Málefnasamningurinn áréttaður

 Í málefnasamningi  núverandi meirihluta er kveðið á um að á kjörtímabilinu skuli ekki unnið að því að flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Þetta vissu skosku arkitektarnir ekkert um, þvert á móti virðast þeir hafa haft hugboð um að flugvöllurinn ætti að fara.  Það voru einungis 3 Íslendingar í dómnefndinni en þeir voru í stafrófsröð: Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Ætli að sé ekki örugglega tilviljun að þessir þrír einstaklingar sem valdir voru af handahófi og allir eru yfirlýstir andstæðingar flugvallarins skyldu einmitt velja þessa skrýtnu tillögu og veita henni fyrstu verðlaun? Við skulum kalla hlutina réttum nöfnum, verðlaunin voru pólitísk úthlutun. 


mbl.is Ólafur segist ekki hafa skipt um skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband