Góð mæting ávísun á betri Icesave samninga

Oft var þörf en nú er nauðsyn. Bretar sendu harðsnúna samningamenn gegn íslenskum viðvaningum, niðurstöðuna þekkja allir.  Þjóðin er andsnúin þessu hörmulega samningsuppkasti  en bæði ráðamenn og hún sjálf er dofin. Stjórnmálamenn sem hafa gert óteljandi mistök virðast ekki með sjálfum sér.  Hættan er sú að mönnum sé svo mikið í mun "að komast í 7 ára skjól" að þeir semji komandi kynslóðir í skuldaánauð. Það má ekki gerast! Þess vegan verðum við að mæta og sýna stjórnmálamönnunum okkar, sem eru upp til hópa gott fólk, stuðning og aðhald. Þannig og einungis þannig ná þeir betri samningum.3622331080_b0d913e76bHIK-ICESLAVE


mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband