hverja ætti að senda þangað eiginlega..

Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Mannsi, já þeir eru sendir beinustu leið á Klepp. Ég kannast við múrara (mjög flinkur handverksmaður) sem var settur á sterk geðlyf vegna þess að hann talaði hástöfum við steina úti í garði heima hjá sér.  Þetta truflaði mig alls ekki neitt og ég spurði hann hverju þetta sætti og hann sagði að það byggju þarna álfar.  Ég gat ekki séð að honum liði neitt illa en samt þurfti að "bjarga honum".

Sigurður Þórðarson, 25.7.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var látin fara út með mat til álfanna í sveitinni á á hverjum morgni! Ég talaði að vísu ekkert við þá, enn ég sá þá oft á kvöldinn...hvað er gefið við þessu álfaveseni??

Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 08:58

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég ætla, í tilefni af þessu, að fara sokkalaus út í daginn.

Gestur Guðjónsson, 25.7.2008 kl. 09:11

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

farðu varlega Gestur!...þú getur prófað að að hafa nælonsokk á höfðinu svo þú getir þó sagt að þú sért með sokk ef þú verður stoppaður af löggunni...

Það stendur hvergi í lögum hvar maður á að hafa sokkanna á sér..held ég ábyggilega..hmm..annars tala þeir um undarlegustu hluti á þingi, og eru sum lögin okk í sterió við þær umræður. Þegar þeir nenna að mæta...

Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 09:23

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ekki gera það Gestur þú  gætir verið tekinn úr umferð.  Ég myndi sjá eftir góðum og gegnum framsóknarmanni eins og þér.

Nei svona án gríns, haldið þið að Helgi Hóseasson hefði ekki verið lagður inn ef hann hefði fæðst 40 árum síðar?

Sigurður Þórðarson, 25.7.2008 kl. 10:11

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

ábyggilega..

Óskar Arnórsson, 25.7.2008 kl. 10:42

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Siggi minn.

Blessaðar konurnar. Ég skrifaði hjá Jakob bloggvini mínu að ég hefði viljað vera á Esjunni þennan umrædda dag.  

Auðvita vona ég að þessi maður sé kominn til byggða og allt í lagi.

Slæmt ef ég fer einhvern tímann í fjallgöngu og þarf að kæla mig og fá útrás að ég megi ekki hlaupa um á Evuklæðum.  Slæmt ef maður má ekki vera frjáls þar sem maður heldur að maður sé einn eins og þessi blessaði maður. Fyrr má nú rota en dauðrota.

Þetta er skerðing á persónufrelsi.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 11:42

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl Rósa og þið öllsömun.

Sú fregn hefur borist að umræddur maður sé búinn að gera það sem við hin eigum öll eftir það er að yfirgefa þennan heim.  

Ég votta aðsandum samúð. 

Sigurður Þórðarson, 25.7.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband