Vilja inn um hundalúguna en í þágu hverra?

Í ellefu hundruð ára sögu Íslandsbyggðar hefur okkur farnast best þegar við höfum ráðið okkar málum sjálf. Lýðveldistíminn er stuttur og vissulega höfum við gert afdrifarík mistök. Í stað þess að gefast upp og kasta frá okkur ábyrgðinni ættum við að taka okkur saman í andlitinu, draga lærdóm af mistökunum og bregðast við þeim eins og menn.

"Lengi getur vont versnað" Já ótrúlegt en satt:

Jafn afleitt og kvótakerfið er hér á Íslandi, færum við fyrst úr öskunni í eldinn með því að hér yrði innleitt Brusselfiskveiðikerfið. Og þá myndi fáráðlingahátturinn ná nýjum hæðum ef þjóðin afhendi fiskimiðin, lífsbjörgina, til Evrópusambandsins og þeir fáu húskarlar sem hér strituðu fyrir mat, þyrftu að halda uppi heilu stóði af hámenntuðum íslenskum möppudýrum sem nytu lífsins í Brussel þar sem menn sópa göturnar fyrir 300.000.

mbl.is Víglínur skýrast gagnvart ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband