Færsluflokkur: Umhverfismál
Tilviljun?
Föstudagur, 21. desember 2012
Tímatal Maya hofst fyrir 5.125,40 árum og því hefst ný skipan milli jarðar og himingeimsins í dag. Þennan sama dag fyrir óralöngu völdu Freyr Njarðarson (ás) og Gerður Gymnisdóttir (jötunmær) til að gefast hvort öðru og njóta ásta í 9 daga og 9 nætur til að koma á nýrri skipan og hefja nýtt upphaf, jól.
Vonandi verður ný skipan himins og jarðar okkur öllum farsæl.
Gleðileg jól.
Upphafi nýrrar hringrásar í tímatali maya fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Svo bregðast krosstré sem önnur tré"
Föstudagur, 14. desember 2012
Gylfi segir sig úr Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færeyingar og Íslendingar sameinist!
Föstudagur, 11. júní 2010
Nú er allt útlit fyrir að Danir muni greiða atkvæði gegn hagsmunum Færeyinga í þágu Evrópusambandsins með því að gera málamiðlun um hvalveiðar. Vinir okkar Færeyingar eru æfir út í Dani fyrir þennan lúgahátt. Við eigum að sameinast Færeyingum og fela þeim stjórn sjávarútvegs- og efnahagsmála sem þeir ráða mun betur við.
Færeyskir stjórnmálamenn spretta úr atvinnulífinu og skammast sín ekki fyrir að spyrða fisk ef engin eftirspurn er eftir þeim lengur, ólíkt íslenskum stjórnmálamönnum sem krefjast þess að verða sendiherrar eða seðlabankastjórar. Þetta ráðslag Íslendinganna þenur út utanríkisráðuneytið og hvetur til þess að sótt sé um aðild að öryggisráðinu þó það sé dýrt og Evrópusambandinu þó þjóðin tapi á því.
Færeyingar æfir út í Espersen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óskasteinn
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjófuglar og ýsa
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Ýsan lifir m.a. á hrognum sandsíla þannig að ef eitthvað er til í þessu gæti hrygning sandsíla gengið vel og þorskur og fuglar þyrftu ekki að svelta.
Guð láti gott á vita
Staða ýsustofnsins slök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Friða mink í hænsnabúi?
Mánudagur, 9. nóvember 2009
Það er ekki annað hægt en að vera sammála ungum sjálfstæðismönnum á Snæfellsnesi um að rétt sé að auka aflaheimildir og að halda áfram að veiða hval til að fiskistofnarnir geti dafnað. En það ætti að taka skötusel úr kvóta því maður friðar ekki mink í hænsnabúi.
Vilja auka aflaheimildir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góðar fréttir fyrir þjóðarbúið
Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Það er mikil aukning í krókveiðum hjá aflamarksbátunum sem líklega eru búnir að landa verðmætum fyrir meira en 15 milljarða en auk þess er góð veiði hjá strandveiðibátunum sem væntanlega mun styrkja krónuna, ekki veitir af. Þessar vistvænu veiðar skila besta fiskinum og kosta minnsta olíunotkun pr veitt tonn af fiski.
Það sem gerir strandveiðarnar sérlega arðvænlegar er að ekki er hægt að veðsetja aflaheimildirnar og því rennur arðurinn ekki óskiptur úr landi í formi vaxta.
Aflaaukning hjá krókaaflamarksbátum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 07:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóhanna á móti tortryggni gagnvart Icesave
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Jóhanna varar við tortryggni gagnvart Icesave en hún hefði betur sýnt meiri aðgæslu varðandi þessa afleitu samninga því nú hefur henni verið bent á að vaxtagreiðslur upp á 300 milljarða er ekki forgangskrafa í eignir Landsbankans. Jóhanna segir samt að fólk skilji bara ekki hvað endurskoðunarákvæðið sé svakalega gott og raunar alveg einstakt. Þess vegna verður að kaupa lögfræðiálit væntanlega frá einhverjum samfylkingarlögfræðingum til að útskýra sinn skilning á því. Það er þó merkilegt´miðað við allan þann fjölda lögmanna sem tjáð hafa sig um málið að enginn virðist vilja hæla þessu í sjálfboðavinnu Hún segist sjálf svekkt yfir að þurfa að borga þetta en ef lánið verður ekki gjaldfellt fellur það ekki með fullum þunga fyrr en hún verður komin vel á níræðisaldurinn.
Nú þarf velviljað fólk að forða þessari fullorðnu og góðu konu frá því að fremja þennann gjörning svo hún þurfi ekki að þjást í hárri elli yfir að hafa komið þjóð sinni á vonarvöl.
Tortryggni í samfélaginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leit hætt að dularfullum reyk
Miðvikudagur, 10. júní 2009
Leit hætt á Faxaflóa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórnin festi góða veðrið í sessi
Miðvikudagur, 27. maí 2009
Mér þætti mikils um vert ef okkar ágæta ríkisstjórn, sem nýtur ríflegs meirihluta á þingi myndi taka á sig rögg og festa góða veðrið í sessi a.m.k. fram yfir mánaðamót. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir sálarheill sárþjakaðra landsmanna og því má ríkisstjórnin einskis láta ófreistað til að ná þessu fram, t.d. með fulltingi okkar ágætu veðurfræðinga og jafnvel erlendra sérfræðinga ef með þarf.
Þá þyrfti ríkisstjórnin, í samráði við aðila vinnumarkaðarins að leita leiða til að jafna aðstöðu þeirra sem stunda innivinnu og hinna sem njóta sólarinnar hvort sem það er í útivinnu eða á atvinnuleysisbótum.
Festa gengið í 160 - 170 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)