Færsluflokkur: Pepsi-deildin
Reynt að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu
Fimmtudagur, 4. febrúar 2010
Við blasir að Samfylkinginn vill nýta Æsseif til að hnýta Ísland við Evrópusambandið og meirihluti stjórnmálastéttariunnar vill hafa kosningaréttinn af þjóðinni. Því er best að kjósa sem fyrst.
Kosning utan kjörfundar:
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 6. mars 2010 hófst hjá sýslumanninum í Reykjavík þann 28. janúar. Opið er á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 til 15:30 virka daga.
Um helgar er opið frá kl. 12:00 til 14:00.
Frá og með 10. febrúar nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 til 22:00
Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Snyrtir og bartskeri í seðlabankanum
Föstudagur, 29. janúar 2010
Það er ekki einleikið hvað þjónustulund seðlabankasnyrtisins er mikil við samfylkingakonur. Karlarnir verð að láta sér nægja að fá rakstur í anddyrinu!
Gráta ekki granirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna grætur við stekkinn
Fimmtudagur, 21. janúar 2010
Formaður Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir grætur hástöfum við ESB stekkinní bréfi sembirtist í hennar nafni í hollenska blaðinu Het Financieele Dagblad. Hún lofar að Íslendingar muni borga sama hver niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunar verða.
Icesave-deilan má ekki skaða langtíma samstarf okkar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eða aðildarferlið að Evrópusambandinu," segir Jóhanna. En þar sem Jóhanna Sigurðardóttir er jafnframt forsætisráðherra er hætta á að áhugi Samfylkingarinnar stórskaði samningsstöðu Íslands gagnvart Æsseif.
Icesave skaði ekki alþjóðleg tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Veður Hrannari sleppt lausum á Martin Wolf?
Föstudagur, 15. janúar 2010
Hinn þekkti dálknahöfundur Finacial Times Martin Wolf hefur hætt sér inn á þá hálu braut að taka upp hanskann fyrir Ísland með því að leggja til að Bretar og Hollendingar hætti að kúga og eltast við Íslendinga.
Nú biður maður spenntur eftir viðbrögðum forsætisráðherra mun hún sleppa Hrannari B. Arnarssyni lausum?
Bretar og Hollendingar hætti einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Er forsætisráðherra illa við málsvara Íslands?
Miðvikudagur, 13. janúar 2010
Forseti Íslands hefur með framgöngu sinni snúið áliti alþjóðasamfélagsins Íslandi í vil og hlýtur að launum illmælgi Hrannars B. Arnarssonar aðstoðarmanns forsætisráðherra, sem bókstaflega hraunar yfir hann á fésabókarsíðu sinni sem er með 1729 áskrifendur. Skemmst er að minnast þess þegar Jóhanna sleppti Hrannari lausum síðast gegn Evu Joly fyrir að taka upp hanskann fyrir Ísland.
Þessi leikþáttur Jóhönnu og Hrannars minnir dálítið á séra Árna Þórarinsson prófast og hinn trygglynda Þórð húskarl hans, sem þekkti í þaula alla lesti þeirra sem prófastinum var í nöp við.
Fésbókarsíðan ekki opinber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eva Joly reynir að telja kjark í ríkisstjórnina
Fimmtudagur, 7. janúar 2010
Ólíkt hafast þau að forsetinn og Eva Joly annars vegar sem tala fyrir málstað Íslendinga og Samfylkingin sem túlkar málstað Breta og Hollendinga og reynir allt hvað hún getur til að koma þjóðinni í Evrópusambandið þó það kosti að þjóðin verði leidd þangnn í skuldafjötrunum Icesave.
Einn helsti talsmaður Samfylkingarinnar Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði nýlega að sú aðgerð forsetans að leyfa almenningi að ráða framtíð sinni með því að kjósa um Æsseif þýddi að ríkisstjórnin væri komin í baráttu við forsetann upp á líf eða dauða. Skynsömu fólki líður ekki vel að þessi ísbjarnardrottning sem treyst er fyrir hagsmunum okkar skuli líta á besta talsmann íslenskra hagsmuna á erlendri grundu sem óvin ríkisstjórnar Íslands númer 1. Og aðstoðarmaður forsætisráðherra hefur hnýtt í og sent Evu Joly tóninn fyrir að taka málstað þjóðarinnar.
Íslendingar þurfa kannski vinveittar þjóðir en þeir þurfa samt fyrst og fremst vinveitta ríkisstjórn
Joly harðorð í garð Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Steingrímur snýr við blaðinu og styður Indefence..
Miðvikudagur, 6. janúar 2010
Breska ríkisútvarpið ræðir við Ólaf Ragnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (62)
Ákvörðun forsetans fyrsta skrefið í átt til endurreisnar Íslands
Þriðjudagur, 5. janúar 2010
Þessi Fitch sem ríkisstjórnin hefur nú keypt þetta lánshæfismat hjá til heimabrúks hefur ekkert gildi því íslenska ríkið hefur hvort sem er löngu hætt að geta slegið meiri lán á alþjóðlegum mörkuðum, sem betur fer nægar eru skuldirnar samt.
Hvernig ætli standi á því að Bretar þvinga að þvinga þjóð sem þeir segja að sé gjaldþrot til að borga skuldir einkabanka með himinháum vöxtum. Mönnum er tíðrætt um vinveittar ríkisstjórnir. Mikilvægara er að hafa stjórnvöld sem standa með íslensku þjóðinni. Það gerir forsetinn en ekki ríkisstjórnin.
Ákvörðun forsetans fyrsta skrefið í átt til endurreisnar Íslands!
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Stórglæsilegt ávarp forsetans
Föstudagur, 1. janúar 2010
Ólafur Ragnar Grímsson er óumdeilanlega góður ræðumaður en ég minnist ekki að hafa heyrt nokkurn forseta fyrr flytja jafn innihaldsríkt áramótaávarp og forsetinn gerði nú. Hann talaði um þrískiptingu valdsins sem hefur farið halloka og það hafi bitnað a´eftirlitskerfinu. Siðvæðingin mun ekki verða nema með þjóðarvilja sem er hornsteinn lýðræðisins og minnti á hlutverk forseta í því sambandi. Forsetinn blés þjóðinni kjark í brjóst og hvatti til samstöðu. Þetta eru skýr fyrirheit um að forsetinn muni brúa þá gjá sem myndast hefur milli þings og þjóðar. Við hofum ver að vinna. Áfram Ísland!
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Aðeins forsetinn getur sameinað þjóðina
Föstudagur, 1. janúar 2010
Fjöldi stórra og smærri mistaka misvitra forystumanna hafa komið þjóðinni í þann vanda sem nú er við að etja. Djúp gjá hefur myndast milli þings og þjóðar. Nú kemur málskotsrétturinn í góðar þarfir. Íslendingar munu ekki komast í gegnum þennan skafl nema þeir standi saman. Aðeins forsteinn hefur vald til að brúa bilið og sameina þjóðina á ný.
Gleðilegt og farsælt nýtt ár.
Yfir 50 þúsund undirskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 02:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)