Sjómenn segja sig úr Samfylkingunni

valberg_4

Ég hitti nokkra gamla skólabræður mínu úr Stýrimannaskólanum í hádeginu í dag.  Það er alltaf glatt á hjalla þegar við hittumst, sem reyndar er ekki nógu oft, en tilefnið í dag var sérlega ánægjulegt: Nýútgefinn veiðikvóti á hrefnu en einn okkar er einmitt hrefnuveiðimaður.  Umræddur félagi okkar hafði stutt Samfylkinguna og átti greinilega bágt þegar talið barst að skilningsleysi ráðamanna á þeim bæ gagnvart þessari atvinnugrein.  Ég finn til með  honum og öðrum betur meinandi samfylkingarmönnum  við þessar aðstæður. Hann upplýsti okkur félagana þá um að ef það kæmi í ljós, innan 30 daga, að áhugi forystunnar á mannréttindum íslenskra sjómanna yrði fyrir borð borin myndi hann yfirgefa flokkinn og bauð hann velkominn í FF, þar sem honum á eftir að líða betur. Svipaða sögur hef ég heyrt viða af landsbyggðinni hjá sjómönnum og fjölskyldum þeirra.

Sjálfur þekki ég það að um allt land er mikill fjöldi ærlegs alþýðufóls sem  stutt hefur Samfylkinguna og á fátt sameiginlegt með forystumönnum flokksins, sem skirrast ekki við að fórna hagsmunum sjómanna og landsbyggðarinnar allrar í þágu jafn fáfengilegs markmiðs og að komast í öryggisráðið.

 


mbl.is Hagsmunaaðilar fagna hrefnuveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Lítum ekki framhjá því sem vel er gert.  ISG hefur fengið franskar þotur til að verja okkur í lofti í 5 vikur eða svo.  Við verðum alveg örugg gagnvart loftárásum þessar vikur.  Og kostnaðurinn er ekki nema 200 milljónir. 

Jens Guð, 20.5.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband