Gott að Lilja Mós skuli reikna út vaxtagreiðslurnar fyrir þingheim

Lilja Mósesdóttir óttast að þingið taki skuldavandann ekki nógu alvarlega.

Máli sínu til stuðnings bendir Lilja á að ríkið þurfi að greiða 73 milljarða króna í vaxtagreiðslur á næsta ári en það jafngildir 8,33 milljónum á klukkustund, allan ársins hring. Miðað við að lítil íbúð í Reykjavík kosti 15 milljónir jafngildir vaxtabyrðin ríflega 13 íbúðum á sólarhring, allt árið.

 Jóhanna hefur hingað til lagt alt sitt traust á Hrannar en þegar dæminu er stillt svona upp ætti jafnvel Hrannar að skilja að verið er að stefna út í fúafen


mbl.is Lilja: „Var vöruð við rætni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Sigurður; jafnan !

Sem oftar; hefir þú nokkuð, til þíns máls. Ætli Lilja muni ekki; þegar hún uppgötvar umsátur Helvítis vinstri sinnanna, um hennar þanka; að taka útreikninga sína, til nokkurrar endurskoðunar, fornvinur góður ?

Sterkasti leikur Lilju væri; að skjóta sínum útreikningum, beint til landsmanna sjálfra, í stað þess, að elta ólarnar, við Andskotans gauðin, við Auturvöll, suður í Reykjavík, Sigurður minn.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband