Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Auðvitað á Evrópusambandið makrílinn

Þess vegna á Evrópusambandið að halda þessum vágesti sem fitnar og étur tífalda þyngd sína frá Íslandsmiðum áður en hann étur sandsílið, mikilvægustu fæðu þorsksins, út á gaddinn. Auk þess sem makríllinn eyðir öllum seiðumá því svæði sem hann fer yfir.  Þess vegna er best að Sambandið haldi sínum makríl heima.  Geri Sambandið það ekki er fráleitt að íslensk stjórnvöld amist við því þó vinir okkar Grænlendingar veiði þennan ránfisk innan sinnar lögsögu, því þá er Evrópusambands-makríllinn kominn alla leið til Ameríku!


mbl.is Rauðáta í makrílskjaft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar les rétt í stöðuna

Utanríkisráðherrann á erfitt verefni fyrir höndum að koma með samning við ESB sem þjóðin myndi samþykkja.  Ástæðan er ofureinfaldlega sú að því betur sem þetta mál er skoðað kemur betur í ljós hversu fráleitt það væri fyrir Íslendinga að að ganga í Sambandið og afhenda fiskveiðilandhelgina sem við vorum alla síðustu öld að berjast fyrir.
mbl.is „Sigur lýðræðislegrar byltingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslaði Sigujón í Bónus?

Björn Bjarnason er að vonum sár út í Baugsmenn sem lögðu Guðlaugi Þórðarsyni til fjármuni til að fella hann í prófkjöri. Þeir ráku fjölmiðla og lögðu fjármuni til stjórnmálastarfsemi.  Vasar margra samfylkingar- og sjálfstæðismanna voru úttroðnir af peningum frá þessum aðilum og eru kannski enn.

Sigurjón Þórðarson bróðir minn hefur aldrei þegið eyri, hvað þá heldur kaffibolla frá þessu fyrirtæki eða neinum tengdum því. 

Einu tengsl Sigurjóns Þórðarsonar alþingismanns við Baugsveldið eru þau að honum hafði orðið á að versla eittvað smáræði  í Bónus en það heyrði til algerrar undantekningar því góðu heilli var erfitt að falla í slíka freistni þar sem Baugsveldið náði ekki að teygja arma sína til Sauðárkróks. Ég er til vitnis um að bróðir minn beinir því viðskiptum sínum til Hlíðarkjörs og Kaupfélags Skagfirðinga.

BB þekkir sitt heimafólk og gerir því eðlilega strangari siðferðiskröfur til annarra.

 

 

 

 


mbl.is Segir Sigurjón hafa stutt klíkuskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn dýralæknirinn enn!

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins styður Samfylkinguna í því að Ísland eigi að gefa eftir í makrílviðræðum við Evrópusambandið. Makrílinn er nýr í íslenskri lögsögu og ryksugar upp seiði enda kemur hann grindhoraður inn í landhelgina í ætisleit. Evrópusambandinu finnst sjálfsagt að Íslendingar fóðri makrílinn og þangað til hann er orðinn spikaður en hann nífalda þyngd sína af smáum fiski í yfirborðinu. Meðan Ísland er sjálfstætt ræður það yfir lögsögu sinni.

Það er samt ágætt að einhverjir þingmenn hafi vit á rollum og hrossum. 


mbl.is Ráðherra mæti á fund um makrílviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hafrannsóknarstofnun á réttri leið"

Telur að þorskstofninn sé ekki útdauður, þrátt fyrir allt.
mbl.is „Erum á réttri leið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn ver Ísland

Ísland getur ekki fengið beittari málsvara en hr. Ólaf Ragnar Grímsson. Ríkisstjórnin hafði fyrirfram gefist upp á að halda málstað þjóðarinnar á lofti þegar Ólafur tók Mooody´s á hné sér.
mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn: Staða Íslands betri en margra ESB ríkja

Forseti Íslands hefur lýst því að efnahagurinn hafi náð sér hraðar en margir þorðu að vana. Fjárhagsleg staða Íslands sé mun betri en margra Evrópuríkja, sem þurfa að burðast með Evruna.
mbl.is Efnahagsbatinn fram úr væntingum manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halldór mættur með geislabauginn

Halldór hélt blaðamannafund til að sýna nýja geislabauginn.
mbl.is Halldór mættur til skýrslutöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja spyrða Ísland við sökkvandi skip?

Betra að fara í flotgalla en að binda á sig sökku áður en menn hoppa í sjóinn.

Af hverju að sækjast eftir evru þegar það liggur fyrir að hún er feigðarflan?

 


mbl.is Telja ólíklegt að evran lifi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlíking af vandaðri vöru er óráðvendni

Þetta er að minnsta kosti á gráu svæði þó ekki sé það jafn óforskammað og þegar heildverslunin Eggert Kristjánsson hf. markaðssetti eftirlíkingu af Rauðu Eðalginsengi, sjá hér.

Neytendasamtökin fengu kvartanir frá neytendum og sendu í kjölfarið sýnishorn keypt ér á landi til rannsóknar í faggiltri rannsóknarstofu í Þýskalandi, sem beitti þremur mismunandi aðferðum sem allar gáfu sömu niðurstöðu: Ekkert rautt ginseng var í vörunni!


mbl.is Ölgerðin ekki með einkarétt á appelsíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband