Evrópusinnar borða ekki skötu

skata2-s Við eru nokkrir skólabræður sem tókum upp þann sið fyrir allmörgum árum að fara út og boða skötu á Þorláksmessudag. Stemningin hefur verið svo góð að þetta hefur spurst út og hópurinn hefur stækkað en nú hefur þetta breyst til verri vegar eftir að Samfylkingin ákvað að meðlimirnir ættu að vera evrópusinnar. Þannig voru tvenn hjón sem tóku ekki í mál að smakka skötu en töluðu ákaft um hvað lyktin væri óþolandi. Þeim var boðið uppá saltfisk en þau vildu heldur fá "Bakkalá" en þegar þeim var sagt að það væri saltfiskur fengust þau til að borða og það með bestu lyst. Það var því útlit fyrir að þetta myndi enda ´vel allt þangað til Kolla, sem er ópólitísk þótt hún sé gift flokksbundum samfylkingarmanni laumaðist til að smakka einn bita af skötu og umsvifalaust tjáð að hún gæti sofið í stofunni í nótt.
mbl.is Ekki bara á Þorlák
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband