Vatnasl - Glansinn af ESB aðild orðinn mattur.

Eftir því sem frekari upplýsingar koma fram eyðist gljáinn af ESB. Í nýrri rannsókn Gallup kemur fram að  58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.

Sögulega séð hefur Íslandi gengið best þegar það hefur haft forræði í eigin málum en ef Ísland yrði aðili að ESB yrði staða þess fyrirsjáanlega mun verri.

Sérstaða Íslands felst í því að Ísland býr við miklar náttúruauðlindir, einhæft atvinnulíf og er mjög háð utanríkisviðskiptum. Helsta auðlind Íslands er sjávarauðlindin.

Ef Ísland gengi í ESB myndi landið missa forræði yfir sjávarauðlindinni til langs tíma (s.k.v. Rómarsáttmálanum) þó við gætum fengið tímabundnar undanþágur eins og Malta, sem Össur hefur oft vitnað til en fiskveiðar þess ríkis eru á við íslenskan vertíðarbát. Ef við gengum í bandalagið yrðum við tafarlaust og undantekningalaust að gangast undir allar tollareglur bandalagsins sem eru alls ekki hannaðar fyrir ríki sem flytja út fisk, heldur þvert á móti.  Þannig myndum við skrúfa fyrir útflutning okkar á fiski til Asíu og víðar, þar sem markaðirnir eru að vaxa hvað mest.  Í Kína og Kóreu var um 40- 60% tollur á fiski en Ísland hefur beint og í gegnum EFTA fengið miklar lækkanir og við vorum langt komin með fríverslunarsamning við þessi ríki en það hefur illu heilli verið sett á ís.  Gagnvart Kína þyrftum við að lækka tolla á skóm og skyrtubolum um 15% sem ætti ekki að skaða okkur en ESB myndi aldrei fallast á.

 


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband