Hvað ef Graham biður fyrir Obama?
Fimmtudagur, 11. október 2012
Ég skal segja ykkur það ein aðalfréttin í USA er að það hafi hlaupið á snærið hjá Romney að fá öldunginn Billy Graham til að biðja fyrir sér og þetta muni skipta sköpum. En hvað ef Obama fær Billy til að biðja fyrir sér. Er hann þá ekki búinn að jafna metin?
![]() |
Graham biður fyrir Romney |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Maðurinn barði ekki sambýliskonu sína
Fimmtudagur, 11. október 2012
Ég var gabbaður til að lesa þess annars leiðinlegu frétt af því að ég hélt að hún fjallaði um krassandi hjónaerjur. Við lestur fréttarinnar kom í ljós að um var að ræða "hjaðningarvíg" fyrrverandi pars sem líklega hefur verið í verulegri óreglu en á barn saman. Barnsins vegna vona ég að konan finni betri félagsskap en þennan óreglusama og ofbeldisfulla ræfil.
![]() |
Barði sambýliskonu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Húrra fyrir verkalýðsfélagi Akranes
Fimmtudagur, 11. október 2012
Verkalýsfélag Akranes stóð fyrir könnun sem sýndi að yfirgnævandi meirihluti félaga ASÍ vildi að forseti sambandsins yrði kjörinn í allsherjaratkvæðagreiðslu. Sjá Hér
En miðstjórnin sló skjaldborg um Gylfa enda eru menn með reynslu af stjórnarsetu í Tortólafélagi ekki á hverju strái.
![]() |
Hafnaði tillögu um allsherjaratkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |