Opiđ bréf til allsherjargođa

l33961367742_2391                                                                                  Ágćti allsherjargođi.

Mörgum er ofarlega í huga hvenćr landvćttirnar muni grípa í taumana og blanda sér í stjórnmálabaráttuna međ afgerandi hćtti?

Viđ ásatrúarmenn og raunar allir Íslendingar ađhyllumst frelsi andans, samt er ţađ ćđi oft svo ađ mađur leiđir ekki hugann ađ forrćđinu fyrr en ţađ bitnar á manni sjálfum.

Hingađ hafa jafnan borist stefnur og straumar utan úr hinum stóra heimi, nú síđast Evrópuhugsjónin, allt hefur ţetta gengiđ yfir eins og flensurnar. 

Forrćđishyggjumönnum til yndisauka en gömlum sjómanni, vini mínum til ama eru verjur einungis leyfđar í einni EB-stćrđ og hefur hann ţví ţurft ađ útvega sér ţessa munađarvöru frá Ameríku, ţar sem enginn amast viđ ţví ađ ţessi vöđvi, sem ekki má nefna, sé ekki af stađlađri stćrđ.   Viđ brosum kannski ađ ţessum vandrćđum vinar míns sem ber harm sinn í hljóđi.

Nái óskir samforrćđishyggjumanna  fram ađ ganga verđur Kjartani sćgreifa innan tíđar gert ađ hćtta ađ selja vinsćlasta réttinn sinn hvalkjöt.

Hvalveiđimennirnir, segja sambrćđingssinnar og yppta öxlum: Geta ţeir ekki fundiđ sér eitthvađ annađ? Ţađ skapast ný mörg störf ţegar fjölgar um rúman helming í ráđuneytunum.

Kannski rekur ţađ mig til ađ hafa samkennd međ ţessu fólki ađ ćttingjar mínir hafa komiđ saman svo lengi sem elstu menn muna og borđađ ólöglegar afurđir ţ.e. sel, ţetta köllum viđ selskap sem viđ hugsum ávalt til međ mikilli tilhlökkun.  Nú skilst mér ađ ţetta sé ţyrnir í augum Evrópuhugsjónamanna sem myndu heldur vilja sjá okkur  Skógarnesinga borđa evrópskt svínakjöt.

Allt eru ţetta ţó smámunir í samanburđi viđ ţá fyrirćtlan Evrópuhugsjónamanna ađ gera okkur frjálsborna Íslendinga ásamt óbornum niđjum okkar ađ Ísţrćlum, "sem afsala sér griđum óafturkallanlega og ótímabundiđ" (Icesave samn.), til ţess eins ađ kaupa ađgöngumiđa í "Kćfubelginn Brussel".

Ţví heiti ég á ţig ágćti allsherjargođai, ađ ţú beitir tafarlaust áhrifum ţínum viđ landvćttirnar ţannig ađ  ţćr bćgi ţessari ógn, Evrópuhugsjóninni, frá landinu áđur en hún veldur hér skađa.

 

 

 


mbl.is Frestun Icesave slćmur kostur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband