Velvildarmenn Íslands eiga undir högg að sækja
Mánudagur, 11. janúar 2010
Margir undrast að Bretar hafa beitt ýmsum þvingunarmeðulum til að fá Íslendinga til að taka á sig umdeildar skuldir með háum vöxtum án þess að leyfa þjóðinni að leita dómstóla
Málsmetandi hagfræðingar telja að Ísland muni sitja uppi með ósjálfbærar skuldir. Ef það gengur eftir liggur fyrir þjóðinni þ.e. niðjum okkar að verða efnahagsleg nýlenda Breta og Hollendinga.
Ég undrast háttsemi íslenskra þingmanna, sem ráðast tafarlaust eins og úlfar á þá sem af velvild voga sér að taka upp hanskann fyrir Ísland.
![]() |
Lipietz vísar gagnrýni á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólína skildi samninginn til hlítar löngu áður en hún sá hann
Mánudagur, 11. janúar 2010
Ólínu Þorvarðardóttur þykir lítið koma til Alain Lipietz sem tekur málstað Íslands af því að sjónvarpið þýddi starfsstöð sem útibú og vegna þess að hann hafi setið á þingi í skamman tíma. Ólína áttar sig ekki á að Alain hefur verið þekktur hagfræðingur í fjölda ára áður en hann kom á þing. Vandamálið er að almenningur les sig ekki til og því er hægt að hagræða sannleikanum endalaust með verulegum árangri. Ólína samþykkti Æsseif löngu áður en hún sá samninginn. Það er kannski þess vegna sem hún gerir lítið úr Lipietz. Samfylkingin hefur líka horn í síðu Evu Joly sbr óviðeigandi ummæli aðstoðarmanns forsætisráðherra í hennar garð.
Margir lögmenn hafa dregið ábyrgð Íslands í efa t.d. Evrópulögfræðingarnir próf Stefá Már, dr. Elvíra, prof. Sigurður Líndal, Magnús Thoroddsen fyrrv hæstaréttardómari, Ragnar Hall og dr. Herdís Þorgeirsdóttir.
Ég efast um að meira en 3% landsmanna hafi lesið þetta og því eiga stjórnmálamenn auðvelt með að segja hvað sem er.
![]() |
Segir misskilnings gæta hjá Lipietz |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)