Fréttablaðið vill halda viðræðunum áfram.

Leiðari Fréttablaðsins í dag er með hefðbundnu sniði, hvatt til innlimunar Íslands í ESB og t.a.m. vitnað í skoðanakönnun sem blaðið lét gera. Hlutlausar kannanir sýna að mikill meirihluti Íslendinga vill ekki í Sambandið en allir leiðara- og pistlahöfundar Fréttablaðsins verja mestum kröftum sínum í að prédika innlimun landsins í EB. Fréttablaðið er hluti af 365, sem ekki er rekið með hagnaði. Því er tilgangurinn með útgáfu blaðsins sé augljós.


mbl.is Meirihluti vill halda viðræðum áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sigurður, það er þér ekki samboðið að taka þát í hreinum og klárum lygáróðri. - Andstaðn við ESB hefur í aðeins smollið í meirihluta með undantkeningatilvikum. Fyrir utan að nú sýna kannanir í annað skipti í röð að 2/3 vilja hald áfram og ljúka aðildarviðræðum þá hafa samtök iðnaðarins látið Gallup gera fyrir sig kannanir í meira en áratug og sýna nær allar meiri stuðning en andstöðu og oftast mikið meiri stuðning. - Ef þið andstæðingarnir ætlið að hanga svona á þeim undantekingatilvikum þegar andstaðan hefur verið meiri en stuðningurinn verðið þið sem æruverðugir menn að taka jafn mikið mark á niðurstöðum um hið gangstæða þegar þær koma.

sjá:

http://www.si.is/media/althjodlegt-samstarf/2008-ESB-almenningur-samatekt-2000-2008.pdf

og allar hér:

http://evropa.si.is/skodanakannanir/

Helgi Jóhann Hauksson, 24.1.2011 kl. 09:29

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Helgi minn ég virði þig og skoðanir þínar mikils.

Ég ætla ekki að þrátta um skoðanakannani. Kjarni máls míns er sá að Fréttablaðið er ekki fréttablað, heldur virðist það eingöngu vera gefið út sem áróðursrit fyrir aðild Íslands að ESB. 

Sigurður Þórðarson, 24.1.2011 kl. 09:41

3 Smámynd: Hvumpinn

Það er þá ekki annað en að eina "raison d'etre" Morgunblaðsins er að vera á móti ESB og verja kvótakóngana sama hvað það kostar.  Seint mun ég mæla Fréttablaðinu bót, en áróðurinn í mogganum er með margföldum þunga á við það sem gerðist á kaldastríðsárunum.

Hvumpinn, 24.1.2011 kl. 09:45

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Slík staðhæfing kæri Sigurður er þér ekki samboðin því ekkert styður hana þó ritstjóri Fréttblaðsins sé Evrópusinni.

Miklu nær væri að segja með þínum rökum að Morgunblaðið væri aðeins og eingöngu gefið út til að vera á móti ESB aðild — sem auðvitað væri fráleitt.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.1.2011 kl. 09:48

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef sjaldnast verið sammála LÍÚ en þó Morgunblaðið hafi augljósa tengingu við útgerðarfyrirtæki er ég þó mun oftar sammála Morgunblaðinu núna en meðan það var í eigu útrásarvíkinga. Ég veit ekki betur en að allar skoðanir fái að birtast þar.  Að mínu viti ert Morgunblaðið ekki bara þarft heldur nauðsynlegt mótvægi við síbyljuáróður 365 og Stjórnartíðinda.

Sigurður Þórðarson, 24.1.2011 kl. 09:57

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ágæti Helgi, þú veist jafn vel og ég að allir pistlahöfundar blaðsins eru handvaldir innlimunarsinnar.  Séu fréttamenn ekki innlimunarsinnar gæta þeir þess vandlega að það komi hvergi fram. Það er jafn skynsömum manni og þér ekki samboðið að þykjast ekki sjá þetta.

Sigurður Þórðarson, 24.1.2011 kl. 10:03

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég þykist sjá að Fréttablaðið styðji ESB aðild og ekki síður og reyndar miklu til muna frekar að Morgunblaðið undir stjórn Davíðs Oddssonar sé aðild andvígt. - En að telja og staðhæfa að annað hvort blaðið sé bara gefið út fyrir þá afstöðu verður að byggja á afar þröngri rörsýn.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.1.2011 kl. 10:14

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Helgi það væri gaman að kafa dýpra í þetta mál en að binda það við persónu Davíðs Oddssonar og Ólafs Stephensen.  Hagsmunir sjávarútvegsins eru augljósir og ég deili ekki við þig um þá. En hverjir eru hagsmunir útrásarvíkingana?   Kannski menn ættu að þora að lyfta hulunni af þessu, nema það sé taboo?

Sigurður Þórðarson, 24.1.2011 kl. 11:28

9 identicon

 Sæll Helgi,

Fréttablaðið er úr sér gengið blað og ekki í takt við heiðarleika, siðferði og réttlæti. Sannarlega reyna útrásar-(óvíkingar) að ná taki á þjóðinni til að hagræða fyrir framtíð sína. Það segir sig sjálft.

Ég er ein af þeim einstaklingum sem mun kjósa NEI við ESB aðild þar sem ég hef rætt við mjög marga ríkisborgara ESB landa um hvort Íslendingar áttu að ganga inn og gerast aðilar að ESB. Alls um 85% þeirra sem ég hef rætt við eru algerlega andvígir því og telja á Íslendingum sé mun betur borgið utan ESB.

Íslendingar eru ekki vitlausir eins og blaðamenn og eigendur Fréttablaðsins halda. Það að mata á 2/3 fréttinni sýnir eingöngu hve þröngt þeir hugsa sem vinna slíka frétt.

Við sjáum úrslitin þegar kemur að leikslokum og þjóðin sjálf sýnir vilja sinn í verki.

Brussel er ekki rétta svarið við góðri framtíð í þessu landi.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 11:55

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ný skoðanakönnun meðal ritstjóra, ritstjórnarfulltrúa og pistlahöfunda 365 sýnir 100% stuðning við aðild landsins að ESB!

Sigurður Þórðarson, 24.1.2011 kl. 12:07

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Getur síðueigandi bent mér á hlutlaust könnun sem sýnir þá niðurstöðu sem hann nefnir og hefur verið gerð nýlega. Bendi á að Fréttablaðið byggir sína niðurstöðu á:

"Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 19. janúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.

Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu til spurningarinnar."

Sé ekkert að þessari framkvmd

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.1.2011 kl. 13:09

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Magnús minn við þig vil ég segja eins og Frelsarinn forðum daga: Mikil er trú þín, tak sæng þína og gakk.

Sigurður Þórðarson, 24.1.2011 kl. 13:40

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Sigurður.  Fréttablaðið og 365 serían er raðgjaldþrota fjölmiðill.  Það fengi engin meðal Jón leifi til að reka fyrirtæki með annarri eins gjaldþrotasögu án þess að selja sig valdhöfum.

Magnús Sigurðsson, 24.1.2011 kl. 14:01

14 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Siggi Þetta er óréttlátt að halda því fram að blaðið sé svo gjörspillt að það sé að vinna öllum árum að því að fá okkur inn í ESB. Ég held að við verðum að staldra við og athuga hver staðan er í dag. EES samningurinn er í raun aðlögun fyrir inngöngu í ESB. Þessi aðlögun hefur tekið 19 ár. Allt tal um aðlögunarviðræður er rugl, við erum í umsóknaraðlögun og hefur þjóðin ákvörðunarvald varðandi inngöngu.

Ég skil ekki afhverju má ekki kanna innihald hugsanlegs samnings sem við gætum náð ef við gengjum í ESB. Að vinna að því hörðum höndum að reyna að koma í veg fyrir það með slíkum áróðri eins og hér er viðhafður er árás á frelsi þegnanna til að mynda sér skoðun á þessari umsókn og kjósa með eða á móti í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Guðlaugur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 14:17

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru landssvikarar á Fréttablaðinu, þeir sem vinna að innlimun okkar í ESB. Það á að taka þetta blað af útrásarvíkingaliðinu, ekki leyfa Ingibjörgu Pálmadóttur, sem hefur verið staðin að því að hafa verið með íhlutun í skrif blaðamanns þar, að halda áfram að ráða þessu blaði, sem þau Jón Ásgeir eiga í raun og veru ekki.

Þakka þér þína grein, Sigurður.

Jú, Guðlaugur, innlimunarstefnan er hámark spillingar hugarfarsins. Þú átt að hætta að þverskallast svona við að skoða rökin sterku gegn þeirri örgu landsals- og svikastefnu. Líttu til dæmis á ÞETTA!

SIGURÐUR MINN, TAKTU VITLAUST INNSKRÁÐ NÆSTSÍÐASTA INNLEGG ÚT!

Jón Valur Jensson, 24.1.2011 kl. 17:47

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Sigurður, að fara að ósk minni og leiðrétta mistök mín.

Jón Valur Jensson, 24.1.2011 kl. 18:08

17 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

ESB andstæðingar ákveða einfaldeg að eiga ekki málefnalegar eða vitsmunalegar samræður við aðra um málið, heldur einfaldlega að staðhæfa hvað sem þeim þeim hentar best þegar þeim hentar án allra tengsla við sannprófanlegar staðreyndir eða upplýsingar.

- Í samræmi við það berjast þeir öllum árum gegn því að nokkru sinni verði til samningur á blaði því hann væri raunveruleg efnisleg staðreynd og gæti sýnt svart á hvítu hvort þeir hafi skrökvað að okkur með öllum stðhæfingunum um t.d. að ekkert sé til að semja um.

- Eftir sem áður munu þeir að sjálfsögðu rangfæra og hræða um allt sem þar mun standa, staðhæfa að orðin sem í honum munu standa segi allt annað en þau merkja.

– En þeir óttastð að of margir geti sjálfir lesið og að það muni janfvel ekki duga þeim þegar annað gæti staðið þar svart á hvítu.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.1.2011 kl. 18:41

18 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég vil að við klárum viðræðurnar og þá sjáum við svart á hvítu hvað er í boði og ef það er eins og ég held þá verður samningurinn feldur  í atkvæðagreiðslu og allt búið

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.1.2011 kl. 18:52

19 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Þessar samnigsumleitanir eru nauðsynlegar til að við fáum ótvírætt úrskurðað hvað sé í boði.

Það eru ekki biðraðir hjá sambandslöndunum vegna úrsagna úr ESB. Hvað er er svona slæmt Jón Valur?

Guðlaugur Hermannsson, 24.1.2011 kl. 22:59

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://ec.europa.eu/enlargement/candidate-countries/iceland/relation/index_en.htm

Hér geta þeir sem er læsir á enskt menntmál, kynnt sér allt um samruna Íslands við Evrópsku Sameininguna. Eftir að búið var laga gengið hér þá tekur við EU hlutfallslegur samanburðar stöðuleiki í framtíðinni.  Ísland er því ekki lengur hugsanlegur  Kandídat, heldur útskrifaður á leiðinni  í farandverkamanna samvinnuna: eyðileggur alls launþega baráttu í öllum Meðlima Ríkjum jafnt. M.ö.o. í augum stóra alþjóðsamfélagsins  óformlega eitt að ríkjum undir Miðstýringunni.

N.B. Brussel mun aldrei veikja evruna gagnvart Íslandi , útflutnings  hagsmunir hingað er nánast engir í þeirra augum. Hinsvegar er mikinn arð af Íslandi að hafa eins og allir eru sammála um.   Búið að tryggja lágt verð í evrum á hráefnum og orku til framtíðar og gleði fyrir 400.000.000 milljónir neytenda í EU.  Þökk innlands hagræðingu hefur kostnaður lækkað mikið á útflutningsverðmætum Íslands. Verðrýrnun evrunnar er um 2,0% á ári. Fiskverð þarf því að hækka um 2,0% á ári. 

Samkeppni við USA og Kína er hafin, og öll hin Meðlima Ríkin um evrukvóta til að borga meðal annars í laun Íslensku stjórnsýslunnar.  

Júlíus Björnsson, 25.1.2011 kl. 02:10

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er nú alveg óþarfi af þér, Helgi Jóhann, að ljúga hér. Vitaskuld geturðu fundið einhverja andstæðinga ESB-innlimunar sem hafi ekki farið með rétt mál, en það ættirðu ekki að reyna og sízt með raka-lausri alhæfingu gagnvart helztu andmælendum þeirrar innlimunar. Ég tek þessa lygi þína þeim mun fremur alvarlegar sem þú lætur þér sæma að planta henni næst á eftir innleggi mínu.

Rök mín eru hvorki rangfærð né (eins og þú vogar þér að segja hér) "án allra tengsla við sannprófanlegar staðreyndir eða upplýsingar." Þvert á móti byggja rök mín á staðreyndum og upplýsingum úr ESB-plöggum eins og t.d. inngöngusáttmála Finnlands og Svíþjóðar.

Menn ættu að hrista af sér letina, þeir sem hafa séð tengla mína og ekki fylgt þeim eftir. Þar gefur á að líta! Það er auvirðilegt að taka séns á því að skoða ekki upplýsingar mínar, þegar sjálft fullveldi og sjálfstæði landsins er í húfi.

Guðlaugur, þú átt að vita, að um mest sem "er í boði" er NÚ ÞEGAR VITAÐ!!!

Ennfremur áttu að vita, að sambandslöndin hafa EKKI raunverulegt eða raunhæft leyfi til að segja sig úr ESB, sem og, að valdastétt þeirra flestra er samofin inn í Brussel-nómenklatúruna. Glæpsamlega há laun hinna valdameiri þar hefur ennfremur sífelld mútuáhrif á hugarfar manna í stjórnarráðum sambandsríkjanna.

Jón Vilhjálmsson, þú kannt að ver vel meinandi, en hér er sú hætta, að stórveldi, sem er 1560 sinnum stærra en við að íbúafjölda, dæli yfir þjóðina áróðri, beinum og gegnum þý sín íslenzk, í þvílíkum mæli, að herzlumun geri til að sannfæra marga fáfróða um dásemd "inngöngunnar". En þá verður of seint í rassinn gripið (eftir það) að vilja fá hér aftiur æðstu stjórn mála og æðsta löggjafarvald.

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 02:53

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afs. ásláttarvillur!

Jón Valur Jensson, 25.1.2011 kl. 02:56

23 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það kemur skýrt fram í grunnlögum Evrópsku Samningarinnar að við úrsögn, geri viðkomandi upp sínar skuldir við EU. Varla raunhæfur möguleiki eftir alla samþættinguna fyrir samrunan.  Verkskiptingin í grunnum gerir það að verkum að ríkin eru orðin svo einhæf um grunnframleiðslu að þau geta alls ekki talist sjálfbær.  Evrópska Sameining er stöðuleiki um að raun tekjur Meðlima Ríkjanna séu hlutfallslega þær sömu. Innri gengin eru endurskoðuð á fimm ára fresti. Þá er næstum átt við vsk í hverju samkeppni ríki fyrir sig. Norðmenn er með 58.000 dollara í tekjur á mann. Færeyingar eru með 49.000 dollara á mann. Ísland á enda samrunaferilsins er komið niður í 37.000 dollar á mann, stefnir niður . En meðaltekjur í  EU er um 34.000 dollara á mann. Þýskaland  er á því plani. Hinsvegar geta þeir lifað ágætu lífi með gott velferðakerfi þar sem nýtni og skipulagning og fjölda hollustu þegna kemur þeim til góða.

Íslendingar eru þegar farnir að horfa til samkeppni færari stjórnsýsla en á Íslandi, sem bjóða upp á styttri vinnuviki, betra velferðakerfi og betri neytendakörfu.  Lægri langtíma raunvaxtakröfu: Þýskaland max 2 % til 30 ára , Bretar um max 3,0% samt max 2,0% gagnvart vinnuaflinu. Hér gagnvart vinnu aflinu er krafa fjórum sinnum hærri um 8,0% og það er einkamál hvers meðlima Ríkis. Þýskir bankar fúlsa alls ekki við raunkröfunni á Íslandi góð búbót fyrir Þýska aðalútibúið. Hvert Meðlima Ríki ræður sjálft sínum heimamarkaði, en má ekki mismuna keppendum á honum.  Það er lygi að vextir lækki hér vegna Brussel. 

Ísland um 1974 var sérstakt í samburði við ríkin í EU, nú í dag er Ísland það breytt: EU alþjóðlegt, þökk regluverkinu að það er fátt sem kallar fólk heim í framtíðinni sem hefur kynnst því betra utan Íslands.  Ísland í EU er eins Bolgungarvík á Íslandi.  Nýfundnaland hjá Kanada og Kúpa fyrir daga Kastros.

Ég fyrir mitt leyti 30 árum yngri væri löngu komin til Íslendinga utan Íslands.

Það sem er kallað ESB á Íslandi. Hét á sínum tíma í heilum Evrópubúa: almennings Evrópska samneytið. Skilgreint á mennta máli í aðalatriðum efnahagslega og stjórnmálaleg samþætting.

Það hefur farið lítið fyrir stjórnmálaþættum hér  frá upphafi. Endastjórnar stjórnsýslan [þverpólitískt] hér öllu þýðingum að eigin hentisemi.  

Ég tek með fyrirvara þeim sem segjast hafa verið á móti samruna síðar, því það getur alveg eins verið fjárfesting í atkvæðum framtíðarinnar þegar stöðugleiki er kominn á. Hann eyðir líka öllum almennum væntingum og trú á Jólasveininn.    

Ég man þegar smá fyrirtækjum [og útgerðum] var nánast útrýmt í nafni hagræðingar á Íslandi upp úr 1983, Brussel virðist nota svipaðar aðferðir á smá stjórnsýslur. 

Júlíus Björnsson, 25.1.2011 kl. 04:33

24 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Jón Valur: Þú segir nei fyrir þig í þjóðaratkvæðagreiðslunni en ekki núna fyrir okkur öll hin. Leyfðu okkur að velja þegar samningar eru tilbúnir og við getum dæmt um það fyrir okkur sjálf.

Guðlaugur Hermannsson, 26.1.2011 kl. 09:43

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enn sniðgengurðu ábendingu mína, Guðlaugur :

Þú átt að vita, að um mest sem "er í boði" er NÚ ÞEGAR VITAÐ!!!

Jón Valur Jensson, 26.1.2011 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband