Vextirnir af Æsseif 70 milljarðar nú þegar

Nú höfum við haft jákvæðan viðskiptajöfnuð (keypt minna en við seljum) í 14 mánuði þökk sé krónunni.  Það dugar þó skammt, því ef Alþingi samþykkir Æsseif eins og það liggur fyrir þá eru bara vextirnir orðnir 70 milljarðar nú þegar. Þó við myndum stöðva bílainnflutning næstu 20 árin þá dugar það engan veginn til að halda í við vextina. Þökk sé nefndinni sem Steingrímur skipaði sem samþykkti af rausnarskap 5,5% vexti sem Bretar kröfðust en þeir taka sjálfir lán á innan við 3% vöxtum þannig að þetta er stórgróði fyrir þa´ef Íslendingar geta þá nokkurn tíma  borgað. Bretar treystu því ekki betur en svo að þeir plötuðu samninganefndina til að skrifa undir að "íslenska ríkið afsalaði sér rétti til að óska þegnum sínum griða ævarandi og óafturkallanlega".  Svavar sagðist ekki hafa nennt að hanga yfir þessu og fékk mikið lof frá Steingrími fyrir skörungsskap. 

 Hver á að fá skussaverðlaun fyrir Icesave samninginn?

Mér þætti ekki ósanngjarnt þó nokkrir deildu þessu með sér. 

Hvað finnst ykkur?c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg

 

 

jhanna_sig_og_steingrmur_2_jpg_550x400_q95


mbl.is Áfram afgangur á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Átti ekki Ísklafinn að skapa traust?

fjlskylduhjlp__jpg_550x400_q95Yfirlýstur tilgangur með því að smokra Ísklafanum á herðar komandi kynslóða, sem þær fá ekki risið undir var að skapa traust. 

Nú þegar Steingrímur og Jóhanna eru bjartsýn á að koma Ísþrælafrumvarpinu í gegn um þingið lækkar lánshæfismatið niður í E flokk. Lá það ekki alltaf fyrir?  

 

 Myndin er tekin í Fjölskylduhjálpinni

 


mbl.is Ísland fær lægstu einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband