Vísitöluþrælarnir munu finna fyrir keyrinu, vonandi sligast þeir ekki

starving-prisoners-civil-war Enn hækka vextir upp úr öllu valdi.  Ég hitti gamlan lögfræðing í heita pottinum í gær sem hældi Davíð Oddsyni í hásterkt, hann stæði einn vaktina gegn verðbólgunni og keyrði upp stýrivextina. Það er mikið til í þessu, hann berst hetjulega í kviksyndi, án afskipta ríkisstjórnarinnar sem er með allan hugann við Afganistan og öryggisráðið. Þannig verður hann án nokkurra aðstoðar að laga til eftir alnafna sinn sem var forsætisráðherra og neitaði að fara að ráðum OECD sem ráðlögðu ríkisstjórninni að draga úr peningamagni í umferð, t.d. með því að fresta afnáms hátekjuskatts.  Nú verða vísitöluþrælarnir að greiða fyrir þann herkostnað.
mbl.is Sparisjóðir hækka vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Siggi! Kíktu á síðasta bloggið mitt!!

Óskar Arnórsson, 26.3.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband