Geithafri fórnað?

Lilja Mósesdóttir segir á Feisbók sinni að VG og Samfylking hafi keppst við að gefa veiða atkvæði út á innihaldslaus loforð um breytingar á kvótakerfinu. 

Til að hilma yfir þetta viljaleysi er líklega nauðsynlegt að fórna geithafri eins og gert var til forna.

Jón Bjarnason var nógu hrekklaus til að ganga í gildruna.


mbl.is Hlýtur að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa farið með Jón

Þeir sem þekkja Jón Bjarnason vita að þar fer góður sveitadrengur og sauðmeinlaus enda var hann settur yfir landbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðuneytið.

 Ríkisstjórnin hafði náð kosningu með því að  lofa að breyting yrði gerð á sjávarútvegsmálum, kvótann átti að afnema á 20 árum og afnema veðsetningar á óveiddum fiski. Þessu var ekki hægt að ná fram þannig að allir yrðu sáttir.

Nú hefur viðsjálverður ráðgjafi Jóns platað hann til þess að fresta öllum breytingum þar til hann verður níræður.  Þetta er ekki fallega gert, hvorki gagnvart Jóni né þjóðinni.


mbl.is Kvótafrumvarpið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband