Verslunin skyldi ekki vanmeta sjávarútveginn

Samtök verslunar og þjónustu mæla með inngöngu Íslands í ESB og telja að vaxtarmöguleikar séu í verslun og þjónustu "frekar en öðrum greinum t.d. sjávarútvegi" að sögn Margrétar Kristmannssdóttur formanns SVÞ.  Margrét er fær á sínu sviði en við sem erum í verslun, ég tala nú ekki um okkur sem erum í innflutningi, skyldum varast að vanmeta sjávarútveginn. Í fyrsta lagi skapa útflutningsgreinarnar með sjávarútveg fremstan í flokki þann gjaldeyri sem nauðsynlegur er til að hægt sé að flytja inn erlenda vöru. Engin grein stendur undir jafn mikilli verðmætasköpun sem sést best á því að þessi grein er að borga 40-50 milljarða á ári í vexti til erlendra banka. Hvaða önnur grein myndi standa undir öðru eins? Í sjávarútvegi eru ótal tækifæri til að auka tekjusköpun t.d. með því að leyfa 28.03.landsf.margret.kristmannsdveiðar á sjávarspendýrum í meiri mæli en nú er gert. Hægt er að auka veiðar einkum strandveiðar og fullvinna afla í meira mæli en nú er gert. Þá er auðvelt að koma í veg fyrir brottkast þar sem tugmilljörðum er kastað á glæ á hverju ári. Og síðast en ekki síst er hægt að vinna mikilvæga markaði í Asíu með því að ganga ekki í Evrópusambandið. 

 

Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ


mbl.is Blöskrar vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leit hætt að dularfullum reyk

Leit hefur nú verið hætt að reyk austan við Garðskaga og sunnan við 3 ský á himni.   Jack_mystery2 Björgunarskip og bátar frá Suðurnesjum og Hafnarfirði fóru til leitar auk varðskips og  þyrlu Landhelgisgæslunnar. Enginn reykur fannst á svæðinu enda norð-vestan átt og því er talið að reykurinn hafi leitað í suð-austur  þó ekki hafi það fengist staðfest.
mbl.is Leit hætt á Faxaflóa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband