Færsluflokkur: Heimspeki
"Bara skrifa" "Kostar ekki krónu"
Laugardagur, 12. desember 2009
Það gengur ekki vel að finna lögmenn sem vilja skrifa uppá að Icesave samrýmist stjórnarskránni. En þetta er ekki það versta. Þjóðin vill þetta ekki og Samfylkingin sem óttast þjóðaratkvæðagreiðslu eins og heitann eldinn, hefur nú breytt um taktík:
"Bara skrifa" "Kostar ekki krónu"
Ætlar Samfylkingin að skuldsetja þjóðina inn í ESB og greiða með auðlindunum þegar aðrir kostir eru ekki í stöðunni?
Hafna að vinna lögfræðiálit á Icesave-frumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Forsetinn mun standa vaktina
Miðvikudagur, 9. desember 2009
Forsetinn samþykkti Æsseif síðast vegna fyrirvaranna sem nú hefur verið rutt í burtu.
Í drögum að nýrri stjórnarskrá er gert ráð fyrir að 10% geti krafist þjóðaratkvæðis hvenær sem er.
Nú hafa þæp 15% kosningabærra manna skrifað undir sem er svipað og þegar gjá myndaðist milli þings og þjóðar og forsetinn flýtti för sinni heim.
Ég treysti forseta Íslands!
32.000 skora á forsetann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Villifé eða villimennska við Tálkna?
Mánudagur, 7. desember 2009
Styðja smölun villifjár í Tálkna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Verða konur grýttar í Evrópu framtíðarinnar?
Sunnudagur, 6. desember 2009
Það eru í senn ógnvænleg en um leið gleðileg tíðindi sem berast frá Spáni um að til hafi staðið að aflífa (grýta) konu fyrir hórdóm en um leið gleðilegt að tekist hafi að koma í veg fyrir níðingsverkið. Múslinmar eru 16 milljónir innan Evrópusambandsins og fjölgar hraðar en öðrum. Það vakti mikla reiði í Bretlandi þegar þarlendur kristinn biskup vildi í nafni umburðalyndis leyfa múslimum að nota shari lög gagnvart sínu fólki.
Ég er haldinn fordómum gagnvart þeim sem vilja leyfa að konur séu grýttar.
Ætluðu að lífláta konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vitinu komið fyrir Æsseifsinna?
Laugardagur, 5. desember 2009
Nú virðast stjórnarsinnar hafa fallist á að kanna málstað Íslendinga gegn því að sátt verði um þingstörfin. Ekki eru allir á eitt sáttir á þetta. Meðfylgjandi mynd er af æstum Æsseifsinna sem vill ekkert gefa eftir.
Samkomulag um afgreiðslu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hanna Birna í boði Landsbankans
Þriðjudagur, 1. desember 2009
Það er skýlaust brot á vanhæfisreglum stjórnsýslulaga og merki um pólitíska spillingu að Hanna Birna Kristjánsdóttir skuli hafa tekið ákvörðun um staðsetningu Listaháskóla við Laugaveg enda er upplýst að hún þáði peninga frá Landsbankanum. Ef einhver siðvæðing hefur átt sér stað ætti hún líka að ná til Reykjavíkurborgar. Sennilega er Ólafur F. Magnússon eini borgarfulltrúinn sem skilað gæti siðferðilegu heilbrigðisvottorði ef slík vottorð væru gefin út.
Vill að Hanna Birna víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skuldsetniga bautasteinn
Þriðjudagur, 1. desember 2009
Hávamál segja okkur að menn lifi í verkum sínum eftir sinn dag hvort sem þau eru til góðs eða ills.
Mér líst vel á bautastein um hvernig þingmenn greiða atkvæði en ekki endilega skussabautastein. Hættan er sú að hégómlegir þingmenn vilji komast á svona stein þó það hafi verið fyrir óþurftarverk.
Nær væri að geta allra og kannski ekki síst þeirra sem greiða atkvæði gegn Ísklafanum.
Vilja minnisvarða um samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mögnuð bloggfærsla um óttann sem stjórntæki
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Lesið þessa upplýsandi færslu um óttann og Samfylkinguna hér!
Samfylking með prófkjör í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yndisleg tónlist & mergjaður texti
Föstudagur, 27. nóvember 2009
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bjúgverpill og hrunadans Myndband
Föstudagur, 27. nóvember 2009
Heimatilbúnir og tímabundnir erfiðleikar eru notaðir sem skálkaskjól til að ganga á framtíðna og fórna náttúruperlum og skerða þannig lífsgæði afkomenda okkar. Léttúðleg skuldsetning komandi kynslóða getur hæglega leitt til þess að þjóðin missi forræði á auðlindum sínum. Viðeigandi orð veruleikafirring og vanhæfni, um þann hugsunarhátt að neyta á meðan á nefinu stendur en láta framtíðina skeika sköpum.
Var það ekki einmitt þessi hugsunarháttur sem leiddi til hrunsins?
Svandís veruleikafirrt eða vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimspeki | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)