Var ekki lofað hærra lánshæfismati ef Icesave yrði samþykkt?
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Því var haldið fram að ef Æsseif yrði samþykkt myndi erlent lánsfé streyma til landsins, krónan styrkjast osf. osf. Þannig réttlættu stjórnmálamenn að Ísland tæki á sig áratuga skuldbindingar sem myndu ekki leiða erfiðleika yfir okkur heldur næstu kynslóð. Þessi skammtíma ávinninur er nú ekki að sýna sig öðru nær.
![]() |
Lánshæfismat ríkisins lækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Minnihlutastjórn gæti forðað Icesave
Miðvikudagur, 11. nóvember 2009
Það er nokkuð ljóst að Íslendingum er ofviða að borga Icesave, afleiðingarnar yrðu fátækt, landflótti og líklega þjóðargjaldþrot. Samfylkingin mun samt leggja allt í sölurnar til að fá að borga Icesave svo hún komi landinu í Evrópusambandið. Ásættanleg lausn mun því fyrirsjáanlega ekki fást í þessu deilumáli með Samfylkinguna í stjórn.
Stjórnarkreppa er ekki kostur í stöðunni og myndun nýrrar meirihlutastjórnar er erfið og jafnvel vonlaus eftir það hrun sem gerst hefur. Sá kostur sem blasir við er minnihlutastjórn. Nú reynir á þjóðhollustu og ábyrgðartilfinningu Alþingis Íslendinga.
Nú ættu formenn flokkana að fara undir feld og hugleiða hvernig hægt sé að feta Ísland út úr þeim vanda sem við blasir.
![]() |
Viðurkenna lífskjararýrnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 05:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Breyting til bóta í sjávarútvegi
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009
Árni Matthísen jók heimildir til að flytja aflamark á milli ára í þeim tilgangi að hækka leiguverð á kvóta. Leiguliðarnir áttu að bæta greifunum niðurskurðinn. Þannig var hann í hlutverki þjónsins sem skar lamb fátæka mannsins. Nú hefur þetta verið fært aftur til betri vegar af Jóni Bjarnasyni sem ætti að þýða aukið framboð og betri kjör leiguliða í sjávarútveJóni Bjarnasyni sgi.
Fyrrum sjávarútvegsráðherra lagði áherslu á að slátra lambi fátæka mannsins.
![]() |
Dregið úr heimildum um flutning aflamarks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Leigupennar Davíðs Oddssonar
Þriðjudagur, 10. nóvember 2009

Friða mink í hænsnabúi?
Mánudagur, 9. nóvember 2009
Það er ekki annað hægt en að vera sammála ungum sjálfstæðismönnum á Snæfellsnesi um að rétt sé að auka aflaheimildir og að halda áfram að veiða hval til að fiskistofnarnir geti dafnað. En það ætti að taka skötusel úr kvóta því maður friðar ekki mink í hænsnabúi.
![]() |
Vilja auka aflaheimildir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Gjafir eru yður gefnar" (ábending um furðulega bloggfærslu)
Sunnudagur, 8. nóvember 2009

Séra Baldur Kristjánsson fer með himinskautum og skrifar lofgjörð um Evrópusambandið á blogginu :
Takið hinni postullegu kveðju hér
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Ósjálfstæðissinnaðir sjálfstæðismenn í samninganefndina
Laugardagur, 7. nóvember 2009
Samfylkingin hefur fundið ósjálfstæðissinnaða sjálfstæðismenn til að sitja í samninganefnd Íslands við Evrópusambandið.
![]() |
Ekki var við ugg í Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslandi dembt skilyrðislaust í ESB
Laugardagur, 7. nóvember 2009


![]() |
Á methraða inn í ESB? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslendingar átta sig
Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Ég hef eytt talsverðum tíma í að kynna mér þessi mál og er sannfærður um að ESB aðild hentar ekki ríkjum sem eiga fiskveiðiauðlind og þaðan af síður löndum sem vilja flytja út fisk til landa utan ESB. Við þekkjum hvernig skriffinnskuapparatið er búið að rústa fiskveiðar Skota og Íra og með inngöngu myndu tollar sjávarafurða til Kína, Kóreu og annarra landa utan ESB skrúfast upp í 40-60%.
Þeir sem átta sig ekki á hagsmunum Íslands og vilja inn nefna Evruna en það væri dýru verði keypt að fórna strax hagsmunum Íslands fyrir að geta kannski tekið upp Evru eftir 30 ár.
![]() |
29% vilja ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vextirnir af Æsseif 70 milljarðar nú þegar
Miðvikudagur, 4. nóvember 2009
Nú höfum við haft jákvæðan viðskiptajöfnuð (keypt minna en við seljum) í 14 mánuði þökk sé krónunni. Það dugar þó skammt, því ef Alþingi samþykkir Æsseif eins og það liggur fyrir þá eru bara vextirnir orðnir 70 milljarðar nú þegar. Þó við myndum stöðva bílainnflutning næstu 20 árin þá dugar það engan veginn til að halda í við vextina. Þökk sé nefndinni sem Steingrímur skipaði sem samþykkti af rausnarskap 5,5% vexti sem Bretar kröfðust en þeir taka sjálfir lán á innan við 3% vöxtum þannig að þetta er stórgróði fyrir þa´ef Íslendingar geta þá nokkurn tíma borgað. Bretar treystu því ekki betur en svo að þeir plötuðu samninganefndina til að skrifa undir að "íslenska ríkið afsalaði sér rétti til að óska þegnum sínum griða ævarandi og óafturkallanlega". Svavar sagðist ekki hafa nennt að hanga yfir þessu og fékk mikið lof frá Steingrími fyrir skörungsskap.
Hver á að fá skussaverðlaun fyrir Icesave samninginn?
Mér þætti ekki ósanngjarnt þó nokkrir deildu þessu með sér.
Hvað finnst ykkur?
![]() |
Áfram afgangur á vöruskiptum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)