Jóhanna grætur við stekkinn

efcf1bc4a1da8ffd6e8692594e63-grandeFormaður Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir grætur hástöfum við ESB stekkinní bréfi sembirtist í hennar nafni í hollenska blaðinu Het Financieele Dagblad. Hún lofar að Íslendingar muni borga sama hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunar verða.

 „Icesave-deilan má ekki skaða langtíma samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða aðildarferlið að Evrópusambandinu,"  segir Jóhanna.  En þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er jafnframt forsætisráðherra er hætta á að áhugi Samfylkingarinnar stórskaði samningsstöðu Íslands gagnvart Æsseif.


mbl.is Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er forsætisráðherra íslands að segja að no matter what þá muni hún nauðga þessum díl upp á þjóðina. Nei mun þýða já!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 21.1.2010 kl. 13:08

2 Smámynd: Halla Rut

Sama verður með ESB. Þótt það verði kosning og svarið verði NEI þá munu þau líta á það sem leiðbeinandi og skrá okkur undir ofurveldin skammlaust.

Halla Rut , 21.1.2010 kl. 13:46

3 identicon

You have the chance to decide if you want to be recognised as an International Nation that can be trusted or want to be Independent  of the International Community...Its easy...and I am not trying to be nasty. It really is that simple..Reallity sucks ! Unfortunately I really don't think anyone outside Iceland cares all that much...that is a shame...but that is fact.....sorry..

Whatever happens.....Good Luck Iceland....

Fair Play (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 19:40

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað gengur "kellingarálftinni" eiginlega til?????

Jóhann Elíasson, 21.1.2010 kl. 20:11

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Truntan er að útvarpa um allan heim:

“Ríkisstjórn Íslands mun halda áfram að gera ALLT sem í valdi hennar stendur, til að uppfylla skyldur Íslands í Icesave-deilunni við Bretland og Holland.”

 

Þetta skaðræði verður að stoppa !

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.1.2010 kl. 09:59

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fyrst þegar ESB var kynnt lét ég blekkjast og taldi einn markað merkja sami markaður innan ESB. ESB var að tala við USA og aðra utan að m.t.t þeirra væri EU einn markaður. Þetta virðast allir hafa gert því menn nota það sem rök að innlánatryggingasjóðskerfin byggi á það allt sé einn og sami markaður.  Já hvað varða samstilltar lámarkstryggingar til að tryggja að  sömu útibú sama Meðlima-Markaðar  ofbjóði ekki öryggi annarra útibúa í samkeppni. Svo eiga lámarks innlántryggingar að létt undir með ábyrgu útibúum sama tryggingakerfis þegar eitt lokar. Þau lána einkatryggingarsjóðnum saman.

EU innri markaðir eiga að tryggja öllum Meðlimum sama samkeppni rétt inn á hvers annars markaði.

Grunnreglan í EU er sérhvert Meðlima Ríki hefur sinn eigin ríkisborgarrétt EU ríkisborgarrétturinn bætist við hann.

Sérhvert Meðlima-Ríki er sjálfábyrg efnahagslögsaga [ber ábyrgð á samkeppni sinna markaða] sem kaupir sínar  evrur til að setja í umferð á gengi sem tekur mið af þess þjóðartekjum innan EU.

Þetta er eftir stjórnskipunarskrá EU. Ekkert í líkingu við það sem hefur verið haldið fram af meintum EU sérfræðingum.

Áhætta fyrir Breta er mikil að fara fyrir Dómstóla EU því ef dæmdt eins og ríkistjórnin segði fyllist allt upp af samkeppni á bankamarkaði Breta, sem þeir vilja forðast í lengstu lög.  Svo bannar Stjórnarskrá EUað  að jafn öllum saman í einn markað. Seðlabanka kerfi EU byggir á samkeppni Meðlima-Ríkjanna t.d. með tekjum af evrusölu.

Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 23:35

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Deutche bank til dæmis er meðmæli um traustan skuldunaut.

Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 23:37

8 Smámynd: Auðun Gíslason

Kreppan dýpkar og skuldir þjóðarinnar hækka! Axlar stjórnarandstaðan ábyrgð á gerðum sínum?

Afleiðingar af hinu harða áróðursstríði stjórnarandstöðunnar og fylgisveina hennar voru þær að forsetinn vísaði Icesave2-lögunum til þjóðarinnar.  Þar ber Indefence-hópur Framsóknarflokksins mikla ábyrg.  Með þjóðrembuáróðri og blekkingum fengu þeir fólk  til að skrifa undir áskorun til forsetans.  Í raun er þessi Indefence hópur ekkert annað en vel skipulögð undirróðursmaskína fyrir formann Framsóknarflokksins; framvarðarsveit hópsins eru vinir og kunningjar Sigmundar Davíðs!  Þeim tókst að fá um 60.000 nytsama sakleysingja til að setja nafn sitt á undirskriftalistann fyrir formann Framsóknarflokksins!

Nú eru afleiðingarnar smátt og smátt að koma í ljós.  Skuldatryggingaálag Íslands er á leið uppúr þakinu.  Lokast hefur á alla lánamöguleika. Framkvæmdir hefjast ekki meðan svoleiðis er!  Eina leiðin útúr kreppu eru framkvæmdir og fjárfestingar. 

Ef áfram verður lokað fyrir aðgang að fjármunum og ekki verður hægt að endurfjármagna lán, fara í framkvæmdir og fjárfestingar, þá hlýtur kreppan að dýpka og lengjast.  Skera þarf meira niður og hækka skatta meira en gert hefur verið. Hallinn á ríkissjóði gæti orðið meiri. Hallinn á ríkissjóði ber vexti og þeir hlaðast upp.  Þar af leiðir að eftir því sem kreppan dýpkar og lengist hækka skuldir ríkissjóðs vegna vaxtakostnaðar.

Niðurrifsstarfsemi huglausrar stjórnarandstöðu hefur nú stórskaðað þjóðin.  Tilgangurinn var að grafa undan ríkisstjórninni.  Stjórnarandstaðan gróf í leiðinni undan möguleikum þjóðarinnar til að vinna sig hratt útúr kreppunni.  En tilgangurinn virðist helga meðalið!

Meðan Icesave-málið er óklárað gerist ekki annað en það að kreppan dýpkar og dýpkar.  Í boði stjórnarandstöðunnar, Indefence-hóps Framsóknarflokksins, forseta Íslands, nytsamra sakleysingja og þjóðrembukverulanta. 

Auðun Gíslason, 23.1.2010 kl. 00:32

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Miðlima-Ríki EU bíða í röðum eftir fjárfestingum. Íslendingar hafa engin tromp í hendi ef þeir stefna ekki Bretum fyrir að mismuna Íslenskum útibúum eftir margra ára starfsemi og gera þeim ekki kleyft að standa við skuldbindingar sínar gagvart einkainnlántrygginkerfi aðalútibúanna á Íslandi sem er ábyrgt fyrir greiðslum gagnvart Glitni.

Samfylkingin hefur ekki umboð frá Brussel til að sóa fé EU. EU er ekki góðgerðastofnun. Lánafyrirgreiðslur eins og Samfo á að venjast í einkalífinu hér tíðskast ekki í EU. Þetta kallast fórnunarkostnaður útþennslu tímabilsins á fagmáli.

Lið sem hefur verið heltekið græðgi í 17 ár læknast ekki á einni nótti á mælikvarða EU.

Júlíus Björnsson, 23.1.2010 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband