Björn Bjarnason: Líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn klofni

Ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkur klofnaði vegna ESB

mynd

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn myndi klofna ef kæmi til umræðu um aðild að Evrópusambandinu. Málið gangi þvert á alla flokka og þjóðin myndi skiptast í fylkingar. Þetta sagði ráðherra í viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson í Mannamáli í kvöld. Björn segir gallann á umræðunni um ESB vera þann að vegvísi vanti eins og notast sé við þegar leysa eigi alþjóðadeilur.

„Við þurfum að átta okkur á því að þetta snýr að heimavinnu sem við þurfum að vinna," sagði Björn. Ákveða þurfi hvort við ætlum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður, aðild, hvernig stjórnarskránni verði breytt eða hvaða reglur við setjum áður en mönnum sé still um við vegg og látnir taka afstöðu með eða á móti.

Hann sagði ekki rétt að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti aðild að Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband