Ástæðulaust að vanhelga 17. júní og minningu Jóns Sigurðssonar

Oddn_Sturludttir_jpg_340x600_q95Það etur aldrei orðið annað en  óhappaverk að afsala Íslandi umráðum yfir fiskveiðiauðlindinni en það er sérstaklega ósmekklegt að hefja slíkt ferli á sjálfan þjóðhátíðardaginn, dýpra verður ekki sokkið.

 Mér þykir vænt um að Stefán Jóhann, samfylkingarmaður, skuli hafa tekið þetta góða frumkvæði. Með sama hætti er dapurlegt að Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi skuli  ekki átta sig á inntaki dagsins en telja hann þjóna þeim einum tilgangi að vera coke, pylsu og blöðruhátíð barna.

 

 


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er spurning hvort Oddnýju hefur tekist að hreinsa fylgið af S listanum með þessari gáfulega og smekklegu ályktun?

Skyldi það vera rétt hjá mér að pólitískir vitsmunir séu horfnir úr stjónmálum á Íslandi?

Eða gáfnafarið bara svona almennt skoðað.

Þvílíkur borgarfulltrúi! Þvííkur frambjóðandi!

Árni Gunnarsson, 22.5.2010 kl. 09:37

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Frambjóðendur fjórflokksins í borginni eru önnum kafnir við að grafa sína eigin gröf. Bakhjarl þeirra í landsmálunum er verri en enginn.

"Som man reder saa ligger man" segja danskir.

Kolbrún Hilmars, 22.5.2010 kl. 17:06

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Algerlega sammála Sigurður !

Lágkúran í ofboðinu við að fá meira fylgi við ESB aðild, er svo mikil að þetta er tengt þjóðhátíðardeginum af formanni ESB samninganefndar ríkistjórnarinnar, Stefáni Hauk, meðan það er að öllum líkindum alger tilviljun að annar af fjórum árlegum fundum leiðtoganefndar ESB er haldinn þ.17júní og reyndar er aðildarumsókn Íslands ekki á dagskrá þarna einusinni sbr. fréttinni tengt þessu bloggi og í pappírútgáfu mbl. er með aðeins í "votum" draumum SH.

Annars meir um þetta HÉR og ýmsir tengla á fréttir tengdar málinu, þarna kemur líka fram hvað mér finnst um það að óháð þessari tilviljun fundardagsetningar leiðt. ESB, hvernig ótrúlega margir Íslendingar vilja "eyðileggja" fagnaðarhátíðahöld fullveldisins með því að draga þessa deilu (og þar með allt ósætti í framtíðinni ??) inn á þennann dag ALLRA Íslendinga, sama hverrar skoðunar þeir eru á hinum ýmsu málum :(

MBKV að "Utan"

KH 

Kristján Hilmarsson, 22.5.2010 kl. 19:32

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er fínt. Nú hefur Oddný útilokað alla möguleika Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Gott mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband