Færsluflokkur: Evrópumál

Þurfa að stofna skúffufyrirtæki í ESB

Kínverska fyrirtækið sem  hefur áhuga á að fjárfesta í Þistareykjum verður að stofna skúffufyrirtæki í Evrópu rétt eins og Magma energy ef það ætlar að ná fram áformum sínum.  Ég hef ekkert vit á orkuiðnaði en ég veit að Kínverjar hafa heilmikinn áhuga á viðskiptum við Ísland. Það sést t.d.  í því að þeir hafa gefið Íslendingum heilmiklar undanþágur frá háum tollum (40-60%) á sávarafurðum  og eru jafnvel tilbúnir til að gera fríverslunarsamning við Ísland.  Takist Samfylkingunni hinsvegar að múra Ísland inni í Evrópusambandinu munu  allir tollasamningar við Kína og önnur ríki falla niður og markaðir lokast.
mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gengdarlaus sóun á opinberu fé

Á sama tíma og verið er að hækka skatta á almenning er opinberum fjármunum kastað á glæ i gæluverkefni Samfylkingarinnar sem er að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fyrirhugað er að eyða tveimur milljörðum í þessa undarlegu aðildarumsókn. Sífellt kemur betur í ljós að það myndi skaða hagsmuni Íslands sem fiskveiðiþjóðar að ganga inn í kæfubelginn Brussel og afhenda sambandinu þannig forræði yfir okkar helstu auðlind, enda hafa aldrei fleiri verið mótfallnir aðild.
mbl.is Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan hnyklar vöðvana og hristir af sér kreppuna

Bandaríski nóbelsverðlaunahafinn   Joseph Stiglitz var sannfærður um að íslenska krónan væri að koma Íslandi til hjálpar, án hennar hefði kreppan orðið mun dýpri og atvinnuleysi mun meira þetta kom fram í Silfrinu í gær  .   Í sama streng tók Dr. Jón Daníelsson sem sagðist mun bjartsýnni nú en hann hefði verið, botninum botninum væri senn náð og þá myndi leiðin liggja uppávið fyrir tilstilli íslensku krónunnar. Att þetta kemur heim og saman við spá Más Guðmundssonar nýskipaðs seðlabankastjóra.  
mbl.is Hagvöxtur að nýju á fyrri hluta næsta árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gustar af Árna Johnsen

Árni Johnsen er umdeildur en hann er þó óumdeilanlega skemmtilegur. Í meðfylgjandi myndbandi sýnir Árni á sér baráttugleði og skemmtilega takta. http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090820T221841&horfa=1
mbl.is Dregur úr vindi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin spurð: Á að þvinga Ísland inn í Evrópusambandið?

c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorg

Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem krafðist þess að Ísland tæki lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gott ef það var ekki eitt skilyrða fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  Af hverju var hagstæðu láni frá Rússum hafnað? Nú er myndin að skýrast og því miður ber allt að sama brunni: Af hverju hefur gríðarlega hagkvæmur  fríverslunarsamningur við Kína verið settur á ís? Af hverju liggur Samfylkingunni svo á að samþykkja uppgjafaskilmála við Breta sem munu færa komandi kynslóðum ánauð og fátækt? Og að lokum. Af hverju skilar Samfylkingin og frambjóðendur hennar ekki "styrkjum" frá þeim sem báru ábyrgð á Icesave? post-5051-1113458248

 


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leppstjórnin bannar Íslendingum að bjarga sér.

Þó Íslendingar hafi ekki afsalað sér forræði yfir fiskimiðunum til ESB er umboðsstjórnin svo þjökuð af minnimáttarkennd gagnvert lánadrotnum okkar  ESB, AGS og IMF að hún er byrjuð að stjórna eins og hún telur að ESB muni gera ef þeir taka formlega við valdataumunum.. Sjómenn eru á hröðum flótta um allan sjó undan makríl sem ekki má veiða. 

Lesið hér stórmerkilega grein eftir Jón Kristjánsson fiskifræðing


mbl.is Of mikið gert úr gjaldeyrisvarasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnasl - Glansinn af ESB aðild orðinn mattur.

Eftir því sem frekari upplýsingar koma fram eyðist gljáinn af ESB. Í nýrri rannsókn Gallup kemur fram að  58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.

Sögulega séð hefur Íslandi gengið best þegar það hefur haft forræði í eigin málum en ef Ísland yrði aðili að ESB yrði staða þess fyrirsjáanlega mun verri.

Sérstaða Íslands felst í því að Ísland býr við miklar náttúruauðlindir, einhæft atvinnulíf og er mjög háð utanríkisviðskiptum. Helsta auðlind Íslands er sjávarauðlindin.

Ef Ísland gengi í ESB myndi landið missa forræði yfir sjávarauðlindinni til langs tíma (s.k.v. Rómarsáttmálanum) þó við gætum fengið tímabundnar undanþágur eins og Malta, sem Össur hefur oft vitnað til en fiskveiðar þess ríkis eru á við íslenskan vertíðarbát. Ef við gengum í bandalagið yrðum við tafarlaust og undantekningalaust að gangast undir allar tollareglur bandalagsins sem eru alls ekki hannaðar fyrir ríki sem flytja út fisk, heldur þvert á móti.  Þannig myndum við skrúfa fyrir útflutning okkar á fiski til Asíu og víðar, þar sem markaðirnir eru að vaxa hvað mest.  Í Kína og Kóreu var um 40- 60% tollur á fiski en Ísland hefur beint og í gegnum EFTA fengið miklar lækkanir og við vorum langt komin með fríverslunarsamning við þessi ríki en það hefur illu heilli verið sett á ís.  Gagnvart Kína þyrftum við að lækka tolla á skóm og skyrtubolum um 15% sem ætti ekki að skaða okkur en ESB myndi aldrei fallast á.

 


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna og Eva Joly í hár saman!

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Samfylkingarinnar sigað aðstoðarmanni sínum á vinsælustu c_bloggmyndir_einn_a_munninnkonu á Íslandi Evu Joly. Jóhanna lætur aðstoðarmann sinn senda henni tóninn með þessum orðum:: "Dettur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi erlendis ? "  Síðan fylgir þessi hótun: "Held hún ætti að halda sig við ráðgjöf við sérstaka saksóknarann og láta aðra um efnahagsmálin.“

Fjölmargir samfylkingarmenn líta ekki á sig endilega sem Íslendinga heldur Evrópumenn og því eru sumir þeirra undrandi og jafnvel sárir Evu fyrir að taka eindregið málstað Íslendinga og gagnrýna um leið Evrópusambandið..  

Ráðherrar  hafa enga burði til að kljást við Evu Joly en senda aðstoðarmann á foraðið.

 


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örlaganornirnar og icesavesamninganefndin

c_documents_and_settings_notandi_my_documents_my_pictures_fates-oldSífellt koma fram fleiri ábendingar um vankunnáttu og axarsköft hjá Icesave samninganefndinni. Nú hefur komið í ljós að rótina má rekja til misskilnings nefndarmanna á fornri þjóðtrú.

Urður er myndgervingur fortíðarinnar, Verðandi nútímans, og Skuld framtíðarinnar.

 Skálarræðan:

„Það er lykillinn að hamingju og dyggð að elska örlög sín, nauðugur viljugur.“

 

 


mbl.is Lánið stoppar á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntaðasti evrópufræðingur Íslands hefur talað

Mynd_0610148Dr. Elvira Mendez, er án efa langmenntaðasti sérfræðingur á Íslandi í Evrópurétti.Það er sorglega lýsandi fyrir vanhæfni ríkisstjórnarinnar í þessu Icesave deilu að þessari eldkláru konu skyldi ekki hafa veið boðið að leiða samninganefndina eða að minnsta kosti eiga sæti í henni. Og til að bíta höfuðið af skömminni bar sendiherra fenginn til að leiða nefndina, rétt eins og hæfniskröfurnar fælust í því hver væri vanastur í að skála fyrir væntanlegu samkomulagi!

Þegar Steingrímur var spurður af hverju hann hefði ekki reynt að fá DR. Elviru, sagði hann að það væru takmörk fyrir því hvað hægt væri að eyða í sérfræðinga. "Það væri enginn skortur á sérfræðingum sem vildu gefa ráð gegn háu gjaldi." Elvíra svaraði þessu á fundinum í Iðnó og sagðist myndi hafa gert þetta ókeypis ef eftir því hefði verið leitað. Málsvörn ríkisstjórnarinnar fólst í því að kaupa eftirá lögfræðiálit hjá lögmanni sem er hvorki sérfróður í þjóðar- né Evrópurétti.

Dr. Elvíra er hógvær en henni en henni misbýður framkoma Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.


mbl.is Misbýður umgjörðin um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband