Færsluflokkur: Menntun og skóli
Hafró þakkað sólskinið en ekki regnið
Föstudagur, 4. júní 2010
Á þeim 25 árum sem kvótakerfið hefur verið við lýði er talið að þorskstofninn hafi minnkað um 50% en nú telur Hafró að stofninn sé örlítið stærri en á síðasta ári. Atli Gíslason formaður sjávarútvegsnefndar á ekki orð yfir hrifningu sína og segir þetta "augljós merki þess að Hafrannsóknarstofnun sé á réttri leið".
Fyrir skemmstu fannst engin ýsa í togararalli, Hafró hafði sem sé týnt ýsunni sem var um allan sjó fyrir þremur árum. Man einhver eftir því að Atli Gíslason hafi tjáð sig um það?
Hafró á réttri leið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking semja
Miðvikudagur, 26. maí 2010
Eiríkur Stefánsson samfélagsrýnir og fyrrum verkalýðsforystumaður hefur á Útvarpi sögu upplýst um leynisamkomulag milli Samfylkingarinnar, þar sem hann er flestum hnútum kunnugur og Sjálfstæðisflokksins.
Samfylgingin á að falla frá kosningaloforðum sínum varðandi kvótakerfið en Sjálfstæðisflokkurinn á að láta af andstöðu sinni við Æsseif.
Ísland braut gegn tilskipun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vilja flýta umsókn meðan Svíar eru í forsæti?
Föstudagur, 12. mars 2010
Samfylkingin heldur ekki vatni af æsing yfir að koma umsókninni um inngöngu í EB í gang meðan vinaþjóðin Svíar eru þar í forsæti. Evrópusambandið bannar sel- og hvalveiðar og Svíar hafa löngur reynst hörðustu andstæðngar Íslendinga á þeim vettvangi.
Sjálfur forsætisráðherra var búinn að segja að kosningarnar væru merkingarlausar.
Hvaða látalæti eru þetta í Össuri?
Borg vísar gagnrýni Össurar á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Finnur ekki í persónulegum ábyrgðum
Þriðjudagur, 23. júní 2009
Langflug gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bjölluundirleikur
Þriðjudagur, 16. júní 2009
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Samfylkingin er algjörlega umboðslaus til ESB viðræðna
Laugardagur, 27. desember 2008
Í grein sem Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, ritaði í Morgunblaðið nýlega rakti hann ítarlega hvernig að forystumenn flokksins hafa afflutt svokallað "umboð" sem þeir segjast hafa úr póstkosningu og landsfundarsamþykkt, sem í raun gekk út á að kanna samningsstöðu Íslandsog skilgreina samningsmarkmið. Til þess átti að skipa 9 manna nefnd en sú vinna fór aldrei í gang
Eftir stendur þetta:
Samfylkingin hefur aldrei farið í saumana á hverju við myndum fórna og hvað við myndum hugsanlega fá. Samfylkingin hefur aldrei mótað samningsmarkmið né heldur mótað stefnu um hverju megi fórna.
Samt er Evrópusambandsaðild eina lausn Samfylkingarinnar við öllum vanda á Íslandi í atvinnu og efnahagsmálum.
Vissulega er Ísland illa statt og fólk kallar eftir lausnum, ýmsir hafa þó bryddað upp á lausnum í atvinnumálum t.d. í sjávarútvegi en Samfylkingin þarf ekki að taka þátt, hún hefur sagt ESB. Mér segir svo hugur að menn sjái að ESB aðild myndi við þessar aðstæður gera illt verra og jafnvel setja í uppnám markaði utan ESB og forræði yfir sjávarauðlindinni.
Landsþing Sjálfstæðisflokksins er markleysa þar sem forystan veit að hún verður að sækja um aðild til að bjarga ríkisstjórnarsamstarfinu.
Segir forystu ekki hafa umboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Samfélagslegt sorp
Mánudagur, 22. desember 2008
Síðastliðinn föstudag héldum við í hverfisráði Breiðholts síðasta fund fyrir jól og fengum góða gesti, því auk hefðbundinna mála veittum við starfsmönnum sorphirðunnar í Breiðholti viðurkenningu og dálita umbun fyrir samviskusamlega unnin störf í þágu umhverfismála.
Af þessu tilefni bauð hinn vaski formaður okkar Brynjar Fransson (sem stendur á efstu myndinni) gesti okkar velkomna með þessum orðum: "Ágætu gestir, fyrir hönd hverfisráðs Breiðholts er mér sönn ánægja að bjóða ykkur innilega velkomin til að taka á móti viðurkenningu fyrir vel unnin störf, sem við erum öll þakklát fyrir. Nú háttar svo til að það er mikið rusl í þjóðfélaginu, flestir finna það á buddunni, enn aðrir finna það á skrokknum og siðast en ekki síst sálinni. Hreinsunarstarfið er hafið, en ég hef enga trú á að það hreinsunarstarf verði unnið af jafn mikilli kostgæfni og þið vinnið ykkar starf. En ef svo verður heiti ég því að þeir sem að því verki koma munu fá samskonar verðlaun og þið. "
Gerður var góður rómur að þessari snjöllu ræðu og að henni lokinni fengu menn sér hressingu og ræddu um sorphirðu og fleiri þjóðþrifaverk.
Nú er í tísku að krefjast launalækkunar
Sunnudagur, 21. desember 2008
Nú er greinilega að komast í tísku að krefjast þess að fá lægri laun. fyrstur var einn bankastjórana, þá komu þingmenn, ráðherrar og nú forsetinn. Vonandi, fyrir okkur skattgreiðendur verður þess skammt að bíða að æðstu embættismenn muni keppast við að hafa lægstu launin á sínum vinnustað? Á almennum markaði hafa fjöldi manna ýmist beðið um eða samþykkt launalækkun til að halda vinnunni. Ég ég myndi samt ekki endurráða sömu ríkisstjórn þó hún byðist til að halda áfram í sjálfboðavinnu.
Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ríkisstjórnin byrjuð að narta í útsæðið
Laugardagur, 20. desember 2008
Ekki hægt að taka inn nýnema | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Litháinn fær engin útflutningsverðlaun
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Reyndi að flytja þýfi úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |