Færsluflokkur: Ljóð

Ásmundi Daðasyni óskað heilla.

%C3%81smundur_Einar_Da%C3%B0asonHeimssýn, félagsskapur sem vill setja hagsmuni Íslands í öndvegi hefur aldrei haft brýnna erindi við íslenska þjóð en einmitt núna þegar óþjóðholl og spillt öfl hafa látið greipar sópa. Á þjóðþinginu og jafnvel í ríkisstjórn er fólk sem hefur þá framtíðarsýn að afsala sjálfstæðinu, auðlindunum og gera niðja sína að skuldsettum indíánum í eigin landi. 

  Ég komst því miður ekki á aðalfund Heimssýnar þar sem ég hafði löngu ákveðið að vera á 60 ára afmælishátíð Náttúrulækningafélags Reykjavíkur sem haldið var við fjölmenni í Hveragerði í dag. Þar eins og allstaðar þar sem fólk kemur saman eru framtíðarmál þjóðarinnar rædd. Og þegar það spurðist að Ásmundur hefði verið kjörinn formaður Heimsýnar var gerður að því góður rómur af þeim sem til hans þekktu.

Ragnar Arnalds hefur skilað frábæru starfi sem formaður Heimsýnar og skilar nú keflinu í hendur ungs hugsjónamanns.

Ég óska Heimssýn til hamingju og Ásmundi Einari Daðasyni velfarnaði og gæfu.


mbl.is Ásmundur Einar nýr formaður Heimssýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting til bóta í sjávarútvegi

lamb1234553042Árni Matthísen jók heimildir til að flytja aflamark á milli ára í þeim tilgangi að hækka leiguverð á kvóta. Leiguliðarnir áttu að bæta greifunum niðurskurðinn. Þannig var hann í hlutverki þjónsins sem skar lamb fátæka mannsins. Nú hefur þetta verið fært aftur til betri vegar af Jóni Bjarnasyni sem ætti að þýða aukið framboð og betri kjör leiguliða í sjávarútveJóni Bjarnasyni sgi.

 

Fyrrum sjávarútvegsráðherra lagði áherslu á að slátra lambi fátæka mannsins.


mbl.is Dregið úr heimildum um flutning aflamarks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friða mink í hænsnabúi?

Það er ekki annað hægt en að vera sammála ungum sjálfstæðismönnum á Snæfellsnesi um að rétt sé að auka aflaheimildir og að halda áfram að veiða hval til að fiskistofnarnir geti dafnað. En það ætti að taka skötusel úr kvóta því maður friðar ekki mink í hænsnabúi.  Upplitadur%20minkur%20litur%20i%20kringum%20sig


mbl.is Vilja auka aflaheimildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gjafir eru yður gefnar" (ábending um furðulega bloggfærslu)

baldur-kristjansson

Séra Baldur Kristjánsson fer með himinskautum og skrifar lofgjörð um Evrópusambandið á blogginu :

Takið hinni postullegu kveðju hér


Ósjálfstæðissinnaðir sjálfstæðismenn í samninganefndina

Samfylkingin hefur fundið ósjálfstæðissinnaða sjálfstæðismenn til að sitja í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið. johanna-sig


mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar átta sig

burdenÉg hef eytt talsverðum tíma í að kynna mér þessi mál og er sannfærður um að  ESB aðild hentar ekki ríkjum sem eiga fiskveiðiauðlind og þaðan af síður löndum sem vilja flytja út fisk til landa utan ESB.   Við þekkjum hvernig skriffinnskuapparatið  er búið að rústa fiskveiðar Skota og Íra  og með inngöngu myndu tollar sjávarafurða til Kína, Kóreu og annarra landa utan ESB skrúfast upp í 40-60%.

Þeir sem átta sig ekki á hagsmunum Íslands og vilja inn nefna Evruna  en það væri dýru verði keypt að fórna strax hagsmunum Íslands fyrir að geta kannski tekið upp Evru eftir 30 ár. 

 


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gegnheill stjórnmálamaður sem þorir!

6555ad8e47b1a9100c0e442977ba8d38_300x225Lilja Mósesdóttir hefur sýnt það með störfum sínum og málflutningi að hún er ábyrgur stjórnmálamaður sem þorir að taka storminn í fangið þegar á þess er þörf.  Það  er meiri mannsbragur á  að takast á við tímabundna erfiðleika en að ógna sjálfstæði þjóðarinnar með því að leggja þyngri klyfjar á börn okkar og barnabörn en þau fá risið undir.

Ég veit að þjóðin styður Lilju í þessu máli. 


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppstokkun í ríkisstjórninni fyrirsjánleg.

%C3%96gmundurÖllum er nú ljóst að ef þessi ríkisstjórn á að lifa og duga til einhvers verður að vera uppstokkun í henni. Það hefur komið æ betur í ljós að Jóhanna er orðin öldruð og lúin og veldur ekki því hlutverki að vera forsætisráðherra. Þá veikti það ríkisstjórnina með afgerandi hætti að hæfasta ráðherranum, Ögmundi Jónassyni, var nánast skákað út með því að reyna að hefta sannfæringarfrelsi hans. Ögmundur er sá stjórnarliðinn sem hefur besta jarðtengingu. Augljósasta  svarið er að hann verði gerður að forsætisráðherra og Jóhanna taki við því sem hún er best í og verði félagsmálaráðherra. 


mbl.is Ögmundur verði aftur ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Evrópusinnar

noEU_320Svokallaðir Evrópusinnar eru í sjöunda himni, ástæðan er ekki horfur Íslands, heldur afdrif Lissabonsáttmálans, enda eru þeir Evrópumenn.  Sjá hér

Mér gæti ekki staðið meira á sama.

Það væri óskandi að samfylkingarmenn a.m.k. meðan þeir starfa í ríkisstjórn hefði hugann frekar við hagsmuni Íslands en Evrópusambandsins.


mbl.is 67% Íra studdu sáttmálann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrannar skrifar forsætisráðherrum Bretlands og Hollands bréf.

Í fréttinni var sagt að Jóhanna Sigurðardóttir = (les Hrannar B. Arnarsson, sá hinn sami og vill æstur borga hrannar Æsseif og skammaði Evu Joly) hafi skrifað bréf til forsætisráðherra Hollands og Bretlands.  Sem sagt lagst á hnén.

Stjórnvöldum væri nær að fá Hrannar til að skrifa skorinort bréf til Evrópusambandsins og Norðmanna um að  Íslendingar hafi ekki efni á að taka meiri lán og hafi þess í stað ákveðið að veiða spikfeitan makríl sem nú er krökkt af um allan sjó.


mbl.is Bréf til Hollands og Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband