Jóhanna klagar Framsóknarflokkinn

Þá er Jóhanna búin að birta bréf sitt þar sem hún klagar Framsóknarflokkinn fyrir Stoltenberg m.a. með þessum orðum:

"Við gerum okkur vel ljóst að Lundteigen talar fyrir sig og afstaða norsku ríkisstjórnarinnar er okkur vel kunn. Það gildir hins vegar ekki um alla hér á landi og Framsóknarflokkurinn á Íslandi sakar okkur um að fylgja ekki eftir frumkvæði sínu. "

c_users_gudni_lversson_pictures_mp_navigator_sjorinn_250_tonn_af_makril_714029Jóhanna kvartar ekki við Norðmenn undan Bretum sem vilja ekki leyfa Íslendingum að leita réttar síns fyrir dómstólum.  En ef þetta er afstaða erlendra ríkja  að knésetja eigi Ísland og meina því að leita til dómstóla hvers vegna erum við þá að fóðra mörg hundruð þúsundir tonna af makríl á þorskseiðum í íslenskri lögsögu ókeypis að ósk þessara þjóða? 

Íslendingar geta slegið tvær flugur í einu höggi: Aflað sér tugmilljarða tekna í beinhörðum gjaldeyri og  dregið úr afráni makrílsins á seiðum okkar nytjastofna.


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppstokkun í ríkisstjórninni fyrirsjánleg.

%C3%96gmundurÖllum er nú ljóst að ef þessi ríkisstjórn á að lifa og duga til einhvers verður að vera uppstokkun í henni. Það hefur komið æ betur í ljós að Jóhanna er orðin öldruð og lúin og veldur ekki því hlutverki að vera forsætisráðherra. Þá veikti það ríkisstjórnina með afgerandi hætti að hæfasta ráðherranum, Ögmundi Jónassyni, var nánast skákað út með því að reyna að hefta sannfæringarfrelsi hans. Ögmundur er sá stjórnarliðinn sem hefur besta jarðtengingu. Augljósasta  svarið er að hann verði gerður að forsætisráðherra og Jóhanna taki við því sem hún er best í og verði félagsmálaráðherra. 


mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband